Stigu óvænt á svið með Bombay Bicycle Club 31. maí 2012 08:00 Brynja Bjarnadóttir og Þorbjörg Ósk Eggertsdóttir, tvítugir trúbadorar, eru nýkomnar heim til Íslands eftir sex vikna tónleikaferðalag um Evrópu. Stúlkurnar ferðuðust á eigin vegum til tíu landa og komu meðal annars óvænt fram með hljómsveitinni Bombay Bicycle Club í Amsterdam. „Við vorum sjálfboðaliðar í Slóvakíu í fyrrasumar og spiluðum svolítið þar. Það var maður sem heyrði í okkur í eitt skiptið og sendi okkur póst þar sem hann bauð okkur að koma út í vor og spila hér og þar um Slóvakíu. Hann sá alfarið um að skipuleggja alla tónleikana fyrir okkur og að auglýsa þá," segir Brynja, en þær stöllur héldu utan um miðjan apríl. Brynja og Þorbjörg fóru víða á þessum sex vikum og stoppuðu aðeins í þrjá daga á hverjum stað fyrir utan Slóvakíu, þar sem þær dvöldu í eina viku. „Við byrjuðum í Danmörku og fórum svo til London, Nantes, Rómar, Búdapest, Þrándheims, Slóvakíu, Amsterdam og enduðum loks í Berlín. Þetta var svolítið stressandi en alveg ótrúlega skemmtilegt ferðalag og við lentum í mörgum ævintýrum," segir Brynja og nefnir í því samhengi þegar vinkonurnar fengu óvænt að stíga á svið með hljómsveitinni Bombay Bicycle Club, en meðlimir sveitarinnar eru vinir Þorbjargar. „Við komumst að því að þeir yrðu í Brussel og Amsterdam á sama tíma og við og mæltum okkur mót. Þeir báðu okkur svo um að syngja með sér á tvennum tónleikum sem var mjög óvænt en skemmtilegt," útskýrir Þorbjörg. Aðspurð segir Brynja heimsóknirnar til slóvenska bæjarins Danska Stiavnica og til Þrándheims í Noregi hafa staðið upp úr ásamt því að hafa verið beðin um eiginhandaráritun af slóvenskum aðdáendum eftir eina tónleikana. „Við spiluðum sex sinnum í Slóvakíu og eignuðumst nokkra aðdáendur í kjölfarið. Nokkrir vildu eiginhandaráritanirnar okkar og það var svolítið merkileg upplifun." Þorbjörg segir erfitt að nefna eitthvað eitt sem staðið hafi upp úr enda hafi ferðin verið mikið ævintýri frá upphafi til enda. „Ætli fólkið sem við kynntumst standi ekki upp úr sem það skemmtilegasta við ferðina. Og það að hafa fengið að syngja með Bombay Bicycle Club," segir hún. Brynja hefur dansnám við Listaháskóla Íslands í haust og því er óvíst um framtíð tónlistarferils hennar en Þorbjörg er staðráðin í því að halda áfram að sinna tónlistinni og stefnir á að gefa út geisladisk næsta haust. sara@frettabladid.is Lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Sjá meira
Brynja Bjarnadóttir og Þorbjörg Ósk Eggertsdóttir, tvítugir trúbadorar, eru nýkomnar heim til Íslands eftir sex vikna tónleikaferðalag um Evrópu. Stúlkurnar ferðuðust á eigin vegum til tíu landa og komu meðal annars óvænt fram með hljómsveitinni Bombay Bicycle Club í Amsterdam. „Við vorum sjálfboðaliðar í Slóvakíu í fyrrasumar og spiluðum svolítið þar. Það var maður sem heyrði í okkur í eitt skiptið og sendi okkur póst þar sem hann bauð okkur að koma út í vor og spila hér og þar um Slóvakíu. Hann sá alfarið um að skipuleggja alla tónleikana fyrir okkur og að auglýsa þá," segir Brynja, en þær stöllur héldu utan um miðjan apríl. Brynja og Þorbjörg fóru víða á þessum sex vikum og stoppuðu aðeins í þrjá daga á hverjum stað fyrir utan Slóvakíu, þar sem þær dvöldu í eina viku. „Við byrjuðum í Danmörku og fórum svo til London, Nantes, Rómar, Búdapest, Þrándheims, Slóvakíu, Amsterdam og enduðum loks í Berlín. Þetta var svolítið stressandi en alveg ótrúlega skemmtilegt ferðalag og við lentum í mörgum ævintýrum," segir Brynja og nefnir í því samhengi þegar vinkonurnar fengu óvænt að stíga á svið með hljómsveitinni Bombay Bicycle Club, en meðlimir sveitarinnar eru vinir Þorbjargar. „Við komumst að því að þeir yrðu í Brussel og Amsterdam á sama tíma og við og mæltum okkur mót. Þeir báðu okkur svo um að syngja með sér á tvennum tónleikum sem var mjög óvænt en skemmtilegt," útskýrir Þorbjörg. Aðspurð segir Brynja heimsóknirnar til slóvenska bæjarins Danska Stiavnica og til Þrándheims í Noregi hafa staðið upp úr ásamt því að hafa verið beðin um eiginhandaráritun af slóvenskum aðdáendum eftir eina tónleikana. „Við spiluðum sex sinnum í Slóvakíu og eignuðumst nokkra aðdáendur í kjölfarið. Nokkrir vildu eiginhandaráritanirnar okkar og það var svolítið merkileg upplifun." Þorbjörg segir erfitt að nefna eitthvað eitt sem staðið hafi upp úr enda hafi ferðin verið mikið ævintýri frá upphafi til enda. „Ætli fólkið sem við kynntumst standi ekki upp úr sem það skemmtilegasta við ferðina. Og það að hafa fengið að syngja með Bombay Bicycle Club," segir hún. Brynja hefur dansnám við Listaháskóla Íslands í haust og því er óvíst um framtíð tónlistarferils hennar en Þorbjörg er staðráðin í því að halda áfram að sinna tónlistinni og stefnir á að gefa út geisladisk næsta haust. sara@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Sjá meira