Ótrúlega góðhjörtuð sál 31. ágúst 2012 10:00 Fjölskyldan samankomin Ari, Linda og Humar stilla sér upp fyrir jólakort fjölskyldunnar í fyrra.Mynd/fríður Eggertsdóttir „Humar kom inn í líf okkar fyrir þremur árum og á einmitt afmæli á morgun. Við fundum hann inni í skáp en þangað hafði hann flækst í flutningum og mátti dúsa þar einn og yfirgefinn í nokkurn tíma. Þegar við svo fundum hann var það ást við fyrstu sýn og hann hefur búið hjá okkur síðan þá og er mikill gleðigjafi," segja Linda Guðrún Karlsdóttir og Ari Eldjárn um Humar Linduson Eldjárn, sem varð landsþekktur á skömmum tíma fyrir skemmtilegar færslur á Facebook. Vinasíða Humars var stofnuð í febrúar árið 2010 og lengi vel átti hann aðeins 200 vini en í vor tók síðan óvæntan kipp og fyrir stuttu var vinatala Humars komin upp í fimm þúsund. „Hann var algerlega í skýjunum og það kom ekkert annað til greina hjá honum en að láta alla vini sína vita hvað þeir væru honum mikilvægir svo hann þakkaði þeim persónulega í þriggja klukkutíma langri þakkarræðu," segja þau. Það tók um tíu klukkustundir að taka upp umrædda þakkarræðu og að sögn Ara tók það verulega á raddböndin að lesa upp öll 5000 nöfnin. „Rödd Humars er verulega óþægileg fyrir hálsinn og oft þarf hann ekki að tala nema í nokkrar mínútur til að framkalla hæsi og raddleysi. En hann vill allt gera fyrir vini sína og með vatnsflösku og viljastyrk tókst þetta einhvern veginn." Innt eftir því hvort það fari ekki mikil vinna í að halda Facebook-síðu Humars virkri svara þau játandi. „Þetta er eins og tuttugu prósenta hlutastarf. Hann leggur mikið upp úr því að svara öllum. Við spyrjum Humar stundum hvernig hann nenni að standa í þessu en þá lítur hann hneykslaður upp frá tölvunni og segir: „tessir vera vinir med Humar!" – svo heldur hann bara áfram." Ari og Linda segja vinsældir Humars hafa komið þeim töluvert á óvart en að það hafi glatt þau að annað fólk skuli einnig hafa gaman af Humri. „Hann er ótrúlega góðhjörtuð og einlæg sál en getur líka reiðst mjög auðveldlega ef að honum er vegið og hikar ekki við að klípa frá sér. Stafsetningin og málfarið hans Humars eiga ábyggilega líka sinn þátt í vinsældum hans og svo röddin. En það sem gerir síðuna hans skemmtilega er fyrst og fremst allt humartengda efnið sem vinir hans hafa póstað á vegginn hans í gegnum tíðina." Þegar þau eru að lokum spurð út í framtíðaráform Humars segja þau framtíðina óráðna. „Draumurinn er að gera litla hljómplötu og jafnvel stuttar teiknimyndir." sara@frettabladid.is Lífið Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira
„Humar kom inn í líf okkar fyrir þremur árum og á einmitt afmæli á morgun. Við fundum hann inni í skáp en þangað hafði hann flækst í flutningum og mátti dúsa þar einn og yfirgefinn í nokkurn tíma. Þegar við svo fundum hann var það ást við fyrstu sýn og hann hefur búið hjá okkur síðan þá og er mikill gleðigjafi," segja Linda Guðrún Karlsdóttir og Ari Eldjárn um Humar Linduson Eldjárn, sem varð landsþekktur á skömmum tíma fyrir skemmtilegar færslur á Facebook. Vinasíða Humars var stofnuð í febrúar árið 2010 og lengi vel átti hann aðeins 200 vini en í vor tók síðan óvæntan kipp og fyrir stuttu var vinatala Humars komin upp í fimm þúsund. „Hann var algerlega í skýjunum og það kom ekkert annað til greina hjá honum en að láta alla vini sína vita hvað þeir væru honum mikilvægir svo hann þakkaði þeim persónulega í þriggja klukkutíma langri þakkarræðu," segja þau. Það tók um tíu klukkustundir að taka upp umrædda þakkarræðu og að sögn Ara tók það verulega á raddböndin að lesa upp öll 5000 nöfnin. „Rödd Humars er verulega óþægileg fyrir hálsinn og oft þarf hann ekki að tala nema í nokkrar mínútur til að framkalla hæsi og raddleysi. En hann vill allt gera fyrir vini sína og með vatnsflösku og viljastyrk tókst þetta einhvern veginn." Innt eftir því hvort það fari ekki mikil vinna í að halda Facebook-síðu Humars virkri svara þau játandi. „Þetta er eins og tuttugu prósenta hlutastarf. Hann leggur mikið upp úr því að svara öllum. Við spyrjum Humar stundum hvernig hann nenni að standa í þessu en þá lítur hann hneykslaður upp frá tölvunni og segir: „tessir vera vinir med Humar!" – svo heldur hann bara áfram." Ari og Linda segja vinsældir Humars hafa komið þeim töluvert á óvart en að það hafi glatt þau að annað fólk skuli einnig hafa gaman af Humri. „Hann er ótrúlega góðhjörtuð og einlæg sál en getur líka reiðst mjög auðveldlega ef að honum er vegið og hikar ekki við að klípa frá sér. Stafsetningin og málfarið hans Humars eiga ábyggilega líka sinn þátt í vinsældum hans og svo röddin. En það sem gerir síðuna hans skemmtilega er fyrst og fremst allt humartengda efnið sem vinir hans hafa póstað á vegginn hans í gegnum tíðina." Þegar þau eru að lokum spurð út í framtíðaráform Humars segja þau framtíðina óráðna. „Draumurinn er að gera litla hljómplötu og jafnvel stuttar teiknimyndir." sara@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fleiri fréttir Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Sjá meira