Enn birtir til í efnahagslífinu Steingrímur J. Sigfússon skrifar 23. júní 2012 06:00 Atvinnuleysi er á niðurleið á Íslandi. Þetta kom skýrt fram í nýlegum tölum Vinnumálastofnunar þar sem skráð atvinnuleysi var 5,6% í maímánuði. Stofnunin gerir ráð fyrir að í júní fari atvinnuleysi niður í 4,6-5,0%. Ný vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar í maí staðfestir einnig að staðan á vinnumarkaðnum hefur batnað. Í nýliðnum maí voru til að mynda 5.100 fleiri í störfum samanborið við maímánuð fyrir ári. Ef borið er saman við maí 2010 nemur fjölgunin 8.700 störfum. Gögn Hagstofunnar sýna svo ekki verður um villst að atvinnuþátttakan fer nú vaxandi á ný. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir komandi mánuði. Það jákvæða við vinnumarkaðsupplýsingarnar nú er að batinn er sýnilegur bæði á höfuðborgarsvæði og á landsbyggðinni og einnig fækkar bæði konum og körlum á atvinnuleysisskrá. Því má segja að efnahagsbatinn sé nú greinilegri og sýnilegri á mun fleiri sviðum atvinnulífsins en við sáum áður. Krónan styrkist – verðbólga mun lækkaAukin umsvif í hagkerfinu birtast víða þessa dagana. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í ferðaþjónustu og fjölmörg gistirými bæst við víða um land. Annatíminn í ferðaþjónustunni er byrjaður og kallar það á mörg störf í fjölmörgum þjónustugreinum. Líklegt er að aukinn fjöldi erlendra ferðamanna sé nú þegar byrjaður að hafa áhrif á gengi krónunnar. Fleira kemur þó til – þannig má reikna með því að fyrirframgreiðsla Landsbankans til skilanefndar gamla Landsbankans muni létta á þrýstingi til veikingar á gengi krónunnar. Krónan hefur styrkst undanfarið – það mun hafa áhrif til lækkunar á verðbólgu. Auk þess hefur olíuverð einnig gefið eftir á erlendum mörkuðum og því ætti bensínverð að geta lækkað frekar á næstunni vegna þessa. Verðbólguhorfur hafa því batnað talsvert síðustu vikur. Sjávarútvegurinn kraftmikillAflaverðmæti íslenskra skipa jókst um tæpa 10 ma.kr (+26%) á fyrsta fjórðungi ársins. Tæplega helmingur þessarar aukningar skýrist af auknum loðnuafla en verðmæti þorsks og karfa jókst einnig umtalsvert. Makrílvertíðin er nú hafin og fer þokkalega af stað. Allt þetta bendir til þess að umsvif og afkoma í sjávarútvegi geti orðið mjög góð á yfirstandandi ári. Þrátt fyrir óvissu á erlendum mörkuðum hefur afurðaverð á heildina litið haldist hátt. Nýleg ráðgjöf Hafró um helstu nytjastofna gefur vísbendingar um að næstu ár verði gjöful fyrir sjávarútveginn. Bankar selja eignirÁ síðustu mánuðum hafa bankarnir haldið áfram að selja frá sér eignir sem þeir yfirtóku við hrunið. Viðskiptalífið er með því smám saman að komast í eðlilegra horf. Það er jákvæð þróun. Nýjasta dæmið er sala Landsbankans á fasteignafélaginu Regin og væntanleg skráning þess í Kauphöllina. Fleiri skráningar í Kauphöllina eru fyrirhugaðar á næstunni sem fjölgar kostum lífeyrissjóða og annarra fjárfesta. Batinn augljósari með hverjum mánuði sem líðurFjölmargir hagvísar úr ólíkum áttum staðfesta að batinn og forsendur hans eru traustari en margir hafa talið allt til þessa. Þar með dregur úr óvissu. Aukinn stöðugleiki er því að mínu mati að færast yfir þjóðlífið. Tal um mikla óvissu nú er því sérkennilegt þegar hagtölur eru skoðaðar og sérstaklega þegar litið er til baka og haft í huga út úr hvaða aðstæðum við erum hægt og bítandi að vinna okkur. Óvissan um þróun mála í Evrópu og heimsbúskapnum er helsta áhyggjuefnið nú um stundir. Við það fáum við Íslendingar hins vegar litlu ráðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Atvinnuleysi er á niðurleið á Íslandi. Þetta kom skýrt fram í nýlegum tölum Vinnumálastofnunar þar sem skráð atvinnuleysi var 5,6% í maímánuði. Stofnunin gerir ráð fyrir að í júní fari atvinnuleysi niður í 4,6-5,0%. Ný vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar í maí staðfestir einnig að staðan á vinnumarkaðnum hefur batnað. Í nýliðnum maí voru til að mynda 5.100 fleiri í störfum samanborið við maímánuð fyrir ári. Ef borið er saman við maí 2010 nemur fjölgunin 8.700 störfum. Gögn Hagstofunnar sýna svo ekki verður um villst að atvinnuþátttakan fer nú vaxandi á ný. Þetta gefur góð fyrirheit fyrir komandi mánuði. Það jákvæða við vinnumarkaðsupplýsingarnar nú er að batinn er sýnilegur bæði á höfuðborgarsvæði og á landsbyggðinni og einnig fækkar bæði konum og körlum á atvinnuleysisskrá. Því má segja að efnahagsbatinn sé nú greinilegri og sýnilegri á mun fleiri sviðum atvinnulífsins en við sáum áður. Krónan styrkist – verðbólga mun lækkaAukin umsvif í hagkerfinu birtast víða þessa dagana. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í ferðaþjónustu og fjölmörg gistirými bæst við víða um land. Annatíminn í ferðaþjónustunni er byrjaður og kallar það á mörg störf í fjölmörgum þjónustugreinum. Líklegt er að aukinn fjöldi erlendra ferðamanna sé nú þegar byrjaður að hafa áhrif á gengi krónunnar. Fleira kemur þó til – þannig má reikna með því að fyrirframgreiðsla Landsbankans til skilanefndar gamla Landsbankans muni létta á þrýstingi til veikingar á gengi krónunnar. Krónan hefur styrkst undanfarið – það mun hafa áhrif til lækkunar á verðbólgu. Auk þess hefur olíuverð einnig gefið eftir á erlendum mörkuðum og því ætti bensínverð að geta lækkað frekar á næstunni vegna þessa. Verðbólguhorfur hafa því batnað talsvert síðustu vikur. Sjávarútvegurinn kraftmikillAflaverðmæti íslenskra skipa jókst um tæpa 10 ma.kr (+26%) á fyrsta fjórðungi ársins. Tæplega helmingur þessarar aukningar skýrist af auknum loðnuafla en verðmæti þorsks og karfa jókst einnig umtalsvert. Makrílvertíðin er nú hafin og fer þokkalega af stað. Allt þetta bendir til þess að umsvif og afkoma í sjávarútvegi geti orðið mjög góð á yfirstandandi ári. Þrátt fyrir óvissu á erlendum mörkuðum hefur afurðaverð á heildina litið haldist hátt. Nýleg ráðgjöf Hafró um helstu nytjastofna gefur vísbendingar um að næstu ár verði gjöful fyrir sjávarútveginn. Bankar selja eignirÁ síðustu mánuðum hafa bankarnir haldið áfram að selja frá sér eignir sem þeir yfirtóku við hrunið. Viðskiptalífið er með því smám saman að komast í eðlilegra horf. Það er jákvæð þróun. Nýjasta dæmið er sala Landsbankans á fasteignafélaginu Regin og væntanleg skráning þess í Kauphöllina. Fleiri skráningar í Kauphöllina eru fyrirhugaðar á næstunni sem fjölgar kostum lífeyrissjóða og annarra fjárfesta. Batinn augljósari með hverjum mánuði sem líðurFjölmargir hagvísar úr ólíkum áttum staðfesta að batinn og forsendur hans eru traustari en margir hafa talið allt til þessa. Þar með dregur úr óvissu. Aukinn stöðugleiki er því að mínu mati að færast yfir þjóðlífið. Tal um mikla óvissu nú er því sérkennilegt þegar hagtölur eru skoðaðar og sérstaklega þegar litið er til baka og haft í huga út úr hvaða aðstæðum við erum hægt og bítandi að vinna okkur. Óvissan um þróun mála í Evrópu og heimsbúskapnum er helsta áhyggjuefnið nú um stundir. Við það fáum við Íslendingar hins vegar litlu ráðið.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun