Opið hús hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur 15. júní 2012 16:03 Elliðaárnar eru fallegar. Hér er horft yfir staðina Steininn og Holuna. Mynd / Trausti Hafliðason Stangaveiðifélag Reykjavíkur verður með opið hús á þriðjudaginn. Tilefnið er tvíþætt, annars vegar að félagið er nýflutt í ný húsakynni í Elliðaárdal og hins vegar að veiði hefst í Elliðaánum á miðvikudaginn. Þetta kemur fram á vef SVFR. Dagskráin hefst klukkan 17 og stendur til 19.30. Boðið verður upp á grillmat, þá verður kastsýning og veiðistaðaráðgjöf. Allir félagsmenn sem koma geta skráð sig í happdrætti og verða fjórir vinningar í boðið, veiði eftir hádegi í Elliðaánum opnunardaginn 20. júní. Dagskráin:Frá kl. 17-19.30: Grill og gos - Pylsur á grillinu og allir fá gos með. Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, grillar.Klukkan 18: Jói í Veiðihorninu verður með kastsýningu á einhendu og tvíhendu, landsfrægur kastari hér á ferð. Sýniningin fer fram á túninu við hliðina á bílastæðinu við skrifstofuna.Veiðistaðaráðgjöf - Veiðiráðgjafar sitja fyrir svörum um veiðistaði í Norðurá, Langá, Laxá í Dölum, Nessvæðinu í Aðaldal og Elliðaánum. Gott verður að leita til þeirra um hvernig eigi að veiða þessar ár.Klukkan 18.55: Happahylurinn - Dregnir fjórir vinningar úr happahylnum, veiðileyfi eftir hádegi opnunardaginn í Elliðaánum, 20. júní. Eingöngu félagsmenn eru gjaldgengir í happahylinn.Klukkan 19-19.30: Veiðistaðir í Elliðaánum - Dagskráin endar á gönguveiðistaðaleiðsögn í Elliðaánum, frá Ullarfossi og niður í ós. Stangveiði Mest lesið Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði
Stangaveiðifélag Reykjavíkur verður með opið hús á þriðjudaginn. Tilefnið er tvíþætt, annars vegar að félagið er nýflutt í ný húsakynni í Elliðaárdal og hins vegar að veiði hefst í Elliðaánum á miðvikudaginn. Þetta kemur fram á vef SVFR. Dagskráin hefst klukkan 17 og stendur til 19.30. Boðið verður upp á grillmat, þá verður kastsýning og veiðistaðaráðgjöf. Allir félagsmenn sem koma geta skráð sig í happdrætti og verða fjórir vinningar í boðið, veiði eftir hádegi í Elliðaánum opnunardaginn 20. júní. Dagskráin:Frá kl. 17-19.30: Grill og gos - Pylsur á grillinu og allir fá gos með. Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, grillar.Klukkan 18: Jói í Veiðihorninu verður með kastsýningu á einhendu og tvíhendu, landsfrægur kastari hér á ferð. Sýniningin fer fram á túninu við hliðina á bílastæðinu við skrifstofuna.Veiðistaðaráðgjöf - Veiðiráðgjafar sitja fyrir svörum um veiðistaði í Norðurá, Langá, Laxá í Dölum, Nessvæðinu í Aðaldal og Elliðaánum. Gott verður að leita til þeirra um hvernig eigi að veiða þessar ár.Klukkan 18.55: Happahylurinn - Dregnir fjórir vinningar úr happahylnum, veiðileyfi eftir hádegi opnunardaginn í Elliðaánum, 20. júní. Eingöngu félagsmenn eru gjaldgengir í happahylinn.Klukkan 19-19.30: Veiðistaðir í Elliðaánum - Dagskráin endar á gönguveiðistaðaleiðsögn í Elliðaánum, frá Ullarfossi og niður í ós.
Stangveiði Mest lesið Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Bræður börðust við maríulaxana á sama tíma! Veiði Elliðavatn kraumaði í morgun Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Góð rjúpnaveiði á heiðum norðanlands Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Hátt í 500 fiskar komnir á land úr Köldukvísl Veiði