Steinunn fetar í fótspor foreldra sinna 25. júlí 2012 07:00 Steinunn Camilla Sigurðardóttir, söngkona hljómsveitarinnar The Charlies, hannar og selur skart á netinu. Hún fetar þar með í fótspor foreldra sinna sem eiga skartgripaverslun á Laugavegi. „Ég hef alltaf verið að hanna og leika mér og breyta skartgripum sem ég átti, en byrjaði ekki almennilega að hanna og gera gripi frá grunni fyrr en árið 2010 og hef verið að síðan þá," segir Steinunn Camilla Sigurðardóttir, söngkona í The Charlies. Fyrsta skartgripalína Steinunnar, Carma Camilla, er nú fáanleg á netinu. Steinunn Camilla á ekki langt að sækja hæfileikana því foreldrar hennar eiga skartgripaverslunina Gull og silfur á Laugavegi og segist Steinunn hafa eytt miklum tíma í versluninni sem barn. „Ég er nánast alin upp í verslun foreldra minna og gæti ekki ímyndað mér lífið án gulls, demanta og fallegrar hönnunar. Ég er afskaplega stolt af skartgripaarfleið okkar." Steinunn Camilla hefur þegar hannað tvær línur undir nafninu Carma Camilla. Sú fyrri ber heitið Isis og sótti söngkonan innblástur að henni til Egypta til forna. Aðallínan kallast Liberty og er innblásin af Frelsisstyttunni. „Sú lína var kristaltær í hausnum á mér en ég var lengi að prófa mig áfram með hana," segir Steinunn og bætir við: „Ég legg mikla natni í hvern grip og hætti ekki fyrr en ég er orðin fullkomlega sátt og því eru þeir mér allir mjög hjartfólgnir." Steinunn handgerir hvern grip og blandar gjarnan eldri skartgripum sem hún hefur sankað að sér síðustu tíu árin saman við hönnun sína. Gripina selur hún á vefsíðunni Carmacamilla.com og að sögn Steinunnar hefur eftirspurnin eftir skartinu verið gríðarlega mikil og var það hvatinn að því að hún opnaði netverslunina. - sm Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
„Ég hef alltaf verið að hanna og leika mér og breyta skartgripum sem ég átti, en byrjaði ekki almennilega að hanna og gera gripi frá grunni fyrr en árið 2010 og hef verið að síðan þá," segir Steinunn Camilla Sigurðardóttir, söngkona í The Charlies. Fyrsta skartgripalína Steinunnar, Carma Camilla, er nú fáanleg á netinu. Steinunn Camilla á ekki langt að sækja hæfileikana því foreldrar hennar eiga skartgripaverslunina Gull og silfur á Laugavegi og segist Steinunn hafa eytt miklum tíma í versluninni sem barn. „Ég er nánast alin upp í verslun foreldra minna og gæti ekki ímyndað mér lífið án gulls, demanta og fallegrar hönnunar. Ég er afskaplega stolt af skartgripaarfleið okkar." Steinunn Camilla hefur þegar hannað tvær línur undir nafninu Carma Camilla. Sú fyrri ber heitið Isis og sótti söngkonan innblástur að henni til Egypta til forna. Aðallínan kallast Liberty og er innblásin af Frelsisstyttunni. „Sú lína var kristaltær í hausnum á mér en ég var lengi að prófa mig áfram með hana," segir Steinunn og bætir við: „Ég legg mikla natni í hvern grip og hætti ekki fyrr en ég er orðin fullkomlega sátt og því eru þeir mér allir mjög hjartfólgnir." Steinunn handgerir hvern grip og blandar gjarnan eldri skartgripum sem hún hefur sankað að sér síðustu tíu árin saman við hönnun sína. Gripina selur hún á vefsíðunni Carmacamilla.com og að sögn Steinunnar hefur eftirspurnin eftir skartinu verið gríðarlega mikil og var það hvatinn að því að hún opnaði netverslunina. - sm
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira