Kennir að segja sögu með mynd 2. júní 2012 08:30 Ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir kemur heim í lok júlí og ætlar að deila ljósmyndaþekkingu sinni í fyrsta sinn á Lunga-listahátíðinni. „Ég er rosa spennt að getað loksins komið heim í smá sumarfrí og haldið námskeiðið í leiðinni,“ segir ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir sem ætlar að halda námskeið í tískuljósmyndun á Lunga-listahátíðinni í sumar. Hátíðin fer fram í á Seyðisfirði dagana 15.-22. júlí en þetta er í fyrsta sinn sem Saga heldur námskeið hér á landi. Saga er búsett í London þar sem hún hefur getið sér góðs orð sem ljósmyndari og hafa myndir eftir hana birst í helstu tískumiðlum heims á borð við Dazed and Confused, ID og Nylon. „Ég hef áður haldið fyrirlestra um mína vinnu og kennt einn og einn tíma í Central Saint Martins-skólanum í London en þetta er í fyrsta sinn sem ég held heilt námskeið. Það er spennandi,“ segir Saga sem er menntuð í tískuljósmyndun. „Námskeiðið verður mjög tískutengt því þar liggur áhugasvið mitt. Ég ætla að reyna að kenna fólki að opna fyrir sköpunarkraftinn og segja sögu með mynd.“ Námskeiðið er eitt af mörgum sem fara fram á Lunga-hátíðinni. Þar er meðal annars að finna námskeið í fornleifafræðilegri skúlptúrgerð, námskeið í göldrum og námskeið í tónlistarmyndbandagerð svo fátt eitt sé nefnt. Saga segist ætla að nota fyrstu dagana í að kenna fólki hugmyndavinnu. „Ég er búinn að fá Ísak Helgason, förðunarmeistara, til að koma og vera með mér í nokkra daga til að fólk fái innsýn í alla vinnuna sem liggur að baki hverri mynd. Það eru allir velkomnir og þurfa ekkert að kunna neitt í ljósmyndun né vera með flottar græjur. Einnota myndavél er flott,“ segir Saga sem hefur í nógu að snúast. „Það er alltaf nóg að gera og mikil vinna framundan. Þess vegna hlakka ég til að koma heim í smá frí.“ -áp Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
„Ég er rosa spennt að getað loksins komið heim í smá sumarfrí og haldið námskeiðið í leiðinni,“ segir ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir sem ætlar að halda námskeið í tískuljósmyndun á Lunga-listahátíðinni í sumar. Hátíðin fer fram í á Seyðisfirði dagana 15.-22. júlí en þetta er í fyrsta sinn sem Saga heldur námskeið hér á landi. Saga er búsett í London þar sem hún hefur getið sér góðs orð sem ljósmyndari og hafa myndir eftir hana birst í helstu tískumiðlum heims á borð við Dazed and Confused, ID og Nylon. „Ég hef áður haldið fyrirlestra um mína vinnu og kennt einn og einn tíma í Central Saint Martins-skólanum í London en þetta er í fyrsta sinn sem ég held heilt námskeið. Það er spennandi,“ segir Saga sem er menntuð í tískuljósmyndun. „Námskeiðið verður mjög tískutengt því þar liggur áhugasvið mitt. Ég ætla að reyna að kenna fólki að opna fyrir sköpunarkraftinn og segja sögu með mynd.“ Námskeiðið er eitt af mörgum sem fara fram á Lunga-hátíðinni. Þar er meðal annars að finna námskeið í fornleifafræðilegri skúlptúrgerð, námskeið í göldrum og námskeið í tónlistarmyndbandagerð svo fátt eitt sé nefnt. Saga segist ætla að nota fyrstu dagana í að kenna fólki hugmyndavinnu. „Ég er búinn að fá Ísak Helgason, förðunarmeistara, til að koma og vera með mér í nokkra daga til að fólk fái innsýn í alla vinnuna sem liggur að baki hverri mynd. Það eru allir velkomnir og þurfa ekkert að kunna neitt í ljósmyndun né vera með flottar græjur. Einnota myndavél er flott,“ segir Saga sem hefur í nógu að snúast. „Það er alltaf nóg að gera og mikil vinna framundan. Þess vegna hlakka ég til að koma heim í smá frí.“ -áp
Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira