Klassískt og kraftmikið Trausti Júlíusson skrifar 15. janúar 2012 20:00 Tónlist. Open a Window. Solla Soulful. Solla Soulful er söngkonan og lagahöfundurinn Sólveig Þórðardóttir. Open a Vindow er hennar fyrsta plata. Á henni eru ellefu lög, tíu þeirra eru eftir Sollu sjálfa (bæði tónlistin og textarnir), en það ellefta er Bítlalagið Oh Darling í nýrri útsetningu. Solla, sem er útskrifuð úr djass- og rokkbraut tónlistarskóla FÍH, er fín söngkona og efnilegur lagasmiður. Tónlistin á Open A Window er klassísk og á köflum kraftmikil blanda af sálartónlist og blúsuðu rokki. Það er ekki verið að kanna ný svæði tónlistarlega hér, en lögin eru mörg fín og flutningurinn er mjög góður, bæði hjá Sollu og hljómsveitinni hennar sem er skipuð gítarleikaranum Ragnari Emilssyni, bassaleikaranum Inga Birni Ingasyni, trommuleikaranum Agli Erni Rafnssyni og hljómborðsleikaranum Kjartani Valdemarssyni. Platan er ágætlega heppnuð sem heild, en einna hæst finnst mér hún samt rísa í laginu Sir x, sem er sérstaklega kraftmikið. Á heildina litið er Open A Window fín frumraun frá efnilegri söngkonu og lagasmið. Niðurstaða: Kraftmikil blanda af blúsuðu rokki og sálartónlist frá Sólveigu Þórðardóttur. Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist. Open a Window. Solla Soulful. Solla Soulful er söngkonan og lagahöfundurinn Sólveig Þórðardóttir. Open a Vindow er hennar fyrsta plata. Á henni eru ellefu lög, tíu þeirra eru eftir Sollu sjálfa (bæði tónlistin og textarnir), en það ellefta er Bítlalagið Oh Darling í nýrri útsetningu. Solla, sem er útskrifuð úr djass- og rokkbraut tónlistarskóla FÍH, er fín söngkona og efnilegur lagasmiður. Tónlistin á Open A Window er klassísk og á köflum kraftmikil blanda af sálartónlist og blúsuðu rokki. Það er ekki verið að kanna ný svæði tónlistarlega hér, en lögin eru mörg fín og flutningurinn er mjög góður, bæði hjá Sollu og hljómsveitinni hennar sem er skipuð gítarleikaranum Ragnari Emilssyni, bassaleikaranum Inga Birni Ingasyni, trommuleikaranum Agli Erni Rafnssyni og hljómborðsleikaranum Kjartani Valdemarssyni. Platan er ágætlega heppnuð sem heild, en einna hæst finnst mér hún samt rísa í laginu Sir x, sem er sérstaklega kraftmikið. Á heildina litið er Open A Window fín frumraun frá efnilegri söngkonu og lagasmið. Niðurstaða: Kraftmikil blanda af blúsuðu rokki og sálartónlist frá Sólveigu Þórðardóttur.
Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning