Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Svavar Hávarðsson skrifar 21. júní 2012 11:35 Svona byrjaði þetta í gær. Ásgeir Heiðar losar úr fyrsta laxi sumarsins sem voru orðnir 31 áður en dagur rann. Mynd/GVA Nú liggur fyrir að Elliðaárnar skiluðu 31 laxi á fyrsta degi, og er það mjög til efs að hægt sé að finna betri opnun í ánni í seinni tíð. Eins og Veiðivísir sagði frá í gær veiddust 16 laxar á fyrstu vaktinni og fjórir bættust við fyrsta klukkutímann á seinni vaktinni. Eftir það hefur flugan komið sterk inn því svo háar veiðitölur útiloka að fleiri en 16 laxar hafi veiðst á maðk. Hafa ber hugfast að þetta er veiði á aðeins fjórar stangir. Þetta er sirka tvöfaldur kvótinn á allar stangirnar!! Tölur frá Þorsteini Þorsteinssyni frá Skálpastöðum vekja líka athygli hvað varðar Brennuna í Hvítá, sem eru ármót Þverár og Kjarrár. Ármótin hafa gefið sjö löxum meira en árnar; 47 á móti 40. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði 18 laxar á land í Urriðafossi Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði
Nú liggur fyrir að Elliðaárnar skiluðu 31 laxi á fyrsta degi, og er það mjög til efs að hægt sé að finna betri opnun í ánni í seinni tíð. Eins og Veiðivísir sagði frá í gær veiddust 16 laxar á fyrstu vaktinni og fjórir bættust við fyrsta klukkutímann á seinni vaktinni. Eftir það hefur flugan komið sterk inn því svo háar veiðitölur útiloka að fleiri en 16 laxar hafi veiðst á maðk. Hafa ber hugfast að þetta er veiði á aðeins fjórar stangir. Þetta er sirka tvöfaldur kvótinn á allar stangirnar!! Tölur frá Þorsteini Þorsteinssyni frá Skálpastöðum vekja líka athygli hvað varðar Brennuna í Hvítá, sem eru ármót Þverár og Kjarrár. Ármótin hafa gefið sjö löxum meira en árnar; 47 á móti 40. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði Veiði í einni lengstu á landsins að hefjast Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði 18 laxar á land í Urriðafossi Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði