Fæðing á Skype á stærstu forritunarkeppni heims 16. júlí 2012 05:00 Liðsmenn Radiant Games ásamt Gunnþóru og nýfæddu dótturinni samankomin eftir atburði sem hafa einkennst af fjarlægð, tækni og gleði. Fréttablaðið/stefán "Guð sé lof fyrir Skype," segir Guðmundur Valur Viðarsson sem upplifði fæðingu frumburðarins síns í gegnum Skype staddur í Ástralíu á stærstu forritunarkeppni heims á dögunum. Guðmundur og hópur hans, Radiant Games, lenti í 4. til 5. sæti í keppninni Imagine Cup sem er skólakeppni á vegum Microsoft og fór fram í Sidney í Ástralíu. Íslenski hópurinn komst í tíu liða úrslit af 506 umsækjendum í flokknum leikjahönnun fyrir Windows og Xbox en keppt var í sjö flokkum og mörg þúsund lið skráð til leiks. "Ég varð vitni af því í beinni þegar dóttir mín kom í heiminn eða eins mikið og ég gat í gegnum tárin," segir Guðmundur. "Ég get ekki þakkað Skype þetta nóg og ég á eftir að senda þeim tölvupóst." Hann kynnti leikinn Robert´s Quest fyrir stjörnuprýddri dómnefnd ásamt Hauki Steini Logasyni, Axel Erni Sigurðssyni og Sveini Fannari Kristjánssyni en þeir hafa unnið dag og nótt að leiknum frá áramótum. Guðmundur nemur við Margmiðlunarskólann en hinir eru nemar við HR. Daníel Brandur Sigurgeirsson, aðjúnkt við HR, var leiðbeinandi verkefnisins og fylgdi þeim út. "Larry Hryb, sem er yfir Xbox LIVE, var dómari og tók í höndina á mér af fyrra bragði og einn aðaldómarinn lofaði grafíkina hástert við mig," nefnir hann kátur. "Leikurinn fjallar um íkornan Róbert sem breytir orkugjöfum mengaðrar borgar í endurnýjanlega. Markmið þeirra er að börn spili leikinn til skemmtunar og fræðist ómeðvitað. "Ef hann væri ekki skemmtilegur gætum við alveg eins rétt börnum bækling um græna orku og það les enginn," segir nýbakaði faðirinn. Hann eignaðist dóttur aðfaranótt 6. júlí með konu sinni Gunnþóru Elínu Erlingsdóttur, þá tiltölulega nýlentur í Ástralíu. "Það var bara heppni að þetta fór af stað klukkan hálf átta fyrsta morguninn í Sidney því hann var enn sofandi upp á herbergi," segir Gunnþóra sem hringdi á hótelið í mikilli geðshræringur en sími Guðmundar virkaði ekki. Fyrir brottför hafði hún reynt öll húsráð til að koma stúlkunni í heiminn en eftir að hann fór af landi brott tóku við öfug húsráð án árangurs. "Systir mín og mamma voru með í fæðingunni og önnur sá til þess að skjárinn ferðaðist með mér. "Fyrsta fjölskyldumyndin er af okkur mæðgunum í rúminu og honum í tölvuskjá með heyrnatól, hún er ómótstæðileg," segir hún. hallfridur@frettabladid.is Leikjavísir Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Sjá meira
"Guð sé lof fyrir Skype," segir Guðmundur Valur Viðarsson sem upplifði fæðingu frumburðarins síns í gegnum Skype staddur í Ástralíu á stærstu forritunarkeppni heims á dögunum. Guðmundur og hópur hans, Radiant Games, lenti í 4. til 5. sæti í keppninni Imagine Cup sem er skólakeppni á vegum Microsoft og fór fram í Sidney í Ástralíu. Íslenski hópurinn komst í tíu liða úrslit af 506 umsækjendum í flokknum leikjahönnun fyrir Windows og Xbox en keppt var í sjö flokkum og mörg þúsund lið skráð til leiks. "Ég varð vitni af því í beinni þegar dóttir mín kom í heiminn eða eins mikið og ég gat í gegnum tárin," segir Guðmundur. "Ég get ekki þakkað Skype þetta nóg og ég á eftir að senda þeim tölvupóst." Hann kynnti leikinn Robert´s Quest fyrir stjörnuprýddri dómnefnd ásamt Hauki Steini Logasyni, Axel Erni Sigurðssyni og Sveini Fannari Kristjánssyni en þeir hafa unnið dag og nótt að leiknum frá áramótum. Guðmundur nemur við Margmiðlunarskólann en hinir eru nemar við HR. Daníel Brandur Sigurgeirsson, aðjúnkt við HR, var leiðbeinandi verkefnisins og fylgdi þeim út. "Larry Hryb, sem er yfir Xbox LIVE, var dómari og tók í höndina á mér af fyrra bragði og einn aðaldómarinn lofaði grafíkina hástert við mig," nefnir hann kátur. "Leikurinn fjallar um íkornan Róbert sem breytir orkugjöfum mengaðrar borgar í endurnýjanlega. Markmið þeirra er að börn spili leikinn til skemmtunar og fræðist ómeðvitað. "Ef hann væri ekki skemmtilegur gætum við alveg eins rétt börnum bækling um græna orku og það les enginn," segir nýbakaði faðirinn. Hann eignaðist dóttur aðfaranótt 6. júlí með konu sinni Gunnþóru Elínu Erlingsdóttur, þá tiltölulega nýlentur í Ástralíu. "Það var bara heppni að þetta fór af stað klukkan hálf átta fyrsta morguninn í Sidney því hann var enn sofandi upp á herbergi," segir Gunnþóra sem hringdi á hótelið í mikilli geðshræringur en sími Guðmundar virkaði ekki. Fyrir brottför hafði hún reynt öll húsráð til að koma stúlkunni í heiminn en eftir að hann fór af landi brott tóku við öfug húsráð án árangurs. "Systir mín og mamma voru með í fæðingunni og önnur sá til þess að skjárinn ferðaðist með mér. "Fyrsta fjölskyldumyndin er af okkur mæðgunum í rúminu og honum í tölvuskjá með heyrnatól, hún er ómótstæðileg," segir hún. hallfridur@frettabladid.is
Leikjavísir Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Fleiri fréttir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Sjá meira