Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru 17. ágúst 2012 18:53 Fallegum smálaxi landað í Hítará í sumar. Þegar Veiðivísir leit við á bakkanum sauð Breiðan af laxi, svo alltaf virtist lax á lofti. Mynd/Svavar Hávarðsson Veiði hefur verið með ágætum í sumar í Hítará á Mýrum. Þó hefur síðasta vika verið með öllu óveiðandi vegna flóða, en áin hefur bæði verið lituð og vatnsmikil. Á vef SVFR er haft eftir kunnugum við Hítará að áin hafi vaxið gríðarlega mikið í vatnsviðrinu síðastliðna helgi, en ólíkt öðrum ám á Mýrum er Hítará mjög lengi að sjatna og því hefur síðastliðin vika verið nánast óveiðandi. Það var fyrst í morgun sem að grjót á Breiðunni og í Kverk fóru að verða sjáanleg, en veiðimenn hafa nánast eingöngu getað horft á ána böðlast án þess að möguleiki væri til að bleyta í færi. Hollið sem fékk byrjunina á rigningunni, dagana 7-10. ágúst, gerði hins vegar ágætis veiði og landaði 27 löxum. En síðan þá hefur áin verið óveiðandi. Til bókar hafa verið færðir um 340 laxar á aðalsvæðinu, og því ætti Hítará ásamt Grjótá og Tálma að vera í um 400 laxa veiði ef allt er talið. Verður það að teljast með ágætum því enn lifir góður mánuður af veiðitímanum og útlit fyrir ágætis útkomu í sumar. Næstu holl gætu fengið kjöraðstæður því líkt og áður segir er áin fyrst að byrja að sjatna núna eftir flóðin. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði Lifnar yfir Syðri Brú Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Blanda gefur enn vel Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði Viltu vinna veiðileyfi? Veiði
Veiði hefur verið með ágætum í sumar í Hítará á Mýrum. Þó hefur síðasta vika verið með öllu óveiðandi vegna flóða, en áin hefur bæði verið lituð og vatnsmikil. Á vef SVFR er haft eftir kunnugum við Hítará að áin hafi vaxið gríðarlega mikið í vatnsviðrinu síðastliðna helgi, en ólíkt öðrum ám á Mýrum er Hítará mjög lengi að sjatna og því hefur síðastliðin vika verið nánast óveiðandi. Það var fyrst í morgun sem að grjót á Breiðunni og í Kverk fóru að verða sjáanleg, en veiðimenn hafa nánast eingöngu getað horft á ána böðlast án þess að möguleiki væri til að bleyta í færi. Hollið sem fékk byrjunina á rigningunni, dagana 7-10. ágúst, gerði hins vegar ágætis veiði og landaði 27 löxum. En síðan þá hefur áin verið óveiðandi. Til bókar hafa verið færðir um 340 laxar á aðalsvæðinu, og því ætti Hítará ásamt Grjótá og Tálma að vera í um 400 laxa veiði ef allt er talið. Verður það að teljast með ágætum því enn lifir góður mánuður af veiðitímanum og útlit fyrir ágætis útkomu í sumar. Næstu holl gætu fengið kjöraðstæður því líkt og áður segir er áin fyrst að byrja að sjatna núna eftir flóðin. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði Lifnar yfir Syðri Brú Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Blanda gefur enn vel Veiði Stórfiskar í Geirlandsá Veiði Viltu vinna veiðileyfi? Veiði