Áhugi Frakka á íslenskri matargerð að aukast Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. júní 2012 10:42 Berglind Ásgeirsdóttir sendiherra Frakka í sendiráðsbústaðnum í París. mynd/ elly. Áhugi Frakka á íslenskum mat hefur aukist mikið að undanförnu, segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslendinga í Frakklandi. Vísir náði tali af henni í sendiráðsbústaðnum í París fyrir helgi. „Það hafa verið þrjár kynningar á íslenskum mat hérna á mjög stuttum tíma," segir Berglind í samtali við Vísi. Hún bendir á að formaður heimssamtaka kokka sé Íslendingur, Gissur Guðmundsson, og hann hafi aðstöðu í sendiráðinu í París. „Í gegnum hann höfum við náð inn í þekkta matreiðsluskóla eins og Le Cordon Bleu og það er alveg ljóst að það sem hann er að gera vekur mikinn áhuga á íslenskri matarmenningu," segir Berglind. Berglind bendir á að hingað til hafi Íslendingar alltaf talað um að þeir hefðu úrvals hráefni. „Að við séum með stórkostlega fisk og lambakjöt, en matreiðslan og ímynd skiptir miklu máli," segir Berglind. Frakkar séu í auknu mæli farnir að tileinka sér íslenska matargerð í heild sinni. Matur Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið
Áhugi Frakka á íslenskum mat hefur aukist mikið að undanförnu, segir Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslendinga í Frakklandi. Vísir náði tali af henni í sendiráðsbústaðnum í París fyrir helgi. „Það hafa verið þrjár kynningar á íslenskum mat hérna á mjög stuttum tíma," segir Berglind í samtali við Vísi. Hún bendir á að formaður heimssamtaka kokka sé Íslendingur, Gissur Guðmundsson, og hann hafi aðstöðu í sendiráðinu í París. „Í gegnum hann höfum við náð inn í þekkta matreiðsluskóla eins og Le Cordon Bleu og það er alveg ljóst að það sem hann er að gera vekur mikinn áhuga á íslenskri matarmenningu," segir Berglind. Berglind bendir á að hingað til hafi Íslendingar alltaf talað um að þeir hefðu úrvals hráefni. „Að við séum með stórkostlega fisk og lambakjöt, en matreiðslan og ímynd skiptir miklu máli," segir Berglind. Frakkar séu í auknu mæli farnir að tileinka sér íslenska matargerð í heild sinni.
Matur Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið