Brandarinn endist ekki í heila plötu Trausti Júlíusson skrifar 22. október 2012 12:17 Joddi's Dream Lost in Paradise Eigin útgáfa Það eru starfandi alls konar hljómsveitir. Joddi?s Dream er í flokki grínsveita. Hún mun hafa verið stofnuð árið 1993, til að "endurvekja LA-glysrokkið sem átti undir högg að sækja". Sveitin hefur verið til síðan og heldur sig við upprunalega markmiðið. Eins og sjá má á myndinni á framhlið umslagsins á nýju plötunni hennar. Lost in Paradise, þá leika spandex-buxur og hárkollur stórt hlutverk hjá meðlimum Joddi?s Dream. Þetta er alls ekki alslæm plata. Þeir félagar bregða fyrir sig ýmsum kunnuglegum riffum og töktum úr heimi glys- og þungarokksins og komast ágætlega frá lagasmíðum, söng og hljóðfæraleik. Það eru nokkrir skemmtilegir slagarar á plötunni; ég nefni Ready to Rock, Makin? Bacon, Lost in Paradise og Rockdriver. Textarnir eru í stíl við lögin. Platan nær samt ekki alveg að halda athygli manns út í gegn. Brandarinn endist ekki alveg í heila plötu og sum laganna eru frekar dapurleg. Í kynningartexta með plötunni er talað um að Joddi?s Dream sé hljóðvershljómsveit. Þetta er samt tónlist sem virkar örugglega best á pöbbnum á þriðja glasi. Á heildina litið er Lost in Paradise alveg þokkaleg grínrokkplata, en ekki meira en það. Niðurstaða: Hárkollur, spandex og nokkur ágæt lög. Gagnrýni Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Joddi's Dream Lost in Paradise Eigin útgáfa Það eru starfandi alls konar hljómsveitir. Joddi?s Dream er í flokki grínsveita. Hún mun hafa verið stofnuð árið 1993, til að "endurvekja LA-glysrokkið sem átti undir högg að sækja". Sveitin hefur verið til síðan og heldur sig við upprunalega markmiðið. Eins og sjá má á myndinni á framhlið umslagsins á nýju plötunni hennar. Lost in Paradise, þá leika spandex-buxur og hárkollur stórt hlutverk hjá meðlimum Joddi?s Dream. Þetta er alls ekki alslæm plata. Þeir félagar bregða fyrir sig ýmsum kunnuglegum riffum og töktum úr heimi glys- og þungarokksins og komast ágætlega frá lagasmíðum, söng og hljóðfæraleik. Það eru nokkrir skemmtilegir slagarar á plötunni; ég nefni Ready to Rock, Makin? Bacon, Lost in Paradise og Rockdriver. Textarnir eru í stíl við lögin. Platan nær samt ekki alveg að halda athygli manns út í gegn. Brandarinn endist ekki alveg í heila plötu og sum laganna eru frekar dapurleg. Í kynningartexta með plötunni er talað um að Joddi?s Dream sé hljóðvershljómsveit. Þetta er samt tónlist sem virkar örugglega best á pöbbnum á þriðja glasi. Á heildina litið er Lost in Paradise alveg þokkaleg grínrokkplata, en ekki meira en það. Niðurstaða: Hárkollur, spandex og nokkur ágæt lög.
Gagnrýni Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira