Vija bætta aðstöðu til að efla bryggjuveiði í Reykjavík Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. september 2012 08:15 Ágætlega aflast hjá bryggjuveiðimönnunm í Reykjavíkurhöfn að sögn þeirra sem til þekkja. Mynd / HAG Tveir áhugamenn um bryggjuveiði hafa sent stjórn Faxaflóahafna tillögur um það hvernig bæta megi aðstöðu til slíkra veiða í gömlu höfninni í Reykjavík. „Segja má að nokkur hópur veiðimanna stundi þessar veiðar reglulega og þá í seinni tíð aðallega á Skarfagarði," segir í bréfi Helga Laxdal og Hermanns Bridde. Benda þeir á að nú þegar láni Faxaflóahafnir úr björgunarvesti fyrir dorgveiðimenn á verðbúðarbryggjum í Vesturhöfninni. „Talsverð þróun hefur verið í þessum veiðum gegn um tíðina, Innflytjendur hafa flutt með sér aðra tækni við strandveiði í sjó sem gerir þem kleift að koma agni umtalsvert lengra frá fjöru en áður tíðkaðist auk þess sem breytingar fiskgengd, til dæmis makríls, hefur haft umtalsverð áhrif á áhuga fólks fyrir bryggjuveiði," segja þeir félagar. Helgi og Hermann segja að til þess að stuðla að aukinni bryggjuveiði þurfi að skapa aðstöðu þar sem ekki sé mikil umferð skipa eða bíla, aðgengi sé gott og möguleiki á útvegun björgunarvesta. Faxagarður, Grófarbakki og Verbúðarbryggjur komi helst til greina. „Kostnaður við þessar endurbætur ætti ekki að þurfa að vera mikill en gæti orðið til þess að að fleiri nýttu tækifærið að freista gæfunnar við bryggjuveiði," segja tvímenningarnir. Þess smá geta að hafnarstjórnin hefur áður samþykkt að kannað verði hvernig bæta megi aðstöðu dorgveiðimanna og fól hafnarstjóra að skoða þau mál áfram. Stangveiði Mest lesið Sjö laxar fyrsta daginn í Þverá Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Veiði Elliðavatn opnar á fimmtudag Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði 101 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði
Tveir áhugamenn um bryggjuveiði hafa sent stjórn Faxaflóahafna tillögur um það hvernig bæta megi aðstöðu til slíkra veiða í gömlu höfninni í Reykjavík. „Segja má að nokkur hópur veiðimanna stundi þessar veiðar reglulega og þá í seinni tíð aðallega á Skarfagarði," segir í bréfi Helga Laxdal og Hermanns Bridde. Benda þeir á að nú þegar láni Faxaflóahafnir úr björgunarvesti fyrir dorgveiðimenn á verðbúðarbryggjum í Vesturhöfninni. „Talsverð þróun hefur verið í þessum veiðum gegn um tíðina, Innflytjendur hafa flutt með sér aðra tækni við strandveiði í sjó sem gerir þem kleift að koma agni umtalsvert lengra frá fjöru en áður tíðkaðist auk þess sem breytingar fiskgengd, til dæmis makríls, hefur haft umtalsverð áhrif á áhuga fólks fyrir bryggjuveiði," segja þeir félagar. Helgi og Hermann segja að til þess að stuðla að aukinni bryggjuveiði þurfi að skapa aðstöðu þar sem ekki sé mikil umferð skipa eða bíla, aðgengi sé gott og möguleiki á útvegun björgunarvesta. Faxagarður, Grófarbakki og Verbúðarbryggjur komi helst til greina. „Kostnaður við þessar endurbætur ætti ekki að þurfa að vera mikill en gæti orðið til þess að að fleiri nýttu tækifærið að freista gæfunnar við bryggjuveiði," segja tvímenningarnir. Þess smá geta að hafnarstjórnin hefur áður samþykkt að kannað verði hvernig bæta megi aðstöðu dorgveiðimanna og fól hafnarstjóra að skoða þau mál áfram.
Stangveiði Mest lesið Sjö laxar fyrsta daginn í Þverá Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði Loksins spáð rigningu sem gæti lífgað uppá veiðina Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði Lifnar yfir Laxá í Aðaldal Veiði Elliðavatn opnar á fimmtudag Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði 101 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði