Þessir guttar eru enn hungraðir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. maí 2012 07:00 FH-ingar þurfa að hafa góðar gætur á Bjarka Má Elíssyni. fréttablaðið/daníel Í dag er á dagskrá fyrsti leikurinn í úrslitarimmu FH og HK um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. FH er ríkjandi meistari og hafði betur gegn Akureyri í undanúrslitum en HK-ingar „sópuðu" deildarmeisturum Hauka úr leik í sinni undanúrslitarimmu. Vilhelm Gauti Bergsveinsson, fyrirliði HK, neitar því ekki að sú rimma hafi komið þeim sjálfum á óvart. „Það fer enginn í rimmu gegn Haukum og bókar 3-0 sigur. En við fundum ákveðin vopn sem við náðum að beita fullkomnlega gegn þeim," segir Vilhelm. Hann bætir við að menn séu ekki orðnir sáttir og vilji meira. „Ég hef ekki áhyggjur af því. Þessir guttar eru mjög hungraðir og þá langar virkilega mikið til að fara alla leið. Þrátt fyrir allt var heilmikið í leikjunum gegn Haukum sem við getum bætt og höfum við farið vel yfir þau atriði." Baldvin Þorsteinsson, fyrirliði FH, segist finna fyrir minni stemningu í kringum liðið nú en fyrir ári síðan, þegar liðið vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í nítján ár. „Maður óttast kannski að menn séu svolítið saddir eftir þann titil en ég vona að ég hafi rangt fyrir mér," segir Baldvin. „Rimman gegn Akureyri var þó ágæt og sérstaklega var gott að við vorum með alla leikmenn heila. Var það í eitt af fáum skiptum í vetur sem við gátum notað alla okkar bestu menn." Báðir eru þeir sammála um að úrslitarimman verði jöfn og spennandi. „Leikir okkar í vetur sýna að það er lítið á milli þessara liða. Ég á ekki von á öðru en að þetta verði jafnir leikir," segir Baldvin. Vilhelm á í það minnsta von á erfiðari rimmu en gegn Haukum. „Mun erfiðari. Við höfum til að mynda ekki unnið FH enn í vetur og er það þröskuldur sem við þurfum að komast yfir." Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Í dag er á dagskrá fyrsti leikurinn í úrslitarimmu FH og HK um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. FH er ríkjandi meistari og hafði betur gegn Akureyri í undanúrslitum en HK-ingar „sópuðu" deildarmeisturum Hauka úr leik í sinni undanúrslitarimmu. Vilhelm Gauti Bergsveinsson, fyrirliði HK, neitar því ekki að sú rimma hafi komið þeim sjálfum á óvart. „Það fer enginn í rimmu gegn Haukum og bókar 3-0 sigur. En við fundum ákveðin vopn sem við náðum að beita fullkomnlega gegn þeim," segir Vilhelm. Hann bætir við að menn séu ekki orðnir sáttir og vilji meira. „Ég hef ekki áhyggjur af því. Þessir guttar eru mjög hungraðir og þá langar virkilega mikið til að fara alla leið. Þrátt fyrir allt var heilmikið í leikjunum gegn Haukum sem við getum bætt og höfum við farið vel yfir þau atriði." Baldvin Þorsteinsson, fyrirliði FH, segist finna fyrir minni stemningu í kringum liðið nú en fyrir ári síðan, þegar liðið vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í nítján ár. „Maður óttast kannski að menn séu svolítið saddir eftir þann titil en ég vona að ég hafi rangt fyrir mér," segir Baldvin. „Rimman gegn Akureyri var þó ágæt og sérstaklega var gott að við vorum með alla leikmenn heila. Var það í eitt af fáum skiptum í vetur sem við gátum notað alla okkar bestu menn." Báðir eru þeir sammála um að úrslitarimman verði jöfn og spennandi. „Leikir okkar í vetur sýna að það er lítið á milli þessara liða. Ég á ekki von á öðru en að þetta verði jafnir leikir," segir Baldvin. Vilhelm á í það minnsta von á erfiðari rimmu en gegn Haukum. „Mun erfiðari. Við höfum til að mynda ekki unnið FH enn í vetur og er það þröskuldur sem við þurfum að komast yfir."
Olís-deild karla Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira