Hauskúpu stolið frá Hörpu 26. apríl 2012 14:00 Saknar Freyju Harpa Einarsdóttir saknar hauskúpu gamallar hryssu sem faðir hennar átti. Hauskúpan hvarf af vinnustofu hennar í vikunni.fréttablaðið/anton „Þetta er hauskúpa af meri sem pabbi minn átti og var mér mjög kær. Hún hékk uppi á vegg á vinnustofunni minni og nú er hún horfin og ég hef ekki hugmynd um hvar hún er niðurkomin," segir fatahönnuðurinn Harpa Einarsdóttir, sem varð fyrir því óláni í vikunni að hauskúpu í hennar eigu var stolið. Hauskúpan var af meri sem áður var í eigu föður Hörpu og löngu dauð. „Systir mín fann beinagrindina á jörðinni hans pabba fyrir tveimur árum og þá var búið að éta allt af henni þannig að beinin voru mjög hrein. Ég gróf þau upp í hittiðfyrra og raðaði saman fyrir sýningu sem ég hélt, en merin hafði þá verið dáin í mörg, mörg ár," útskýrir Harpa. Það var aðeins hauskúpan sem Harpa geymdi á vinnustofu sinni og grunar hana að merinni hafi líkað það illa þar sem töluverður draugagangur hafi ríkt í húsnæðinu undanfarið. „Beinagrindin er geymd annars staðar og það gæti verið að Freyja hafi verið ósátt við að höfuðið væri skilið frá búknum. Það var í það minnsta einhver draugagangur á vinnustofunni áður en hauskúpan hvarf og ég held að þeir sem tóku hana verði ekki ánægðir með krafsið og hneggið sem fylgir henni." Harpa vonar að hauskúpan komist í réttar hendur sem fyrst þar sem hana langar að sameina höfuð og búk merarinnar Freyju. „Ég vona að hauskúpan komist til skila og ef einhver veit hvar hún er niðurkomin má sá hinn sami hafa samband við mig í gegnum Facebook." - sm Lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
„Þetta er hauskúpa af meri sem pabbi minn átti og var mér mjög kær. Hún hékk uppi á vegg á vinnustofunni minni og nú er hún horfin og ég hef ekki hugmynd um hvar hún er niðurkomin," segir fatahönnuðurinn Harpa Einarsdóttir, sem varð fyrir því óláni í vikunni að hauskúpu í hennar eigu var stolið. Hauskúpan var af meri sem áður var í eigu föður Hörpu og löngu dauð. „Systir mín fann beinagrindina á jörðinni hans pabba fyrir tveimur árum og þá var búið að éta allt af henni þannig að beinin voru mjög hrein. Ég gróf þau upp í hittiðfyrra og raðaði saman fyrir sýningu sem ég hélt, en merin hafði þá verið dáin í mörg, mörg ár," útskýrir Harpa. Það var aðeins hauskúpan sem Harpa geymdi á vinnustofu sinni og grunar hana að merinni hafi líkað það illa þar sem töluverður draugagangur hafi ríkt í húsnæðinu undanfarið. „Beinagrindin er geymd annars staðar og það gæti verið að Freyja hafi verið ósátt við að höfuðið væri skilið frá búknum. Það var í það minnsta einhver draugagangur á vinnustofunni áður en hauskúpan hvarf og ég held að þeir sem tóku hana verði ekki ánægðir með krafsið og hneggið sem fylgir henni." Harpa vonar að hauskúpan komist í réttar hendur sem fyrst þar sem hana langar að sameina höfuð og búk merarinnar Freyju. „Ég vona að hauskúpan komist til skila og ef einhver veit hvar hún er niðurkomin má sá hinn sami hafa samband við mig í gegnum Facebook." - sm
Lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Lúmsk einkenni D-vítamínskorts Heilsuvísir Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Alvöru kósýkvöld með frábærum afsláttum, gleði og góðri stemningu Lífið samstarf Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira