Rotturnar flýja frá borði 24. mars 2012 10:00 Dökk mynd Margin Call dregur upp dökka og dapurlega mynd af fjármálageira dagsins í dag. Bíó: Margin Call Leikstjórn: J.C.Chandor Leikarar: Kevin Spacey, Paul Bettany, Jeremy Irons, Stanley Tucci, Demi Moore, Zachary Quinto, Penn Badgley, Simon Baker, Aasif Mandvi, Mary McDonnell Þessi fyrsta mynd leikstjórans J.C. Chandor segir frá baktjaldamakki ónefnds fjárfestingabanka á Wall Street í árdaga efnahagskreppunnar sem nú stendur yfir. Starfsmenn bankans fá veður af stóra skellinum rétt áður en hann dynur yfir, og standa frammi fyrir siðferðislegum spurningum í kjölfarið. Eiga þeir að vara aðra við eða reyna að bjarga bankanum á kostnað þeirra sem vita ekki betur? Viðskiptafræðimenntun er síður en svo nauðsynleg til að geta notið myndarinnar, en handritið (eftir Chandor sjálfan) er einfalt og þétt. Ógnin er undirliggjandi og viðhorf starfsfólksins misjöfn, líklega í einhverju samhengi við þeirra eigin tekjur. Það er deildarstjórinn Sam Rogers (leikinn af Kevin Spacey) sem er rödd samviskunnar og reynir af öllum mætti að breyta rétt, en uppsker vantraust og háðsglósur samstarfsmanna sinna fyrir vikið. Leikarahópurinn er ótrúlegur þó vissulega skyggi gömlu jálkarnir eilítið á ungviðið. Spacey, Irons, Tucci og Moore (hljómar eins og nafn á lögfræðistofu) eru öll í banastuði, og þá sérstaklega Irons, en hann er einkar ógeðfelldur í hlutverki forstjórans. Það er afar lítið um hamingju í stóra turninum sem hýsir bankann og svo virðist sem öllu hinu mannlega hafi verið úthýst. Þetta undirstrikar leikstjórinn með gráum og kuldalegum lit á öllum veggjum og í öllum skotum, en það er varla fallegan ramma að finna í myndinni. Margin Call tekur þrátt fyrir þetta ekki beina afstöðu gegn kapítalisma, þó hún dragi upp dökka og dapurlega mynd af fjármálageira dagsins í dag. Í það minnsta borðar forstjórinn alltaf einn. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða:Spennandi fjármáladrama, drekkhlaðið úrvalsleikurum. Fréttir Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Bíó: Margin Call Leikstjórn: J.C.Chandor Leikarar: Kevin Spacey, Paul Bettany, Jeremy Irons, Stanley Tucci, Demi Moore, Zachary Quinto, Penn Badgley, Simon Baker, Aasif Mandvi, Mary McDonnell Þessi fyrsta mynd leikstjórans J.C. Chandor segir frá baktjaldamakki ónefnds fjárfestingabanka á Wall Street í árdaga efnahagskreppunnar sem nú stendur yfir. Starfsmenn bankans fá veður af stóra skellinum rétt áður en hann dynur yfir, og standa frammi fyrir siðferðislegum spurningum í kjölfarið. Eiga þeir að vara aðra við eða reyna að bjarga bankanum á kostnað þeirra sem vita ekki betur? Viðskiptafræðimenntun er síður en svo nauðsynleg til að geta notið myndarinnar, en handritið (eftir Chandor sjálfan) er einfalt og þétt. Ógnin er undirliggjandi og viðhorf starfsfólksins misjöfn, líklega í einhverju samhengi við þeirra eigin tekjur. Það er deildarstjórinn Sam Rogers (leikinn af Kevin Spacey) sem er rödd samviskunnar og reynir af öllum mætti að breyta rétt, en uppsker vantraust og háðsglósur samstarfsmanna sinna fyrir vikið. Leikarahópurinn er ótrúlegur þó vissulega skyggi gömlu jálkarnir eilítið á ungviðið. Spacey, Irons, Tucci og Moore (hljómar eins og nafn á lögfræðistofu) eru öll í banastuði, og þá sérstaklega Irons, en hann er einkar ógeðfelldur í hlutverki forstjórans. Það er afar lítið um hamingju í stóra turninum sem hýsir bankann og svo virðist sem öllu hinu mannlega hafi verið úthýst. Þetta undirstrikar leikstjórinn með gráum og kuldalegum lit á öllum veggjum og í öllum skotum, en það er varla fallegan ramma að finna í myndinni. Margin Call tekur þrátt fyrir þetta ekki beina afstöðu gegn kapítalisma, þó hún dragi upp dökka og dapurlega mynd af fjármálageira dagsins í dag. Í það minnsta borðar forstjórinn alltaf einn. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða:Spennandi fjármáladrama, drekkhlaðið úrvalsleikurum.
Fréttir Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira