Rokk í geðveikinni í Crossfit 24. febrúar 2012 08:00 góður árangur Arnar varð í áttunda sæti í karlaflokki í Crossfit mótinu sem fram fór um síðustu helgi. Hann er einnig gítarleikari hljómsveitarinnar Sign. Gítarleikarinn Arnar Grétarsson lagði bjórinn á hilluna og hellti sér út í Crossfit. Hljómsveitin hans Sign er þó ekki hætt og situr á miklu magni af efni. Heilsa „Ég fæ alls konar flugur í hausinn, og allt í einu langaði mig bara að verða góður í Crossfit," segir Arnar Grétarsson, gítarleikari hljómsveitarinnar Sign og meðlimur í keppnisliðinu Dóra í Crossfit. Arnar æfir sex til átta sinnum í viku í Crossfit Sport í Kópavogi og segir mataræðið hafa breyst sjálfkrafa með auknum æfingum. „Svo er orðið algjört spari að fara á fyllerí. Ég hef til dæmis ekkert drukkið það sem af er ári, en áfengi og Crossfitt fara ekki vel saman. Ég fæ mér þó í glas við viss tilefni og þá gefur maður líka allt í þetta," segir Arnar sem var að eigin sögn duglegur að sækja barina áður fyrr. Á Crossfit-leikunum um síðustu helgi lenti Arnar í áttunda sæti í karlaflokki, en þar kepptu 86 fílefldir karlar. Árangurinn er sérstaklega áhugaverður í ljósi þess að aðeins átta mánuðir eru síðan hann byrjaði í crossfit. Arnar segir ýmislegt líkt með crossfit og rokkinu. „Það er nú ákveðið rokk í geðveikinni í Crossfit. En svo er til dæmis þessi ólýsanlegi aukakraftur sem maður fær út úr því að spila fyrir áhorfendur. Ég fann líka fyrir því við að gera æfingar fyrir framan áhorfendur um helgina," segir Arnar, en bætir þó við að hann hafi hlaupið á sig í seinustu greininni og sprengt sig of fljótt með þeim afleiðingum að hann var fjarri því að ná sínum besta árangri. Hljómsveit Arnars, Sign, er nú í pásu en þó hvergi nærri hætt. „Við eigum fullt af efni sem við komum til með að gefa út, en það hefur ekkert verið ákveðið hvenær," segir Arnar sem stefnir á að klára listnám við Iðnskólann í Hafnarfirði í vor og í framhaldi læra arkitektúr erlendis. En óttast Arnar ekkert að heilsusamlega lífernið fari forgörðum þegar Sign kemur saman aftur? „Nei alls ekki. Crossfit kennir manni að nota náttúruna til að halda sér við þannig að ef ég væri að túra gæti ég þess vegna skokkað niður að strönd og lyft steinum. Svo er ég líka kominn með kærustu og orðinn rólegri," segir Arnar og bætir við að þó að menn séu rokkarar þurfi þeir ekki að djamma öll kvöld. tinnaros@frettabladid.is Lífið Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Sjá meira
Gítarleikarinn Arnar Grétarsson lagði bjórinn á hilluna og hellti sér út í Crossfit. Hljómsveitin hans Sign er þó ekki hætt og situr á miklu magni af efni. Heilsa „Ég fæ alls konar flugur í hausinn, og allt í einu langaði mig bara að verða góður í Crossfit," segir Arnar Grétarsson, gítarleikari hljómsveitarinnar Sign og meðlimur í keppnisliðinu Dóra í Crossfit. Arnar æfir sex til átta sinnum í viku í Crossfit Sport í Kópavogi og segir mataræðið hafa breyst sjálfkrafa með auknum æfingum. „Svo er orðið algjört spari að fara á fyllerí. Ég hef til dæmis ekkert drukkið það sem af er ári, en áfengi og Crossfitt fara ekki vel saman. Ég fæ mér þó í glas við viss tilefni og þá gefur maður líka allt í þetta," segir Arnar sem var að eigin sögn duglegur að sækja barina áður fyrr. Á Crossfit-leikunum um síðustu helgi lenti Arnar í áttunda sæti í karlaflokki, en þar kepptu 86 fílefldir karlar. Árangurinn er sérstaklega áhugaverður í ljósi þess að aðeins átta mánuðir eru síðan hann byrjaði í crossfit. Arnar segir ýmislegt líkt með crossfit og rokkinu. „Það er nú ákveðið rokk í geðveikinni í Crossfit. En svo er til dæmis þessi ólýsanlegi aukakraftur sem maður fær út úr því að spila fyrir áhorfendur. Ég fann líka fyrir því við að gera æfingar fyrir framan áhorfendur um helgina," segir Arnar, en bætir þó við að hann hafi hlaupið á sig í seinustu greininni og sprengt sig of fljótt með þeim afleiðingum að hann var fjarri því að ná sínum besta árangri. Hljómsveit Arnars, Sign, er nú í pásu en þó hvergi nærri hætt. „Við eigum fullt af efni sem við komum til með að gefa út, en það hefur ekkert verið ákveðið hvenær," segir Arnar sem stefnir á að klára listnám við Iðnskólann í Hafnarfirði í vor og í framhaldi læra arkitektúr erlendis. En óttast Arnar ekkert að heilsusamlega lífernið fari forgörðum þegar Sign kemur saman aftur? „Nei alls ekki. Crossfit kennir manni að nota náttúruna til að halda sér við þannig að ef ég væri að túra gæti ég þess vegna skokkað niður að strönd og lyft steinum. Svo er ég líka kominn með kærustu og orðinn rólegri," segir Arnar og bætir við að þó að menn séu rokkarar þurfi þeir ekki að djamma öll kvöld. tinnaros@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Fleiri fréttir Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Sjá meira