Umfjöllun og viðtöl: ÍA - KR 1-2 Stefán Hirst Friðriksson á Akranesvelli skrifar 8. júní 2012 13:25 Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Bikarmeistarar KR eru komnir áfram í sextán liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á Skagamönnum á Akranesi í kvöld. KR-ingar hefndu þar með fyrir tapið í Pepsi-deildinni á sama stað í síðasta mánuði. Leikurinn fór fjörlega af stað og byrjuðu heimamenn af miklum krafti. Gary Martin var þá í tvígang ágengur við mark KR-inga en tókst ekki að setja boltann í netið. Gestirnir úr KR náðu svo forystunni úr sinni fyrstu sókn í leiknum á 5.mínútu. Dofri Snorrason átti þá góðan sprett um hægri vænginn, gaf boltann á Kjartan Henry sem renndi honum fyrir markið, þar sem Atli Sigurjónsson var mættur til þess að renna boltanum yfir línuna. Bæði lið voru stórhættuleg á næstu mínútum og fengu nóg af tækifærum til þess að koma boltanum í netið. KR-ingar bættu svo við forystu sína á 20. mínútu. Þar var að verki Óskar Örn Hauksson eftir stórglæsilegan einleik. Hann lék sér að vörn Skagamanna og hamraði boltanum í fjærhornið, óverjandi fyrir Pál Gísla í marki ÍA. KR-ingar því komnir í 2-0 forystu þegar stutt var liðið af leiknum. Fjörið hélt áfram og áfram héldu bæði lið að fá tækifæri til þess að koma boltanum í netið. Það gekk þó ekki og var því staðan 0-2, gestunum úr KR í vil, eftir stórskemmtilegan fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn fór rólega af stað og voru það gestirnir úr KR sem voru með yfirhöndina á meðan Skagamenn reyndu að beita skyndisóknum. Skagamenn fóru svo illa með gott tækifæri á 64. mínútu þegar Gary Martin slapp einn í gegn en skot hans var slakt og varði Fjalar það auðveldlega í markinu. Skagamönnum tókst loksins að brjóta ísinn á 86. mínútu þegar Andri Adolphsson var felldur inn í teig og vítaspyrna réttilega dæmd. Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrirliði Skagamanna, skoraði öruggulega úr spyrnunni og leikurinn orðinn æsispennandi. Allt ætlaði að sjóða upp úr í uppbótartíma þegar boltinn virtist fara í hönd leikmanns KR innan vítateigs en dómarinn dæmdi ekki. Lengra komust Skagamenn ekki og verðskuldaður 2-1 sigur gestanna úr KR því staðreynd.Rúnar: Vorum miklu betra liðið „Við vorum að mínu mati miklu betra liðið í leiknum. Við áttum miklu fleiri færi en þeir ógnuðu okkur nokkuð í fyrri hálfleiknum. Við skorum tvö góð mörk snemma leiks og hefðum hæglega getað bætt við fleiri mörkum í síðari hálfleiknum," sagði Rúnar. „Við fáum á okkur mark í andlitið undir lokin sem gerði þetta nokkuð spennandi en þetta var að lokum verðskuldað hjá okkur," bætti Rúnar við. „Við erum í þessu móti til þess að vinna það. Við viljum vinna þau mót sem við tökum þátt í. Maður skráir sig ekki í bikarkeppnina einungis til þess að taka þátt. Þannig að sjálfsögðu stefnum við þangað," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR í leikslok.Þórður: Sjá allir vítaspyrnuna nema dómararnir þrír „Mér fannst við vera betri spilanlega séð. Við sköpum okkur fimm, sex færi í fyrri hálfleiknum á meðan þeir skapa sér tvö til þrjú. Við gefum þeim mark númer eitt eftir klaufamistök. Við erum meira og minna með boltann í seinni hálfleiknum, tökum sénsa til þess að reyna að jafna leikinn," sagði Þórður „Við áttum að fá augljósa vítaspyrnu undir lok leiks þegar boltinn fer í hönd leikmanns KR en fáum ekki. Það sjá það allir á vellinum nema þessir þrír sem stjórna leiknum. Við getum alveg verið með hausinn uppi eftir þennan ósigur," sagði Þórður Þórðarson, þjálfari Skagamanna í leikslok.Kjartan Henry: Núna var sanngirnin með okkur „Mér fannst þetta verðskuldað. Við ákváðum að byrja af krafti og uppskárum mark snemma. Við gerðum það sama og við gerðum síðast nema að núna var sanngirnin með okkur," sagði Kjartan. „Við ætluðum að pressa á þá þar sem við vissum að þeir myndu halda áfram að kýla fram eins og þeir eru búnir að vera að gera. Það hefur lukkast hjá þeim hingað til en þetta er fyrsta tap þeirra í sumar og mér finnst vel við hæfi að við séum þeir sem sigrum þá," sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR í leikslok.Óskar Örn: Markmiðið er einfalt „Við áttum að vera löngu búnir að klára þennan leik. Þetta var kannski öfugt við síðasta leik. Okkur tókst að setja boltann í netið þó að við vorum ekkert að spila sérstaklega vel á köflum," sagði Óskar. „Það var að lokum sanngjarn sigur þó að við höfum boðið hættunni heim í lok leiks," bætti Óskar við. „Markmiðið er einfalt. Við ætlum okkur að vinna þennan bikar aftur," sagði Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR í leikslok. Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Bikarmeistarar KR eru komnir áfram í sextán liða úrslitum Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á Skagamönnum á Akranesi í kvöld. KR-ingar hefndu þar með fyrir tapið í Pepsi-deildinni á sama stað í síðasta mánuði. Leikurinn fór fjörlega af stað og byrjuðu heimamenn af miklum krafti. Gary Martin var þá í tvígang ágengur við mark KR-inga en tókst ekki að setja boltann í netið. Gestirnir úr KR náðu svo forystunni úr sinni fyrstu sókn í leiknum á 5.mínútu. Dofri Snorrason átti þá góðan sprett um hægri vænginn, gaf boltann á Kjartan Henry sem renndi honum fyrir markið, þar sem Atli Sigurjónsson var mættur til þess að renna boltanum yfir línuna. Bæði lið voru stórhættuleg á næstu mínútum og fengu nóg af tækifærum til þess að koma boltanum í netið. KR-ingar bættu svo við forystu sína á 20. mínútu. Þar var að verki Óskar Örn Hauksson eftir stórglæsilegan einleik. Hann lék sér að vörn Skagamanna og hamraði boltanum í fjærhornið, óverjandi fyrir Pál Gísla í marki ÍA. KR-ingar því komnir í 2-0 forystu þegar stutt var liðið af leiknum. Fjörið hélt áfram og áfram héldu bæði lið að fá tækifæri til þess að koma boltanum í netið. Það gekk þó ekki og var því staðan 0-2, gestunum úr KR í vil, eftir stórskemmtilegan fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn fór rólega af stað og voru það gestirnir úr KR sem voru með yfirhöndina á meðan Skagamenn reyndu að beita skyndisóknum. Skagamenn fóru svo illa með gott tækifæri á 64. mínútu þegar Gary Martin slapp einn í gegn en skot hans var slakt og varði Fjalar það auðveldlega í markinu. Skagamönnum tókst loksins að brjóta ísinn á 86. mínútu þegar Andri Adolphsson var felldur inn í teig og vítaspyrna réttilega dæmd. Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrirliði Skagamanna, skoraði öruggulega úr spyrnunni og leikurinn orðinn æsispennandi. Allt ætlaði að sjóða upp úr í uppbótartíma þegar boltinn virtist fara í hönd leikmanns KR innan vítateigs en dómarinn dæmdi ekki. Lengra komust Skagamenn ekki og verðskuldaður 2-1 sigur gestanna úr KR því staðreynd.Rúnar: Vorum miklu betra liðið „Við vorum að mínu mati miklu betra liðið í leiknum. Við áttum miklu fleiri færi en þeir ógnuðu okkur nokkuð í fyrri hálfleiknum. Við skorum tvö góð mörk snemma leiks og hefðum hæglega getað bætt við fleiri mörkum í síðari hálfleiknum," sagði Rúnar. „Við fáum á okkur mark í andlitið undir lokin sem gerði þetta nokkuð spennandi en þetta var að lokum verðskuldað hjá okkur," bætti Rúnar við. „Við erum í þessu móti til þess að vinna það. Við viljum vinna þau mót sem við tökum þátt í. Maður skráir sig ekki í bikarkeppnina einungis til þess að taka þátt. Þannig að sjálfsögðu stefnum við þangað," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR í leikslok.Þórður: Sjá allir vítaspyrnuna nema dómararnir þrír „Mér fannst við vera betri spilanlega séð. Við sköpum okkur fimm, sex færi í fyrri hálfleiknum á meðan þeir skapa sér tvö til þrjú. Við gefum þeim mark númer eitt eftir klaufamistök. Við erum meira og minna með boltann í seinni hálfleiknum, tökum sénsa til þess að reyna að jafna leikinn," sagði Þórður „Við áttum að fá augljósa vítaspyrnu undir lok leiks þegar boltinn fer í hönd leikmanns KR en fáum ekki. Það sjá það allir á vellinum nema þessir þrír sem stjórna leiknum. Við getum alveg verið með hausinn uppi eftir þennan ósigur," sagði Þórður Þórðarson, þjálfari Skagamanna í leikslok.Kjartan Henry: Núna var sanngirnin með okkur „Mér fannst þetta verðskuldað. Við ákváðum að byrja af krafti og uppskárum mark snemma. Við gerðum það sama og við gerðum síðast nema að núna var sanngirnin með okkur," sagði Kjartan. „Við ætluðum að pressa á þá þar sem við vissum að þeir myndu halda áfram að kýla fram eins og þeir eru búnir að vera að gera. Það hefur lukkast hjá þeim hingað til en þetta er fyrsta tap þeirra í sumar og mér finnst vel við hæfi að við séum þeir sem sigrum þá," sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR í leikslok.Óskar Örn: Markmiðið er einfalt „Við áttum að vera löngu búnir að klára þennan leik. Þetta var kannski öfugt við síðasta leik. Okkur tókst að setja boltann í netið þó að við vorum ekkert að spila sérstaklega vel á köflum," sagði Óskar. „Það var að lokum sanngjarn sigur þó að við höfum boðið hættunni heim í lok leiks," bætti Óskar við. „Markmiðið er einfalt. Við ætlum okkur að vinna þennan bikar aftur," sagði Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR í leikslok.
Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira