23 þúsund manns sjá Frostrósir, Jólagesti Björgvins og Baggalút 29. nóvember 2012 10:53 Baggalútur nálgast Jólagesti Björgvins í vinsældum. Frostrósir enn á toppnum. Búist er við að um 23 þúsund miðar seljist samanlagt á jólatónleika Baggalúts, Björgvins Halldórssonar og Frostrósa fyrir þessi jól. Baggalútur er farinn að nálgast Jólagesti Björgvins mjög í vinsældum. Grallararnir halda níu jólatónleika í ár, sem þegar er uppselt á. Seldir miðar eru í kringum fimm þúsund í heildina. Þrennir tónleikar eru afstaðnir í Hofi á Akureyri og einir verða á Akranesi í kvöld. Fimm verða svo í Háskólabíói í desember. Baggalútsmenn hafa aldrei áður haldið jafnmarga jólatónleika á einu ári. "Fólk fær útrás fyrir Baggalút í desember. Svo fáum við mestmegnis að vera í fríi aðra mánuði ársins," segir Bragi Valdimar Skúlason. "Ég veit ekki hvenær við fáum að hætta þessu. Fólk er farið að heimta miða í ágúst. Jólahefðir, þær eru svolítið sérstakar." Spurður hvort Baggalútur eigi eftir að halda áfram með jólatónleika næstu tuttugu árin segir hann: "Mér sýnist allt stefna í það. Við verðum sennilega ellidauðir í einhverjum jólafíling." Þess má geta að enn eitt jólalagið frá Baggalúti er væntanlegt og heitir það Heims um bóleró. Jólagestir Björgvins hafa fest sig í sessi undanfarin ár. Tvennir tónleikar verða haldnir í Laugardalshöll 15. desember. Uppselt er á þá síðari klukkan 21 en enn eru til miðar á þá fyrri sem verða kl. 16. Líklegt er að þeir miðar seljist upp og samanlagt verða því um sex þúsund manns sem sjá Bó og félaga í Höllinni. "Þetta er sjöunda árið sem ég er með þetta og það er enn mikill áhugi á þessu. Það hefur bæst svolítið í tónleikaflóruna því það er mikið af afþreyingu og tónleikum af öllu tagi fyrir jólin. Við reynum að halda miðaverðinu í skefjum en sláum ekkert af gæðunum," segir Björgvin. Frostrósir eru vinsælastar fyrir þessi jól. Hátt í átta þúsund miðar hafa selst á fimm tónleika þeirra í Eldborgarsal Hörpunnar fyrir jólin. Um er að ræða ferna hefðbundna Frostrósatónleika og eina Klassík-tónleika. Tilkynnt hefur verið um aukatónleika fyrir báðar tegundirnar. Þrennir tónleikar verða einnig haldnir í Hofi á Akureyri og er uppselt á eina þeirra. Samkvæmt Samúel Kristjánssyni hjá Frostrósum hafa samanlagt selst um níu til tíu þúsund miðar á alla tónleikana í desember. „Það hafa aldrei verið haldir Frostrósatónleikar sem ekki selst upp á. Við erum í skýjunum með að halda okkar hlut.“ Jólafréttir Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira
Baggalútur nálgast Jólagesti Björgvins í vinsældum. Frostrósir enn á toppnum. Búist er við að um 23 þúsund miðar seljist samanlagt á jólatónleika Baggalúts, Björgvins Halldórssonar og Frostrósa fyrir þessi jól. Baggalútur er farinn að nálgast Jólagesti Björgvins mjög í vinsældum. Grallararnir halda níu jólatónleika í ár, sem þegar er uppselt á. Seldir miðar eru í kringum fimm þúsund í heildina. Þrennir tónleikar eru afstaðnir í Hofi á Akureyri og einir verða á Akranesi í kvöld. Fimm verða svo í Háskólabíói í desember. Baggalútsmenn hafa aldrei áður haldið jafnmarga jólatónleika á einu ári. "Fólk fær útrás fyrir Baggalút í desember. Svo fáum við mestmegnis að vera í fríi aðra mánuði ársins," segir Bragi Valdimar Skúlason. "Ég veit ekki hvenær við fáum að hætta þessu. Fólk er farið að heimta miða í ágúst. Jólahefðir, þær eru svolítið sérstakar." Spurður hvort Baggalútur eigi eftir að halda áfram með jólatónleika næstu tuttugu árin segir hann: "Mér sýnist allt stefna í það. Við verðum sennilega ellidauðir í einhverjum jólafíling." Þess má geta að enn eitt jólalagið frá Baggalúti er væntanlegt og heitir það Heims um bóleró. Jólagestir Björgvins hafa fest sig í sessi undanfarin ár. Tvennir tónleikar verða haldnir í Laugardalshöll 15. desember. Uppselt er á þá síðari klukkan 21 en enn eru til miðar á þá fyrri sem verða kl. 16. Líklegt er að þeir miðar seljist upp og samanlagt verða því um sex þúsund manns sem sjá Bó og félaga í Höllinni. "Þetta er sjöunda árið sem ég er með þetta og það er enn mikill áhugi á þessu. Það hefur bæst svolítið í tónleikaflóruna því það er mikið af afþreyingu og tónleikum af öllu tagi fyrir jólin. Við reynum að halda miðaverðinu í skefjum en sláum ekkert af gæðunum," segir Björgvin. Frostrósir eru vinsælastar fyrir þessi jól. Hátt í átta þúsund miðar hafa selst á fimm tónleika þeirra í Eldborgarsal Hörpunnar fyrir jólin. Um er að ræða ferna hefðbundna Frostrósatónleika og eina Klassík-tónleika. Tilkynnt hefur verið um aukatónleika fyrir báðar tegundirnar. Þrennir tónleikar verða einnig haldnir í Hofi á Akureyri og er uppselt á eina þeirra. Samkvæmt Samúel Kristjánssyni hjá Frostrósum hafa samanlagt selst um níu til tíu þúsund miðar á alla tónleikana í desember. „Það hafa aldrei verið haldir Frostrósatónleikar sem ekki selst upp á. Við erum í skýjunum með að halda okkar hlut.“
Jólafréttir Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Rífandi stemning í Reykjadal Lífið Fleiri fréttir Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Sjá meira