Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði 27. júní 2012 23:39 Laxinn var mættur í Kerið, þennan stórkostlega veiðistað í Gljúfurá. Mynd/Svavar Hávarðsson Gljúfurá í Borgarfirði var opnuð veiðimönnum á mánudagsmorgun. Nokkuð líf var í ánni og fisk að finna upp á efstu veiðistaði, segir á vef SVFR. Samkvæmt upplýsingum frá veiðimönnum þá er ólag á laxateljaranum, og í raun hefur hann verið ónothæfur frá því hann var settur niður um sl. mánaðarmót. Því eru engar upplýsingar um göngur í Gljúfurá fram til þessa en miðað við það menn sáu í ánni er nokkuð af laxi gengið. Opnunarhollið veiddi einn og hálfan dag, setti í níu laxa og landaði fimm þeirra. Um var að ræða hefðbundna Gljúfurársmálaxa. Laxar sáust í Skurðinum, Kerinu, Húshyljunum, Rennum, Fossbergi og í efstu veiðistöðunum í gljúfrinu. Það lítur því ágætlega út fyrir þá sem eiga leyfi á næstunni í Gljúfurá. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Það eru lika stórir laxar í Grímsá Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Ytri-Rangá: Tólf stórlaxar upp fyrir Ægissíðufoss! Veiði Veiðin að glæðast í Soginu Veiði Bjarni Júlíusson fyrrum formaður SVFR með laxveiðispá fyrir sumarið Veiði Veiðistaðakynning við Sog Bíldsfell á sunnudaginn Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Litlar breytingar á listanum í veiðiánum Veiði 41 lax á land í Eystri Rangá í dag Veiði
Gljúfurá í Borgarfirði var opnuð veiðimönnum á mánudagsmorgun. Nokkuð líf var í ánni og fisk að finna upp á efstu veiðistaði, segir á vef SVFR. Samkvæmt upplýsingum frá veiðimönnum þá er ólag á laxateljaranum, og í raun hefur hann verið ónothæfur frá því hann var settur niður um sl. mánaðarmót. Því eru engar upplýsingar um göngur í Gljúfurá fram til þessa en miðað við það menn sáu í ánni er nokkuð af laxi gengið. Opnunarhollið veiddi einn og hálfan dag, setti í níu laxa og landaði fimm þeirra. Um var að ræða hefðbundna Gljúfurársmálaxa. Laxar sáust í Skurðinum, Kerinu, Húshyljunum, Rennum, Fossbergi og í efstu veiðistöðunum í gljúfrinu. Það lítur því ágætlega út fyrir þá sem eiga leyfi á næstunni í Gljúfurá. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Það eru lika stórir laxar í Grímsá Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Ytri-Rangá: Tólf stórlaxar upp fyrir Ægissíðufoss! Veiði Veiðin að glæðast í Soginu Veiði Bjarni Júlíusson fyrrum formaður SVFR með laxveiðispá fyrir sumarið Veiði Veiðistaðakynning við Sog Bíldsfell á sunnudaginn Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Litlar breytingar á listanum í veiðiánum Veiði 41 lax á land í Eystri Rangá í dag Veiði