Miss J. hrifinn af Munda 2. júlí 2012 20:00 Miss J. Alexander er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í raunveruleikaþáttunum America´s Next Top Model. Hér sést hann klæðast peysu frá Munda. Mynd/Mundi „Hann kom í heimsókn í sýningarherbergið okkar hérna í París," segir farahönnuðurinn Mundi sem fékk hinn fræga gönguþjálfara og fyrirsætu Miss J. Alexander í heimsókn í vikunni. Miss J. Alexander er litríkur karakter sem skaust fram í sviðljósið sem hægri hönd fyrirsætunnar Tyru Banks í raunveruleikaþáttunum America"s Next Top Model. Þar var hann þekktur fyrir að koma fram í skemmtilegum fatasamsetninum og jafnvel klæðast dragi. Miss J sérhæfir sig í að kenna fyrirsætum að ganga tískupallinn enda fyrrum fyrirsæta sjálfur. Hann er búsettur í París en þar fer nú fram herrafatatískuvika fyrir sumarið 2013. Mundi er með svokallað „showroom" eða sýningarherbergi í París í þeim tilgangi að sýna fatalínu sína fyrir gesti og gangandi, sem gjarna eru innkaupafólk, ritstjórar tískutímarita og annað áhugafólk innan tískuheimsins. Þangað kom Miss J og sló á létta strengi með Munda. „Við spjölluðum saman og hann skoðaði og mátaði hjá okkur. Að lokum gaf ég honum bol áður en við kvöddumst," segir Mundi, sem er að ferð og flugi um heiminn með fatalínu sína í sumar. Auk þess að vera í París verður Mundi ásamt meðal annars hönnuðum Eygló, Hlín Reykdal og Hringu á tískuvikunni í Berlín sem hefst í næstu viku. -áp Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
„Hann kom í heimsókn í sýningarherbergið okkar hérna í París," segir farahönnuðurinn Mundi sem fékk hinn fræga gönguþjálfara og fyrirsætu Miss J. Alexander í heimsókn í vikunni. Miss J. Alexander er litríkur karakter sem skaust fram í sviðljósið sem hægri hönd fyrirsætunnar Tyru Banks í raunveruleikaþáttunum America"s Next Top Model. Þar var hann þekktur fyrir að koma fram í skemmtilegum fatasamsetninum og jafnvel klæðast dragi. Miss J sérhæfir sig í að kenna fyrirsætum að ganga tískupallinn enda fyrrum fyrirsæta sjálfur. Hann er búsettur í París en þar fer nú fram herrafatatískuvika fyrir sumarið 2013. Mundi er með svokallað „showroom" eða sýningarherbergi í París í þeim tilgangi að sýna fatalínu sína fyrir gesti og gangandi, sem gjarna eru innkaupafólk, ritstjórar tískutímarita og annað áhugafólk innan tískuheimsins. Þangað kom Miss J og sló á létta strengi með Munda. „Við spjölluðum saman og hann skoðaði og mátaði hjá okkur. Að lokum gaf ég honum bol áður en við kvöddumst," segir Mundi, sem er að ferð og flugi um heiminn með fatalínu sína í sumar. Auk þess að vera í París verður Mundi ásamt meðal annars hönnuðum Eygló, Hlín Reykdal og Hringu á tískuvikunni í Berlín sem hefst í næstu viku. -áp
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira