Glæsimenni og glaumgosar geisluðu á Herrafatasýningu Kormáks og Skjaldar 6. desember 2012 16:30 Myndir/Vilhelm Hin árlega herrafatasýning Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar var haldin í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudagskvöld. Fullt hús áhorfenda skemmti sér konunglega þegar leikarar, glaumgosar og önnur glæsimenni komu fram í fatnaði verslunarinnar. Herrafatasýningin er orðinn fastur punktur í skemmtanaflóru Reykvíkinga. Hún hefur verið haldin í fjölmörg ár og einkennist jafnan af mikilli gleði, húmor og stemmningu. Fengnir eru þjóðþekktir menn til að koma fram, bæði til að sýna fatnaðinn og hin ýmsu atriði. Sýningin í ár var ekki frábrugðin að þessu leyti. Fríður flokkur strunsaði fram og aftur sviðið undir taktföstu undirspili sveitarinnar Hr. Ingi R. á meðan kynnarnir Ragnar Ísleifur Bragason og Karl Th. Birgisson héldu utan um herlegheitin. Logi Bergmann Eiðsson, Ari Eldjárn, Herbert Guðmundsson, Dúettinn Djass og fleiri skemmtu síðan gestum af sinni alkunnu snilli á meðan sýningardrengir skiptu um klæðnað baksviðs. Einnig stigu á stokk þingmennirnir Guðmundur Steingrimsson og Björn Valur Gíslason vopnaðir harmonikku og gítar. Þeir fluttu af miklum krafti blússlagarann Roðlaust og beinlaust, sem Björn Valur hefur áður gert frægan með samnefndri hljómsveit. Einna mesta athygli vakti síðan glæný lína fatamerkisins Kormákur & Skjöldur, sem fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson hannaði, og rennur nú út eins og heitar lummur að sögn búðardrengja hjá Kormáki og Skildi. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari tók fjölda mynda baksviðs á sýningunni sem og frammi í sal. Smellið á myndina hér fyrir ofan til að fletta safninu.Herbert Guðmundsson og Lísa Dögg Helgadóttir.Árni Vilhjálmsson tónlistarmaður og Hilmar Guðjónsson leikari.Sindri Kjartansson, Arnþrúður Dögg, Sigtryggur Magnason og Svandís Einarsdóttir. Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Hin árlega herrafatasýning Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar var haldin í Þjóðleikhúskjallaranum á miðvikudagskvöld. Fullt hús áhorfenda skemmti sér konunglega þegar leikarar, glaumgosar og önnur glæsimenni komu fram í fatnaði verslunarinnar. Herrafatasýningin er orðinn fastur punktur í skemmtanaflóru Reykvíkinga. Hún hefur verið haldin í fjölmörg ár og einkennist jafnan af mikilli gleði, húmor og stemmningu. Fengnir eru þjóðþekktir menn til að koma fram, bæði til að sýna fatnaðinn og hin ýmsu atriði. Sýningin í ár var ekki frábrugðin að þessu leyti. Fríður flokkur strunsaði fram og aftur sviðið undir taktföstu undirspili sveitarinnar Hr. Ingi R. á meðan kynnarnir Ragnar Ísleifur Bragason og Karl Th. Birgisson héldu utan um herlegheitin. Logi Bergmann Eiðsson, Ari Eldjárn, Herbert Guðmundsson, Dúettinn Djass og fleiri skemmtu síðan gestum af sinni alkunnu snilli á meðan sýningardrengir skiptu um klæðnað baksviðs. Einnig stigu á stokk þingmennirnir Guðmundur Steingrimsson og Björn Valur Gíslason vopnaðir harmonikku og gítar. Þeir fluttu af miklum krafti blússlagarann Roðlaust og beinlaust, sem Björn Valur hefur áður gert frægan með samnefndri hljómsveit. Einna mesta athygli vakti síðan glæný lína fatamerkisins Kormákur & Skjöldur, sem fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson hannaði, og rennur nú út eins og heitar lummur að sögn búðardrengja hjá Kormáki og Skildi. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari tók fjölda mynda baksviðs á sýningunni sem og frammi í sal. Smellið á myndina hér fyrir ofan til að fletta safninu.Herbert Guðmundsson og Lísa Dögg Helgadóttir.Árni Vilhjálmsson tónlistarmaður og Hilmar Guðjónsson leikari.Sindri Kjartansson, Arnþrúður Dögg, Sigtryggur Magnason og Svandís Einarsdóttir.
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira