Stóra Laxá III: 16 laxar á níu tímum! 15. september 2012 18:41 Stóra Laxá í Hreppum er eitt fallegasta veiðisvæði hér á landinu. Mynd/Svavar Haustævintýrin eru að hellast yfir veiðimenn í Stóru Laxá í Hreppum. Á agn.is segir frá því að stórlax sé að veiðast um alla á, en alls staðar er prýðileg veiði. Hins vegar verður að viðurkennast að ævintýri veiðimanna á svæði III eru meira en væntingar stóðu til en holl sem hóf veiðar klukkan sjö í gærkvöldi var búið að landa 16 löxum í hádeginu í dag. Aðeins er veitt á tvær stangir á þessu minnsta veiðisvæði Stóru Laxár, svo veiðin er með ólíkindum. Síðustu þrjár vaktir á svæði I&II hafa gefið um 30 laxa. Á svæði IV er fiskur vel dreifður og menn hafa sett í hann víða á undanförnum dögum, segir í fréttinni. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði
Haustævintýrin eru að hellast yfir veiðimenn í Stóru Laxá í Hreppum. Á agn.is segir frá því að stórlax sé að veiðast um alla á, en alls staðar er prýðileg veiði. Hins vegar verður að viðurkennast að ævintýri veiðimanna á svæði III eru meira en væntingar stóðu til en holl sem hóf veiðar klukkan sjö í gærkvöldi var búið að landa 16 löxum í hádeginu í dag. Aðeins er veitt á tvær stangir á þessu minnsta veiðisvæði Stóru Laxár, svo veiðin er með ólíkindum. Síðustu þrjár vaktir á svæði I&II hafa gefið um 30 laxa. Á svæði IV er fiskur vel dreifður og menn hafa sett í hann víða á undanförnum dögum, segir í fréttinni. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði