Velheppnuð tilraunaveiði vekur vonir um lengingu tímabils Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. maí 2012 15:30 Tilraunaveiði gefur von um að hægt sé að lengja veiðitímabilið í Svarfaðardalsá. Nýleg tilraun með vorveiði í Svarfaðardalsá glæðir vonir stangveiðimanna um að gerlegt sé að lengja veiðitímabilið í Eyjafirði. Steinar Rafn Beck fór til könnunarveiða í Svarfaðardalsá á laugardaginn um síðustu helgi og segir frá árangrinum í vikublaðinu Akureyri. Á stuttum tíma landaði Steinar tveimur sjóbirtingum og vænni bleikju auk þess að setja í fleiri fiska. Svarfaðardalsá er venjulega ekki opnuð fyrr en 1. júní og er í raun fyrst og fremst síðsumarsá en tilraun Steinars vekur vonir eyfirskra veiðimanna um að nýta megi ánna betur á vorin. "Þetta hljóta að vera gleðitíðindi fyrir alla veiðimenn og gefur von um að hægt verði að lengja veiðitímabilið á þann hátt að hægt verði að byrja fyrr að veiða en gengur og gerist hér á Eyjafjarðarsvæðinu," segir um málið á vef Stangaveiðifélags Akureyrar, svak.is. Lýsingar Steinars af leiðangrinum í Svarfaðardalsá má lesa á akureyrivikublad.is. Stangveiði Mest lesið Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Uppskeruhátið SVFR haldin á föstudagskvöld Veiði Fjórir komu í land á Blöndu í morgun Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði
Nýleg tilraun með vorveiði í Svarfaðardalsá glæðir vonir stangveiðimanna um að gerlegt sé að lengja veiðitímabilið í Eyjafirði. Steinar Rafn Beck fór til könnunarveiða í Svarfaðardalsá á laugardaginn um síðustu helgi og segir frá árangrinum í vikublaðinu Akureyri. Á stuttum tíma landaði Steinar tveimur sjóbirtingum og vænni bleikju auk þess að setja í fleiri fiska. Svarfaðardalsá er venjulega ekki opnuð fyrr en 1. júní og er í raun fyrst og fremst síðsumarsá en tilraun Steinars vekur vonir eyfirskra veiðimanna um að nýta megi ánna betur á vorin. "Þetta hljóta að vera gleðitíðindi fyrir alla veiðimenn og gefur von um að hægt verði að lengja veiðitímabilið á þann hátt að hægt verði að byrja fyrr að veiða en gengur og gerist hér á Eyjafjarðarsvæðinu," segir um málið á vef Stangaveiðifélags Akureyrar, svak.is. Lýsingar Steinars af leiðangrinum í Svarfaðardalsá má lesa á akureyrivikublad.is.
Stangveiði Mest lesið Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Uppskeruhátið SVFR haldin á föstudagskvöld Veiði Fjórir komu í land á Blöndu í morgun Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði