Ég er enn í hálfgerðu losti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júní 2012 10:00 Margrét Lára (fyrir miðju) fagnar Þýskalandstitlinum með liðsfélögum sínum á mánudagskvöldið. Mynd/Nordic Photos/Getty Margrét Lára Viðarsdóttir, sem varð á dögunum Þýskalandsmeistari með Turbine Potsdam, segist ennþá vera að átta sig á titlinum. Hún segist skilja í góðu við þýska liðið en þarf að njóta meiri skilnings á meiðslum sínum á næsta viðkomustað. „Ég held að þetta gerist ekkert stærra í kvennafótboltanum hvað varðar spennu og umgjörð. Það var hrikalega gaman að taka þátt í þessu. Á seinasta leiknum voru sjö þúsund áhorfendur, völlurinn kjaftfullur og allir að öskra og klappa. Fólk byrjaði að mæta einum og hálfum tíma fyrir leik og fagnaði með okkur í klukkutíma eftir á. Í rauninni áttar maður sig ekki á því að svona sé til í kvennafótboltanum," sagði Margrét Lára en mikil spenna var í toppbaráttunni fram að síðustu umferðinni. „Seinasti mánuðurinn var rosalegur þar sem við spiluðum úrslitaleik í hverri einustu viku," segir Margrét sem segir liðið hafa verið komið með bakið upp við vegg. Liðið lagði keppinautana þrjá að velli í háspennuleikjum í lokaumferðunum. Lítill skilningur á meiðslunum„Þessir leikir voru allir mjög spennandi, skemmtilegir og hágæðafótbolti. Ég er ennþá í hálfgerðu losti eftir þetta," sagði landsliðskonan sem skoraði eitt marka Potsdam í auðveldum 8-0 sigri á Leipzig í síðasta leiknum. „Sá var hálfgert formsatriði enda féll Leipzig með miklum yfirburðum. Það hefði verið mikið slys hefðum við klúðrað honum," sagði landsliðskonan. Það er skammt stórra högga á milli í lífi knattspyrnukonunnar Margrétar Láru. Aðeins klukkustundum eftir að hún fagnaði Þýskalandstitlinum ræddi hún við læknateymi Potsdam og ljóst varð að hún yrði ekki áfram í herbúðum félagsins. Margrét Lára hefur glímt við álagsmeiðsli aftan í læri í fjögur ár. Meiðslin eru þó þess eðlis að röntgenmyndir sýna ekki að um nein meiðsli séu að ræða. Hjá Potsdam er æft tíu sinnum í viku auk leikja þannig að álagið er mikið og líða oft fjórtán eða fimmtán dagar á milli hvíldardaga. Lítill skilningur hefur verið á álagsmeiðslum Margrétar Láru. „Kröfurnar hjá Potsdam eru miklar. Þjálfarinn verður sjötugur á þessu ári, hefur þjálfað liðið í fjörutíu ár og er Austur-Þjóðverji. Hann er með sína uppskrift að meistaraliði," segir landsliðskonan sem segist bera mikla virðingu fyrir honum og hans störfum. Æfingaálagið hjá félaginu sé þó þess eðlis að það gangi ekki upp fyrir hana sem séu mikil vonbrigði. „Ég var mjög ánægð í Potsdam og naut tímans rosalega vel. Ég féll vel inn í spilamennsku liðsins og liðið hentaði mér mjög vel. En fótbolti er eins og lífið, það er ekki alltaf eins og maður kýs." Vill halda Draumnum lifandiÍslenska kvennalandsliðið leikur tvo mikilvæga leiki gegn Ungverjum og Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins um miðjan júní. Margrét Lára hefur tekið því rólega undanfarna daga en stefnir á að æfa í kjölfarið með Valskonum í aðdraganda landsleikjanna. „Ég vona að kraftaverk gerist á næstu dögum og vikum svo ég geti spilað af minni mestu getu með landsliðinu. Ég ætla að gera allt sem ég get til þess að verða klár," segir Margrét Lára sem stefnir á að komast að hjá nýju liði erlendis síðari hluta sumars. „Ég vil halda atvinnumannadraumnum lifandi í nokkur ár í viðbót. Ég er ekki alveg tilbúin að koma heim. Formsatriðið hjá mér er að ná heilsu og komast að hjá liði erlendis sem hefur skilning á mínum meiðslum," segir Margrét Lára. Þýski boltinn Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir, sem varð á dögunum Þýskalandsmeistari með Turbine Potsdam, segist ennþá vera að átta sig á titlinum. Hún segist skilja í góðu við þýska liðið en þarf að njóta meiri skilnings á meiðslum sínum á næsta viðkomustað. „Ég held að þetta gerist ekkert stærra í kvennafótboltanum hvað varðar spennu og umgjörð. Það var hrikalega gaman að taka þátt í þessu. Á seinasta leiknum voru sjö þúsund áhorfendur, völlurinn kjaftfullur og allir að öskra og klappa. Fólk byrjaði að mæta einum og hálfum tíma fyrir leik og fagnaði með okkur í klukkutíma eftir á. Í rauninni áttar maður sig ekki á því að svona sé til í kvennafótboltanum," sagði Margrét Lára en mikil spenna var í toppbaráttunni fram að síðustu umferðinni. „Seinasti mánuðurinn var rosalegur þar sem við spiluðum úrslitaleik í hverri einustu viku," segir Margrét sem segir liðið hafa verið komið með bakið upp við vegg. Liðið lagði keppinautana þrjá að velli í háspennuleikjum í lokaumferðunum. Lítill skilningur á meiðslunum„Þessir leikir voru allir mjög spennandi, skemmtilegir og hágæðafótbolti. Ég er ennþá í hálfgerðu losti eftir þetta," sagði landsliðskonan sem skoraði eitt marka Potsdam í auðveldum 8-0 sigri á Leipzig í síðasta leiknum. „Sá var hálfgert formsatriði enda féll Leipzig með miklum yfirburðum. Það hefði verið mikið slys hefðum við klúðrað honum," sagði landsliðskonan. Það er skammt stórra högga á milli í lífi knattspyrnukonunnar Margrétar Láru. Aðeins klukkustundum eftir að hún fagnaði Þýskalandstitlinum ræddi hún við læknateymi Potsdam og ljóst varð að hún yrði ekki áfram í herbúðum félagsins. Margrét Lára hefur glímt við álagsmeiðsli aftan í læri í fjögur ár. Meiðslin eru þó þess eðlis að röntgenmyndir sýna ekki að um nein meiðsli séu að ræða. Hjá Potsdam er æft tíu sinnum í viku auk leikja þannig að álagið er mikið og líða oft fjórtán eða fimmtán dagar á milli hvíldardaga. Lítill skilningur hefur verið á álagsmeiðslum Margrétar Láru. „Kröfurnar hjá Potsdam eru miklar. Þjálfarinn verður sjötugur á þessu ári, hefur þjálfað liðið í fjörutíu ár og er Austur-Þjóðverji. Hann er með sína uppskrift að meistaraliði," segir landsliðskonan sem segist bera mikla virðingu fyrir honum og hans störfum. Æfingaálagið hjá félaginu sé þó þess eðlis að það gangi ekki upp fyrir hana sem séu mikil vonbrigði. „Ég var mjög ánægð í Potsdam og naut tímans rosalega vel. Ég féll vel inn í spilamennsku liðsins og liðið hentaði mér mjög vel. En fótbolti er eins og lífið, það er ekki alltaf eins og maður kýs." Vill halda Draumnum lifandiÍslenska kvennalandsliðið leikur tvo mikilvæga leiki gegn Ungverjum og Búlgaríu í undankeppni Evrópumótsins um miðjan júní. Margrét Lára hefur tekið því rólega undanfarna daga en stefnir á að æfa í kjölfarið með Valskonum í aðdraganda landsleikjanna. „Ég vona að kraftaverk gerist á næstu dögum og vikum svo ég geti spilað af minni mestu getu með landsliðinu. Ég ætla að gera allt sem ég get til þess að verða klár," segir Margrét Lára sem stefnir á að komast að hjá nýju liði erlendis síðari hluta sumars. „Ég vil halda atvinnumannadraumnum lifandi í nokkur ár í viðbót. Ég er ekki alveg tilbúin að koma heim. Formsatriðið hjá mér er að ná heilsu og komast að hjá liði erlendis sem hefur skilning á mínum meiðslum," segir Margrét Lára.
Þýski boltinn Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sjá meira