SÍ segist líklega munu tapa á FIH 23. mars 2012 05:30 Helgi Hjörvar. Vegna tímaskorts var verklagsreglum ekki fylgt þegar ákvörðun var tekin um lán upp á 500 milljónir evra, 6. október 2008. Af sömu ástæðu var ekki kannað hver staða Seðlabankans væri varðandi fullnustu á veðinu sem Kaupþing lagði fram, sem var hlutur í danska bankanum FIH. Þetta kemur fram í svari Seðlabanka Íslands við spurningum Helga Hjörvar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar, um málið. Þar segir að þegar reglur um verklag í neyðarástandi séu samdar liggi ekki fyrir hverjar raunverulegar aðstæður verði. Þær hafi verið með þeim hætti að ekki hafi gefist tími til að fylgja þeim, daginn sem lánið var veitt. Í svarinu kemur einnig fram að miðað við núverandi stöðu séu líkur á að hluti fjárins geti tapast. Það komi þó ekki í ljós fyrr en 2016. Helgi segir svarið sýna að umtalsverðir fjármunir geti glatast, öfugt við það sem haldið hafi verið fram. Það hve aðdragandi lánveitingarinnar hafi verið sérstakur kalli á að kanna hann til hlítar. „Efnahags- og viðskiptanefnd og fjárlaganefnd hafa fundað tvívegis um málið. Við munum taka til frekari umfjöllunar hvort og þá hvernig eigi að halda áfram athugun málsins." Í svari Seðlabankans kemur fram að öll meðferð málsins og ákvarðanataka hafi verið hjá æðstu stjórn bankans. - kóp Fréttir Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Sjá meira
Vegna tímaskorts var verklagsreglum ekki fylgt þegar ákvörðun var tekin um lán upp á 500 milljónir evra, 6. október 2008. Af sömu ástæðu var ekki kannað hver staða Seðlabankans væri varðandi fullnustu á veðinu sem Kaupþing lagði fram, sem var hlutur í danska bankanum FIH. Þetta kemur fram í svari Seðlabanka Íslands við spurningum Helga Hjörvar, formanns efnahags- og viðskiptanefndar, um málið. Þar segir að þegar reglur um verklag í neyðarástandi séu samdar liggi ekki fyrir hverjar raunverulegar aðstæður verði. Þær hafi verið með þeim hætti að ekki hafi gefist tími til að fylgja þeim, daginn sem lánið var veitt. Í svarinu kemur einnig fram að miðað við núverandi stöðu séu líkur á að hluti fjárins geti tapast. Það komi þó ekki í ljós fyrr en 2016. Helgi segir svarið sýna að umtalsverðir fjármunir geti glatast, öfugt við það sem haldið hafi verið fram. Það hve aðdragandi lánveitingarinnar hafi verið sérstakur kalli á að kanna hann til hlítar. „Efnahags- og viðskiptanefnd og fjárlaganefnd hafa fundað tvívegis um málið. Við munum taka til frekari umfjöllunar hvort og þá hvernig eigi að halda áfram athugun málsins." Í svari Seðlabankans kemur fram að öll meðferð málsins og ákvarðanataka hafi verið hjá æðstu stjórn bankans. - kóp
Fréttir Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Sjá meira