Fjöldamorðingi talinn hafa myndað ódæðið 20. mars 2012 23:30 Til Ísrael Lík þriggja barna og föður tveggja þeirra, sem voru skotin til bana við skóla gyðinga á mánudag, voru flutt til Ísrael í gær þar sem þau verða jarðsett.Fréttablaðið/AP Talið er að maður sem myrti fjóra í skóla gyðinga í borginni Toulouse í Frakklandi á mánudag hafi myndað ódæðið. Vitni hafa lýst því að maðurinn hafi verið með litla myndavél festa við sig. Mínútu þögn var haldin í skólum í Frakklandi í gær til að minnast þriggja skólabarna og kennara þeirra sem létust í árásinni. Lík þeirra voru í gær flutt til Ísrael þar sem þau verða grafin. Lögregla hefur staðfest að sama skotvopnið hafi verið notað í tveimur árásum nýverið. Þá er talið að maðurinn hafi notað sömu svörtu vespuna í öllum tilvikum. Í árás sem gerð var 11. mars var óeinkennisklæddur hermaður skotinn til bana. Síðasta fimmtudag voru þrír hermenn skotnir við hraðbanka í bæ skammt frá Toulouse. Tveir létust og einn er alvarlega særður. Hermennirnir voru ættaðir frá Norður-Afríku og Karíbahafinu. Lögreglan hreinsaði í gær þrjá fyrrverandi hermenn af grun um aðild að ódæðunum. Þeir voru í sömu hersveit og hermennirnir sem skotnir voru á fimmtudag, og höfðu verið reknir úr hernum vegna kynþáttafordóma. Myndavélin sem morðinginn bar gæti gefið lögreglu mikilvægar vísbendingar um manninn, sagði Claude Gueant, innanríkisráðherra Frakklands í gær. Hann sagði morðingjann augljóslega „afar kaldrifjaðan" og sagði hann hafa „augljósan brotavilja" og vera „grimmlyndan". Ekkert benti til þess í gærkvöldi að lögreglan væri nærri því að handsama morðingjann. Morðinginn virðist kunna að meðhöndla skotvopn, og vinnur lögreglan meðal annars út frá því að hann gæti verið fyrrverandi lögreglumaður eða hermaður með geðræn vandamál og mikla kynþáttafordóma. „Þessi börn voru nákvæmlega eins og þið," sagði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti í gær þegar hann var viðstaddur minningarathöfn í skóla í París. „Þetta hefði getað gerst hér." Óvenjufáir voru á ferli í gær í Toulouse, sem er fjórða stærsta borg Frakklands. Lögreglumenn vopnaðir sjálfvirkum rifflum stóðu vörð við skóla gyðinga, neðanjarðarlestarstöðvar borgarinnar og á fjölförnum torgum. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira
Talið er að maður sem myrti fjóra í skóla gyðinga í borginni Toulouse í Frakklandi á mánudag hafi myndað ódæðið. Vitni hafa lýst því að maðurinn hafi verið með litla myndavél festa við sig. Mínútu þögn var haldin í skólum í Frakklandi í gær til að minnast þriggja skólabarna og kennara þeirra sem létust í árásinni. Lík þeirra voru í gær flutt til Ísrael þar sem þau verða grafin. Lögregla hefur staðfest að sama skotvopnið hafi verið notað í tveimur árásum nýverið. Þá er talið að maðurinn hafi notað sömu svörtu vespuna í öllum tilvikum. Í árás sem gerð var 11. mars var óeinkennisklæddur hermaður skotinn til bana. Síðasta fimmtudag voru þrír hermenn skotnir við hraðbanka í bæ skammt frá Toulouse. Tveir létust og einn er alvarlega særður. Hermennirnir voru ættaðir frá Norður-Afríku og Karíbahafinu. Lögreglan hreinsaði í gær þrjá fyrrverandi hermenn af grun um aðild að ódæðunum. Þeir voru í sömu hersveit og hermennirnir sem skotnir voru á fimmtudag, og höfðu verið reknir úr hernum vegna kynþáttafordóma. Myndavélin sem morðinginn bar gæti gefið lögreglu mikilvægar vísbendingar um manninn, sagði Claude Gueant, innanríkisráðherra Frakklands í gær. Hann sagði morðingjann augljóslega „afar kaldrifjaðan" og sagði hann hafa „augljósan brotavilja" og vera „grimmlyndan". Ekkert benti til þess í gærkvöldi að lögreglan væri nærri því að handsama morðingjann. Morðinginn virðist kunna að meðhöndla skotvopn, og vinnur lögreglan meðal annars út frá því að hann gæti verið fyrrverandi lögreglumaður eða hermaður með geðræn vandamál og mikla kynþáttafordóma. „Þessi börn voru nákvæmlega eins og þið," sagði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti í gær þegar hann var viðstaddur minningarathöfn í skóla í París. „Þetta hefði getað gerst hér." Óvenjufáir voru á ferli í gær í Toulouse, sem er fjórða stærsta borg Frakklands. Lögreglumenn vopnaðir sjálfvirkum rifflum stóðu vörð við skóla gyðinga, neðanjarðarlestarstöðvar borgarinnar og á fjölförnum torgum. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Sjá meira