Þjóðarsátt um nýjan gjaldmiðil Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 17. mars 2012 06:00 Stærsti vandi atvinnulífs og heimila í landinu um þessar mundir er veikburða króna. Ekkert hefur valdið jafn miklum búsifjum á síðari árum og gríðarlegt fall krónunnar samfara hruni bankanna haustið 2008. Þótt gengisskuldir heimilanna minnki hratt hefur fall krónunnar og hækkun verðlags í kjölfarið rýrt kaupmátt svo mjög að tvísýnt er um greiðslugetu stórra hópa af íbúðalánum. Helmingur skulda fyrirtækja í landinu er í erlendum gjaldmiðlum. Fyrirtæki, sem aðeins hafa tekjur í íslenskum krónum, eru illa í stakk búin til að mæta frekara gengissigi. Hvort tveggja, gengisvandi heimila og fyrirtækja, er sífellt viðfangsefni stjórnvalda og stofnana sem verja dýrmætum tíma, kunnáttu og fé í að leysa viðfangsefni sem beint eða óbeint má rekja til ótryggs gjaldmiðils og yfirvofandi verðbólguskota. Þótt krónan hafi vissulega hjálpað útflutningsgreinum okkar og ferðaþjónustu eftir hrunið gengur ekki til lengdar að búa við örmynt sem kostar samfélagið, heimilin, fyrirtækin og hið opinbera ofurvexti og sveiflukenndari og lakari lífskjör en ella væri.Verðum að marka stefnu Síðastliðinn mánudag þurfti Alþingi að glíma við þennan innbyggða vanda; veikburða íslenska krónu. Þá brá svo við að ágæt samstaða náðist í þinginu um að herða enn gjaldeyrishöftin vegna vaxandi útstreymis á gjaldeyri og aukinnar hættu á gengissigi krónunnar. En gjaldeyrishöft eru eins og lyfjameðferð við erfiðum sjúkdómseinkennum. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr er raunveruleg lækning fólgin í róttækum uppskurði. Gjaldeyrishöft, verðtrygging og önnur hjálpartæki krónunnar tala sínu máli og sýna svart á hvítu hvers konar stuðningsumhverfi þarf sífellt að búa henni með ærinni fyrirhöfn. Stærsta verkefnið framundan er að undirbúa upptöku nýs gjaldmiðils og losa um höftin sem samofin eru krónunni. Skýr stefnumótun um framtíðarskipan í gjaldmiðilsmálum er því eitt af brýnustu verkefnum stjórnmálanna á næstu misserum. Enginn stjórnmálaflokkur getur lokað augunum fyrir því að haldið er uppi fölsku gengi krónunnar og ef engin væru gjaldeyrishöftin þyrfti ekki að spyrja um afleiðingarnar: Aukna verðbólgu, rýrari kaupmátt og aukna skuldsetningu heimila og fyrirtækja. Þótt Samfylkingin sé eini flokkurinn sem talað hefur skýrt í þessum efnum og hvatt til aðildar að Evrópusambandinu og upptöku evru hafa stjórnmálamenn úr nær öllum flokkum stigið fram og viðurkennt mikilvægi þess að ráða fram úr gjaldmiðilsvandanum. Umræða um einhliða upptöku annarra gjaldmiðla ber þessu glöggt vitni. Veigamikil rök hníga að því að besti kosturinn sé þó eftir sem áður að taka upp evru samfara aðild að Evrópusambandinu, ekki síst vegna þess að langstærstur hluti viðskipta okkar er við lönd innan evrusvæðisins, eða 42 prósent þeirra. Til samanburðar eru viðskipti okkar í Kanadadollurum innan við 2 prósent. Með sama hætti eru viðskiptin 10 prósent í Bandaríkjadölum sem og í breskum pundum og dönskum krónum. Loks er á það að líta að í ályktun Alþingis um aðildarviðræður við ESB er ekki gert ráð fyrir að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir upptöku annarra gjaldmiðla meðan viðræður standa yfir.Setjumst við samningaborðið Hreinskiptin og opin umræða um nýjan gjaldmiðil er þjóðarnauðsyn og mikilvægt er að ræða og meta þá kosti sem í stöðunni kunna að vera. Þetta á líka við um Samfylkinguna sem verður líka að vera opin fyrir umræðu um kosti og galla annarra gjaldmiðla ef svo illa færi að aðildarumsókn að ESB yrði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Að mínu viti kemur enda ekki til álita að búa við óbreytt ástand til framtíðar. Því skora ég á forystumenn allra stjórnmálaflokka að koma með opnum huga að þessu verkefni. Við þurfum þjóðarsátt um lausn á gjaldmiðilsvandanum. Ríkisstjórnin ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í þessu efni. Á vegum efnahags- og viðskiptaráðherra hefur nú verið skipuð samráðsnefnd allra flokka og aðila vinnumarkaðarins um mótun gengis- og peningamálastefnu. Nefndinni er ætlað að skila greinargerð til ráðherra fyrir lok maímánaðar. Viðfangsefni hennar eru að fara yfir helstu kosti þjóðarinnar í gjaldeyris- og peningamálum, hvort heldur sem þeir felast í því að halda krónunni eða taka upp aðra mynt. Jafnframt vinnur Seðlabanki Íslands að viðamikilli skýrslu um leiðir í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar og er þess vænst að hún komi út með vorinu eða snemma sumars.Með opnum huga Ýmislegt bendir til þess að meiri ró sé að færast yfir evrusvæðið og góðar fréttir eru teknar að berast af mörkuðum beggja vegna Atlantsála eftir kreppuástand undanfarinna ára. Lánveitingar til heimila í löndum Evrópusambandsins hafa aukist á þessu ári. Þótt of snemmt sé að slá því föstu að tekist hafi að koma böndum á skuldakreppuna í evrulöndunum er þó ýmislegt sem bendir í þá áttina. Batnandi ytri skilyrði koma íslensku þjóðinni til góða. En ávaxtanna af fórnum sínum undanfarin ár myndi hún njóta í enn ríkari mæli ef hún þyrfti ekki að glíma við gjaldmiðilsvanda sem samofinn er efnahagslegum óstöðugleika. Stjórnvöld geta ekki lengur skotið sér undan því að ræða í fullri alvöru og með opnum huga um stærsta vanda þjóðarinnar; gjaldmiðil sem nauðsynlegt er að hafa í gjaldeyrishöftum. Hagsmunir samfélagsins alls eru í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Stærsti vandi atvinnulífs og heimila í landinu um þessar mundir er veikburða króna. Ekkert hefur valdið jafn miklum búsifjum á síðari árum og gríðarlegt fall krónunnar samfara hruni bankanna haustið 2008. Þótt gengisskuldir heimilanna minnki hratt hefur fall krónunnar og hækkun verðlags í kjölfarið rýrt kaupmátt svo mjög að tvísýnt er um greiðslugetu stórra hópa af íbúðalánum. Helmingur skulda fyrirtækja í landinu er í erlendum gjaldmiðlum. Fyrirtæki, sem aðeins hafa tekjur í íslenskum krónum, eru illa í stakk búin til að mæta frekara gengissigi. Hvort tveggja, gengisvandi heimila og fyrirtækja, er sífellt viðfangsefni stjórnvalda og stofnana sem verja dýrmætum tíma, kunnáttu og fé í að leysa viðfangsefni sem beint eða óbeint má rekja til ótryggs gjaldmiðils og yfirvofandi verðbólguskota. Þótt krónan hafi vissulega hjálpað útflutningsgreinum okkar og ferðaþjónustu eftir hrunið gengur ekki til lengdar að búa við örmynt sem kostar samfélagið, heimilin, fyrirtækin og hið opinbera ofurvexti og sveiflukenndari og lakari lífskjör en ella væri.Verðum að marka stefnu Síðastliðinn mánudag þurfti Alþingi að glíma við þennan innbyggða vanda; veikburða íslenska krónu. Þá brá svo við að ágæt samstaða náðist í þinginu um að herða enn gjaldeyrishöftin vegna vaxandi útstreymis á gjaldeyri og aukinnar hættu á gengissigi krónunnar. En gjaldeyrishöft eru eins og lyfjameðferð við erfiðum sjúkdómseinkennum. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr er raunveruleg lækning fólgin í róttækum uppskurði. Gjaldeyrishöft, verðtrygging og önnur hjálpartæki krónunnar tala sínu máli og sýna svart á hvítu hvers konar stuðningsumhverfi þarf sífellt að búa henni með ærinni fyrirhöfn. Stærsta verkefnið framundan er að undirbúa upptöku nýs gjaldmiðils og losa um höftin sem samofin eru krónunni. Skýr stefnumótun um framtíðarskipan í gjaldmiðilsmálum er því eitt af brýnustu verkefnum stjórnmálanna á næstu misserum. Enginn stjórnmálaflokkur getur lokað augunum fyrir því að haldið er uppi fölsku gengi krónunnar og ef engin væru gjaldeyrishöftin þyrfti ekki að spyrja um afleiðingarnar: Aukna verðbólgu, rýrari kaupmátt og aukna skuldsetningu heimila og fyrirtækja. Þótt Samfylkingin sé eini flokkurinn sem talað hefur skýrt í þessum efnum og hvatt til aðildar að Evrópusambandinu og upptöku evru hafa stjórnmálamenn úr nær öllum flokkum stigið fram og viðurkennt mikilvægi þess að ráða fram úr gjaldmiðilsvandanum. Umræða um einhliða upptöku annarra gjaldmiðla ber þessu glöggt vitni. Veigamikil rök hníga að því að besti kosturinn sé þó eftir sem áður að taka upp evru samfara aðild að Evrópusambandinu, ekki síst vegna þess að langstærstur hluti viðskipta okkar er við lönd innan evrusvæðisins, eða 42 prósent þeirra. Til samanburðar eru viðskipti okkar í Kanadadollurum innan við 2 prósent. Með sama hætti eru viðskiptin 10 prósent í Bandaríkjadölum sem og í breskum pundum og dönskum krónum. Loks er á það að líta að í ályktun Alþingis um aðildarviðræður við ESB er ekki gert ráð fyrir að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir upptöku annarra gjaldmiðla meðan viðræður standa yfir.Setjumst við samningaborðið Hreinskiptin og opin umræða um nýjan gjaldmiðil er þjóðarnauðsyn og mikilvægt er að ræða og meta þá kosti sem í stöðunni kunna að vera. Þetta á líka við um Samfylkinguna sem verður líka að vera opin fyrir umræðu um kosti og galla annarra gjaldmiðla ef svo illa færi að aðildarumsókn að ESB yrði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Að mínu viti kemur enda ekki til álita að búa við óbreytt ástand til framtíðar. Því skora ég á forystumenn allra stjórnmálaflokka að koma með opnum huga að þessu verkefni. Við þurfum þjóðarsátt um lausn á gjaldmiðilsvandanum. Ríkisstjórnin ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í þessu efni. Á vegum efnahags- og viðskiptaráðherra hefur nú verið skipuð samráðsnefnd allra flokka og aðila vinnumarkaðarins um mótun gengis- og peningamálastefnu. Nefndinni er ætlað að skila greinargerð til ráðherra fyrir lok maímánaðar. Viðfangsefni hennar eru að fara yfir helstu kosti þjóðarinnar í gjaldeyris- og peningamálum, hvort heldur sem þeir felast í því að halda krónunni eða taka upp aðra mynt. Jafnframt vinnur Seðlabanki Íslands að viðamikilli skýrslu um leiðir í gjaldmiðilsmálum þjóðarinnar og er þess vænst að hún komi út með vorinu eða snemma sumars.Með opnum huga Ýmislegt bendir til þess að meiri ró sé að færast yfir evrusvæðið og góðar fréttir eru teknar að berast af mörkuðum beggja vegna Atlantsála eftir kreppuástand undanfarinna ára. Lánveitingar til heimila í löndum Evrópusambandsins hafa aukist á þessu ári. Þótt of snemmt sé að slá því föstu að tekist hafi að koma böndum á skuldakreppuna í evrulöndunum er þó ýmislegt sem bendir í þá áttina. Batnandi ytri skilyrði koma íslensku þjóðinni til góða. En ávaxtanna af fórnum sínum undanfarin ár myndi hún njóta í enn ríkari mæli ef hún þyrfti ekki að glíma við gjaldmiðilsvanda sem samofinn er efnahagslegum óstöðugleika. Stjórnvöld geta ekki lengur skotið sér undan því að ræða í fullri alvöru og með opnum huga um stærsta vanda þjóðarinnar; gjaldmiðil sem nauðsynlegt er að hafa í gjaldeyrishöftum. Hagsmunir samfélagsins alls eru í húfi.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar