Síðasta skemmtikvöld SVFR 2. maí 2012 16:17 Síðasta skemmtikvöld þessa starfsárs verður haldið í sal SVFR á Háaleitisbraut á föstudaginn. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur (https://svfr.is/) segir: „Næstkomandi föstudagskvöld verður síðasta opna hús þessa starfsárs. Í leiðinni verður félagsaðstaða SVFR á Háaleitisbrautinni kvödd formlega. Meðal annars mun verða spáð fyrir um laxveiðina í sumar. Salur félagsins að Háaleitisbraut 68 hefur verið þungamiðja félagsstarfsins undanfarna áratugi, og það verður eflaust tregablandin stund fyrir eldri félaga að kveðja salarkynnin." Dagskráin er á þessa leið:Jón Skelfir mun kynna fimm uppáhalds veiðistaðina sína.Guðni Guðbergs rýnir í veiðisumarið 2012 líkt og hann hefur gert undanfarin ár. Það verður spennandi að sjá hvað Guðni segir um komandi vertíð.Hilmar Hanson verður með ítarlega kynningu á nýju Guideline-vörunum.Hilmar Hansson og Ari Hermóður Jafetsson kynna veiðar á svæðunum kenndum við Tjörn og Árbót í Aðaldal.Veiðiflugur sjá um glæsilegan happahyl að þessu sinni. Forsvarsmenn SVFR hvetja alla sem vettlingi geta valdið til þess að koma og kveðja Háaleitisbrautina og fagna sumrinu. Stangveiði Mest lesið 93 fiskar á land í Litluá Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Mýrarkvísl: Síðasta holl með 8 laxa og stór fiskur víða Veiði Haustveiðin brást í Tungufljóti Veiði
Síðasta skemmtikvöld þessa starfsárs verður haldið í sal SVFR á Háaleitisbraut á föstudaginn. Á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur (https://svfr.is/) segir: „Næstkomandi föstudagskvöld verður síðasta opna hús þessa starfsárs. Í leiðinni verður félagsaðstaða SVFR á Háaleitisbrautinni kvödd formlega. Meðal annars mun verða spáð fyrir um laxveiðina í sumar. Salur félagsins að Háaleitisbraut 68 hefur verið þungamiðja félagsstarfsins undanfarna áratugi, og það verður eflaust tregablandin stund fyrir eldri félaga að kveðja salarkynnin." Dagskráin er á þessa leið:Jón Skelfir mun kynna fimm uppáhalds veiðistaðina sína.Guðni Guðbergs rýnir í veiðisumarið 2012 líkt og hann hefur gert undanfarin ár. Það verður spennandi að sjá hvað Guðni segir um komandi vertíð.Hilmar Hanson verður með ítarlega kynningu á nýju Guideline-vörunum.Hilmar Hansson og Ari Hermóður Jafetsson kynna veiðar á svæðunum kenndum við Tjörn og Árbót í Aðaldal.Veiðiflugur sjá um glæsilegan happahyl að þessu sinni. Forsvarsmenn SVFR hvetja alla sem vettlingi geta valdið til þess að koma og kveðja Háaleitisbrautina og fagna sumrinu.
Stangveiði Mest lesið 93 fiskar á land í Litluá Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Mýrarkvísl: Síðasta holl með 8 laxa og stór fiskur víða Veiði Haustveiðin brást í Tungufljóti Veiði