Í góðri stemningu á Sundance 28. janúar 2012 09:00 Ánægð Eva María er himinlifandi yfir viðtökunum á myndinni Goats á Sundance-hátíðinni en hún er meðframleiðandi að myndinni. „Hér er góð stemning og rosalega mikið af fólki í bænum," segir Eva María Daníels, framleiðandi en hún er stödd í Utah þar sem hún frumsýndi myndina Goats á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Eva María hefur starfað við framleiðslu kvikmynda í Los Angeles í dágóðan tíma og getið sér góðs orðs innan kvikmyndabransans en hún er meðframleiðandi að myndinni Goats. Myndin skartar þeim David Duchovny, Veru Farmiga, Graham Philips, Keri Russell og Ty Burrell en hann er þekktur úr sjónvarpsþáttunum vinsælu Modern Family. Allir leikararnir voru mættir á Sundance til að fylgja myndinni eftir en hún var frumsýnd fyrir fullu húsi á hátíðinni og hefur Duchovny verið sérstaklega hrósað fyrir frammistöðu sína. „Við sýndum myndina í stærsta bíóinu hérna sem tekur um 1.300 manns og það var alveg stappað. Eftir myndina var spurt og svarað með leikurum og leikstjóra. Þá fengum við smjörþefinn af viðbrögðum áhorfenda sem voru mjög góð," segir Eva María og bætir við að allir í tökuliðinu séu mjög ánægðir með viðtökurnar. Ýmislegt hefur gengið á í aðdraganda myndarinnar, eins og leikaraskipti en upphaflega átti leikkonan Rooney Mara að fara með aðalhlutverkið en hún hætti við eftir að hún landaði hlutverki Lisbeth Salander í The Girl with the Dragon Tattoo. Goats var sýnd í sérstökum frumsýningarflokki og verður sýnd þrisvar sinnum í viðbót yfir hátíðina en uppselt er á allar sýningarnar að sögn Evu Maríu. „Nú er bara að bíða og vona að einhver vilji dreifa myndinni í kvikmyndahús. Ég er líka að vona að myndin verði sýnd á Íslandi á þessu ári." - áp Lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Lífið Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira
„Hér er góð stemning og rosalega mikið af fólki í bænum," segir Eva María Daníels, framleiðandi en hún er stödd í Utah þar sem hún frumsýndi myndina Goats á Sundance-kvikmyndahátíðinni. Eva María hefur starfað við framleiðslu kvikmynda í Los Angeles í dágóðan tíma og getið sér góðs orðs innan kvikmyndabransans en hún er meðframleiðandi að myndinni Goats. Myndin skartar þeim David Duchovny, Veru Farmiga, Graham Philips, Keri Russell og Ty Burrell en hann er þekktur úr sjónvarpsþáttunum vinsælu Modern Family. Allir leikararnir voru mættir á Sundance til að fylgja myndinni eftir en hún var frumsýnd fyrir fullu húsi á hátíðinni og hefur Duchovny verið sérstaklega hrósað fyrir frammistöðu sína. „Við sýndum myndina í stærsta bíóinu hérna sem tekur um 1.300 manns og það var alveg stappað. Eftir myndina var spurt og svarað með leikurum og leikstjóra. Þá fengum við smjörþefinn af viðbrögðum áhorfenda sem voru mjög góð," segir Eva María og bætir við að allir í tökuliðinu séu mjög ánægðir með viðtökurnar. Ýmislegt hefur gengið á í aðdraganda myndarinnar, eins og leikaraskipti en upphaflega átti leikkonan Rooney Mara að fara með aðalhlutverkið en hún hætti við eftir að hún landaði hlutverki Lisbeth Salander í The Girl with the Dragon Tattoo. Goats var sýnd í sérstökum frumsýningarflokki og verður sýnd þrisvar sinnum í viðbót yfir hátíðina en uppselt er á allar sýningarnar að sögn Evu Maríu. „Nú er bara að bíða og vona að einhver vilji dreifa myndinni í kvikmyndahús. Ég er líka að vona að myndin verði sýnd á Íslandi á þessu ári." - áp
Lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Lífið Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira