Hogwarts vaknar til lífsins í Galdrabókinni Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. júní 2012 15:10 Tæknifyrirtækið Sony opinberaði nýtt jaðartæki fyrir PlayStation 3 leikjatölvuna á E3 leikjaráðstefnunni í Los Angeles í dag. Tækið er kallað Wonderbook og er í raun gagnvirk bók sem spilarar nota samhliða leikjatölvunni. Rithöfundurinn J.K. Rowling hefur unnið að þróun Wonderbook með Sony. Hún skrifaði einnig fyrstu bókina sem kemur út fyrir tækið en hún nefnist Galdrabókin (e. The Book of Spells). Verkefni spilara er að útskrifast úr galdraskólanum Hogwarts en til þess þurfa þeir að munda töfrasprota og draga upp vandaða galdrastafi. „Muggar komast aldrei jafn nálægt raunverulegri galdrabók og með Wonderbook,“ sagði Rowling. „Það var frábært að vinna með Sony og það er gaman að sjá galdrana mína vakna til lífsins. Þetta er ótrúlegt tæki sem dýpkar lestrarreynsluna verulega.“ Wonderbook fer í sölu seinna á þessu ári en Sony hefur opinberað að fjöldi ritverka sé væntanlegur fyrir jaðartækið, bæði skáldsögur og fræðibækur. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Wonderbook hér fyrir ofan. Leikjavísir Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið
Tæknifyrirtækið Sony opinberaði nýtt jaðartæki fyrir PlayStation 3 leikjatölvuna á E3 leikjaráðstefnunni í Los Angeles í dag. Tækið er kallað Wonderbook og er í raun gagnvirk bók sem spilarar nota samhliða leikjatölvunni. Rithöfundurinn J.K. Rowling hefur unnið að þróun Wonderbook með Sony. Hún skrifaði einnig fyrstu bókina sem kemur út fyrir tækið en hún nefnist Galdrabókin (e. The Book of Spells). Verkefni spilara er að útskrifast úr galdraskólanum Hogwarts en til þess þurfa þeir að munda töfrasprota og draga upp vandaða galdrastafi. „Muggar komast aldrei jafn nálægt raunverulegri galdrabók og með Wonderbook,“ sagði Rowling. „Það var frábært að vinna með Sony og það er gaman að sjá galdrana mína vakna til lífsins. Þetta er ótrúlegt tæki sem dýpkar lestrarreynsluna verulega.“ Wonderbook fer í sölu seinna á þessu ári en Sony hefur opinberað að fjöldi ritverka sé væntanlegur fyrir jaðartækið, bæði skáldsögur og fræðibækur. Hægt er að sjá kynningarmyndband fyrir Wonderbook hér fyrir ofan.
Leikjavísir Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið