Myndir af stórum urriðum á Þingvöllum 2. maí 2012 15:54 Svíinn Sten Nilson með glæsilegan urriða sem fékk frelsi eftir harða baráttu. Þrír veiðifélagar veiddu 13 glæsilega urriða í Þingvallavatni í gærkvöldi. Hér má sjá myndir af nokkrum þeirra. Þetta kemur fram á vef Veiðikortsins (https://veidikortid.is/). Athygli vekur að einn af þessum þremur veiðimönnum sem mokaði urriðanum upp í gærkvöldi er Cezary Fijalkowski, en Veiðivísir spjallaði einmitt við hann í gærdag eftir að hann hafið fengið sex væna urriða um morguninn. Hann gerði sem sagt enn betur í gærkvöldi þegar hann fór aftur upp á Þingvelli með tveimur sænskum félögum sínum. Þremenningarnir veiddu samtals 13 urriða. Sá minnsti var 3 pund en sá stærsti 15 pund. Á vef Veiðikortsins kemur fram að mikið sé af urriða í Þingvallavatni en bleikjan sé hins vegar lítið farin að sýna sig, til þess þurfi að hlýna meira. Myndirnar eru birtar með góðfúslegu leyfi Veiðikortsins.Hér má lesa stutt viðtal Veiðivísis við Cezary sem birtist í gær: /g/2012120509949 Stangveiði Mest lesið Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Tveir óveiddir stórlaxar ennþá í Ytri Rangá Veiði Urriðinn að stækka í Laxá Veiði Níu dagar í að gæsaveiðin hefjist Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði UV flugur gætu hrært aðeins upp í fiski sem er tregur Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Fín gæsaveiði í Gunnarsholti Veiði
Þrír veiðifélagar veiddu 13 glæsilega urriða í Þingvallavatni í gærkvöldi. Hér má sjá myndir af nokkrum þeirra. Þetta kemur fram á vef Veiðikortsins (https://veidikortid.is/). Athygli vekur að einn af þessum þremur veiðimönnum sem mokaði urriðanum upp í gærkvöldi er Cezary Fijalkowski, en Veiðivísir spjallaði einmitt við hann í gærdag eftir að hann hafið fengið sex væna urriða um morguninn. Hann gerði sem sagt enn betur í gærkvöldi þegar hann fór aftur upp á Þingvelli með tveimur sænskum félögum sínum. Þremenningarnir veiddu samtals 13 urriða. Sá minnsti var 3 pund en sá stærsti 15 pund. Á vef Veiðikortsins kemur fram að mikið sé af urriða í Þingvallavatni en bleikjan sé hins vegar lítið farin að sýna sig, til þess þurfi að hlýna meira. Myndirnar eru birtar með góðfúslegu leyfi Veiðikortsins.Hér má lesa stutt viðtal Veiðivísis við Cezary sem birtist í gær: /g/2012120509949
Stangveiði Mest lesið Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Blanda aflahæst laxveiðiánna með 762 laxa Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Tveir óveiddir stórlaxar ennþá í Ytri Rangá Veiði Urriðinn að stækka í Laxá Veiði Níu dagar í að gæsaveiðin hefjist Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði UV flugur gætu hrært aðeins upp í fiski sem er tregur Veiði Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Fín gæsaveiði í Gunnarsholti Veiði