Einfaldari aðgangur að fjárstýringu 25. apríl 2012 10:00 Keldan "Mörg stærstu fyrirtæki landsins hafa þegar nýtt sér þjónustuna,” segir Friðrik Guðjónsson, framkvæmdastjóri Keldunnar.Fréttablaðið/Vilhelm Innlánamarkaður H.F. Verðbréfa hefur síðustu misseri notið nokkurra vinsælda meðal innlendra fyrirtækja. Innlánamarkaðurinn er aðgengilegur í gegnum upplýsingaveituna Kelduna.is en hann gerir notendum kleift að fá tilboð frá innlánastofnunum í innlán sín til allt að tólf mánaða ávöxtunar. „Eftir að við hófum kynningu á þessari þjónustu hafa vinsældir hennar aukist jafnt og þétt. Hver mánuður hefur í raun verið betri en sá á undan og ný fyrirtæki eru stöðugt að bætast í hóp viðskiptavina," segir Friðrik Guðjónsson, framkvæmdastjóri Keldunnar, og bætir við: „Mörg stærstu fyrirtæki landsins hafa þegar nýtt sér þjónustuna og oft fengið betri kjör en áður með þessu tilboðsfyrirkomulagi." Friðrik segir að með þessari þjónustu geti fyrirtæki eða fjársterkir aðilar fengið aðgang að fjárstýringum bankanna og óskað nafnlaust eftir tilboðum í innlán, að lágmarki 50 milljónir króna. „Í kjölfarið hafa fjárstýringarnar fimm mínútur til að svara tilboðinu og viðskiptavinurinn svo fimm mínútur til að ákveða hvort hann vilji taka einu af tilboðunum sem bárust," segir Friðrik. Áskriftin að innlánamarkaðnum er ókeypis fyrir viðskiptavini en fjárstýringar þeirra banka sem taka þátt í markaðnum greiða fyrir milligönguna. Arion banki, Íslandsbanki og MP banki taka þátt í markaðnum en Landsbankinn ekki. „Fyrir tilkomu þessarar þjónustu hringdu fyrirtæki einfaldlega í fjárstýringar bankanna og óskaðu eftir tilboðum. Miðað við viðtökurnar sem þessi þjónustu hefur fengið þá virðist þetta einfalda ferlið," segir Friðrik og bætir við að þetta fyrirkomulag sé þekkt úti í heimi en hafi ekki verið notað á Íslandi fyrr. Eins og áður segir er innlánamarkaðurinn aðgengilegur í gegnum Kelduna. Keldan var stofnuð á haustdögum árið 2009 og er upplýsingaveita um íslenskan fjármálamarkað. Kelduna má nálgast á vefsíðunni Keldan.is en auk þess í gegnum nýtt snjallsíma-app sem kynnt var stuttu fyrir páska. Umfang upplýsinga sem nálgast má á Keldunni hefur aukist jafnt og þétt frá stofnun og má nú meðal annars finna þar fyrirtækja- og fasteignaupplýsingar auk hefðbundinna markaðsupplýsinga. Þá veitir Keldan aðgang að öllum helstu upplýsingaskrám sem reknar eru af opinberum aðilum á Íslandi. Loks heldur Keldan utan um viðburðadagatal sem nefnist Dagatal viðskiptalífsins. Í því eru birtar tímasetningar viðburða í viðskiptalífinu, útgáfudagar helstu hagtalna, dagsetningar skuldabréfaútboða og dagsetning á fyrirhugaðri birtingu ársreikninga helstu fyrirtækja. Fréttir Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Innlánamarkaður H.F. Verðbréfa hefur síðustu misseri notið nokkurra vinsælda meðal innlendra fyrirtækja. Innlánamarkaðurinn er aðgengilegur í gegnum upplýsingaveituna Kelduna.is en hann gerir notendum kleift að fá tilboð frá innlánastofnunum í innlán sín til allt að tólf mánaða ávöxtunar. „Eftir að við hófum kynningu á þessari þjónustu hafa vinsældir hennar aukist jafnt og þétt. Hver mánuður hefur í raun verið betri en sá á undan og ný fyrirtæki eru stöðugt að bætast í hóp viðskiptavina," segir Friðrik Guðjónsson, framkvæmdastjóri Keldunnar, og bætir við: „Mörg stærstu fyrirtæki landsins hafa þegar nýtt sér þjónustuna og oft fengið betri kjör en áður með þessu tilboðsfyrirkomulagi." Friðrik segir að með þessari þjónustu geti fyrirtæki eða fjársterkir aðilar fengið aðgang að fjárstýringum bankanna og óskað nafnlaust eftir tilboðum í innlán, að lágmarki 50 milljónir króna. „Í kjölfarið hafa fjárstýringarnar fimm mínútur til að svara tilboðinu og viðskiptavinurinn svo fimm mínútur til að ákveða hvort hann vilji taka einu af tilboðunum sem bárust," segir Friðrik. Áskriftin að innlánamarkaðnum er ókeypis fyrir viðskiptavini en fjárstýringar þeirra banka sem taka þátt í markaðnum greiða fyrir milligönguna. Arion banki, Íslandsbanki og MP banki taka þátt í markaðnum en Landsbankinn ekki. „Fyrir tilkomu þessarar þjónustu hringdu fyrirtæki einfaldlega í fjárstýringar bankanna og óskaðu eftir tilboðum. Miðað við viðtökurnar sem þessi þjónustu hefur fengið þá virðist þetta einfalda ferlið," segir Friðrik og bætir við að þetta fyrirkomulag sé þekkt úti í heimi en hafi ekki verið notað á Íslandi fyrr. Eins og áður segir er innlánamarkaðurinn aðgengilegur í gegnum Kelduna. Keldan var stofnuð á haustdögum árið 2009 og er upplýsingaveita um íslenskan fjármálamarkað. Kelduna má nálgast á vefsíðunni Keldan.is en auk þess í gegnum nýtt snjallsíma-app sem kynnt var stuttu fyrir páska. Umfang upplýsinga sem nálgast má á Keldunni hefur aukist jafnt og þétt frá stofnun og má nú meðal annars finna þar fyrirtækja- og fasteignaupplýsingar auk hefðbundinna markaðsupplýsinga. Þá veitir Keldan aðgang að öllum helstu upplýsingaskrám sem reknar eru af opinberum aðilum á Íslandi. Loks heldur Keldan utan um viðburðadagatal sem nefnist Dagatal viðskiptalífsins. Í því eru birtar tímasetningar viðburða í viðskiptalífinu, útgáfudagar helstu hagtalna, dagsetningar skuldabréfaútboða og dagsetning á fyrirhugaðri birtingu ársreikninga helstu fyrirtækja.
Fréttir Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira