Úrskurður um aukið meðlag – brot á jafnréttislögum? Linda Wiium og Leifur Runólfsson skrifar 4. september 2012 06:00 Skylt er foreldrum, báðum saman og hvoru um sig, að framfæra barn sitt. Framfærslu barns skal haga með hliðsjón af högum foreldra og þörfum barns. Þegar foreldrar barns búa ekki saman hér á Íslandi er lágmarksframfærsla með barni svokallað einfalt meðlag sem er fastsett af Tryggingastofnun ríkisins. Í dag nemur einfalt meðlag kr. 24.230 kr. Meðlagið tilheyrir barninu en það er forsjárforeldrið eða það foreldrið sem barn býr hjá sem tekur við meðlaginu og hefur umsjón með því. Samkvæmt gildandi barnalögum nr. 76/2003, getur forsjárforeldri eða það foreldrið sem barn býr hjá, líka sótt um svokallað aukið meðlag með barninu. Ef foreldrar semja ekki sjálfir um aukið meðlag, getur sýslumaður úrskurðað um beiðni foreldris um slíkt. Þegar sýslumaður fær til sín beiðni um aukið meðlag, þá lítur hann fyrst og fremst á tekjur þess aðila sem er meðlagsgreiðandi. Innanríkisráðuneytið gefur út til allra sýslumanna árlega viðmiðunarfjárhæðir og leiðbeiningar vegna slíkra krafna sem sýslumönnum ber að fara eftir þegar þeir meta það hvort meðlagsgreiðandi hafi fjárhagslegt bolmagn til að greiða umfram einfalt meðlag. Þrátt fyrir þessar verklagsreglur ráðuneytisins hafa sýslumenn samt sem áður svigrúm til að meta hvert mál fyrir sig, enda eru aðstæður fólks mismunandi. Engu að síður er það fyrst og fremst geta meðlagsgreiðanda til að greiða aukið meðlag samkvæmt viðmiðunartöflu ráðuneytisins sem horft er til. Þann 15. mars síðastliðinn kom álit norsku Likestillings- og diskrimineringsnemda (Jafnréttisnefndar) á máli þar sem krafist var aukins meðlags (mál nr. 9/2011). Málsatvik voru með þeim hætti að kona sem komin var í nýja sambúð hafði eignast barn með sínum nýja manni. Fyrir átti hún börn með öðrum manni. Áður en hún eignaðist sitt nýja barn hafði hún verið í 60% starfi. Er hún var í fæðingarorlofi fékk hún greitt sem samsvarar til 80% af launum sínum. Konan fór fram á að fá aukið meðlag frá fyrri barnsföður sínum vegna þess að tekjur hennar höfðu lækkað. Manninum var gert að greiða henni aukið meðlag. Í stuttu máli þá hélt karlmaðurinn því fram að með því að honum væri gert að greiða aukið meðlag með börnunum vegna þess að barnsmóðirin væri í fæðingarorlofi með nýtt barn þá væri verið að mismuna honum sem karlmanni. Málið fór fyrst á borð umboðsmanns jafnréttismála og hann benti á að málið snerist um svokallaða óbeina mismunun. Umboðsmaður benti á að meirihluti meðlagsmóttakenda væru konur og því meirihlutinn af meðlagsgreiðendum karlmenn. Umboðsmaður taldi að meðlagsreglurnar norsku mismunuðu því karlmönnum þegar þeim væri gert skylt að greiða aukið meðlag þegar barnsmóðir tæki út fæðingarorlof. Það liggi næst barnsmóðurinni sjálfri og hennar nýja manni að taka á sig þær auknu fjárhagslegu afleiðingar sem fylgdu því að vera í fæðingarorlofi vegna nýs barns. Málið fór áfram til Jafnréttisnefndar sem getur bara gefið álit sitt á málinu en ekki breytt ákvörðun þess stjórnvalds sem úrskurðar meðlagið. Jafnréttisnefndin staðfesti niðurstöðu umboðsmanns með sömu rökum og taldi að um væri að ræða óbeina mismunun samkvæmt 3. gr. laga um jafnrétti (Lov om likestilling mellom kjønnene). Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem talið er að norsku meðlagsreglurnar brjóti gegn lögum um jafnrétti þegar kemur að því að auka meðlagsbyrði meðlagsgreiðanda. Það er ljóst að það getur verið þungur baggi að bera fyrir þá sem eru meðlagsskyldir með fleiri en einu barni þó að einfalt meðlag sé í sjálfu sér ekki mikill peningur fyrir meðlagsmóttakanda. Það er spurning hvort það sé í einhverjum tilfellum hér á landi, að verið sé að mismuna karlmönnum og þar með brjóta gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, þegar sýslumaður úrskurðar menn til að greiða aukið meðlag. Ákvæðið sem jafnréttisnefndin norska taldi að væri brotið gegn er mjög svipað því íslenska en í 2. grein laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, segir að óbein mismunun sé þegar hlutlaust skilyrði, viðmið eða ráðstöfun kemur hlutfallslega verr við annað kynið nema slíkt sé viðeigandi, nauðsynlegt eða réttlætanlegt vegna hlutlægra þátta óháð kyni. Því leiðir það hugann að því hvort slík óbein mismunun eigi sér stað líka hér á landi þegar meðlagsgreiðendur eru úrskurðaðir til að greiða aukið meðlag. Sérstaklega þar sem nær eingöngu er horft til tekna meðlagsgreiðanda og að jafnaði ekki tekið tillit til annarra skulda meðlagsgreiðanda eða hags meðlagsmóttakanda. Er það óbein mismunun þegar meðlagsgreiðandi er skyldaður til að greiða aukið meðlag með einu barni eða fleiri þegar barnsmóðirin velur það sjálf að minnka við sig vinnu og þar með tekjur, þó svo að meðlagsgreiðandi teljist hafa fjárhagslegt bolmagn til þess samkvæmt viðmiðunarreglum ráðuneytisins? Er það óbein mismunun þegar meðlagsgreiðandi er skyldaður til að greiða aukið meðlag þegar barnsmóðir er komin í nýja sambúð eða hjúskap, eignast fleiri börn og minnkar við sig vinnu eða tekur út fæðingarorlof? Okkur er ekki kunnugt um hvort þessi spurning hafi komið upp í umræðunni um beitingu reglna um viðbótarmeðlag hér á landi, en ef ekki, þá er kannski kominn tími til? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Skylt er foreldrum, báðum saman og hvoru um sig, að framfæra barn sitt. Framfærslu barns skal haga með hliðsjón af högum foreldra og þörfum barns. Þegar foreldrar barns búa ekki saman hér á Íslandi er lágmarksframfærsla með barni svokallað einfalt meðlag sem er fastsett af Tryggingastofnun ríkisins. Í dag nemur einfalt meðlag kr. 24.230 kr. Meðlagið tilheyrir barninu en það er forsjárforeldrið eða það foreldrið sem barn býr hjá sem tekur við meðlaginu og hefur umsjón með því. Samkvæmt gildandi barnalögum nr. 76/2003, getur forsjárforeldri eða það foreldrið sem barn býr hjá, líka sótt um svokallað aukið meðlag með barninu. Ef foreldrar semja ekki sjálfir um aukið meðlag, getur sýslumaður úrskurðað um beiðni foreldris um slíkt. Þegar sýslumaður fær til sín beiðni um aukið meðlag, þá lítur hann fyrst og fremst á tekjur þess aðila sem er meðlagsgreiðandi. Innanríkisráðuneytið gefur út til allra sýslumanna árlega viðmiðunarfjárhæðir og leiðbeiningar vegna slíkra krafna sem sýslumönnum ber að fara eftir þegar þeir meta það hvort meðlagsgreiðandi hafi fjárhagslegt bolmagn til að greiða umfram einfalt meðlag. Þrátt fyrir þessar verklagsreglur ráðuneytisins hafa sýslumenn samt sem áður svigrúm til að meta hvert mál fyrir sig, enda eru aðstæður fólks mismunandi. Engu að síður er það fyrst og fremst geta meðlagsgreiðanda til að greiða aukið meðlag samkvæmt viðmiðunartöflu ráðuneytisins sem horft er til. Þann 15. mars síðastliðinn kom álit norsku Likestillings- og diskrimineringsnemda (Jafnréttisnefndar) á máli þar sem krafist var aukins meðlags (mál nr. 9/2011). Málsatvik voru með þeim hætti að kona sem komin var í nýja sambúð hafði eignast barn með sínum nýja manni. Fyrir átti hún börn með öðrum manni. Áður en hún eignaðist sitt nýja barn hafði hún verið í 60% starfi. Er hún var í fæðingarorlofi fékk hún greitt sem samsvarar til 80% af launum sínum. Konan fór fram á að fá aukið meðlag frá fyrri barnsföður sínum vegna þess að tekjur hennar höfðu lækkað. Manninum var gert að greiða henni aukið meðlag. Í stuttu máli þá hélt karlmaðurinn því fram að með því að honum væri gert að greiða aukið meðlag með börnunum vegna þess að barnsmóðirin væri í fæðingarorlofi með nýtt barn þá væri verið að mismuna honum sem karlmanni. Málið fór fyrst á borð umboðsmanns jafnréttismála og hann benti á að málið snerist um svokallaða óbeina mismunun. Umboðsmaður benti á að meirihluti meðlagsmóttakenda væru konur og því meirihlutinn af meðlagsgreiðendum karlmenn. Umboðsmaður taldi að meðlagsreglurnar norsku mismunuðu því karlmönnum þegar þeim væri gert skylt að greiða aukið meðlag þegar barnsmóðir tæki út fæðingarorlof. Það liggi næst barnsmóðurinni sjálfri og hennar nýja manni að taka á sig þær auknu fjárhagslegu afleiðingar sem fylgdu því að vera í fæðingarorlofi vegna nýs barns. Málið fór áfram til Jafnréttisnefndar sem getur bara gefið álit sitt á málinu en ekki breytt ákvörðun þess stjórnvalds sem úrskurðar meðlagið. Jafnréttisnefndin staðfesti niðurstöðu umboðsmanns með sömu rökum og taldi að um væri að ræða óbeina mismunun samkvæmt 3. gr. laga um jafnrétti (Lov om likestilling mellom kjønnene). Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta sinn sem talið er að norsku meðlagsreglurnar brjóti gegn lögum um jafnrétti þegar kemur að því að auka meðlagsbyrði meðlagsgreiðanda. Það er ljóst að það getur verið þungur baggi að bera fyrir þá sem eru meðlagsskyldir með fleiri en einu barni þó að einfalt meðlag sé í sjálfu sér ekki mikill peningur fyrir meðlagsmóttakanda. Það er spurning hvort það sé í einhverjum tilfellum hér á landi, að verið sé að mismuna karlmönnum og þar með brjóta gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, þegar sýslumaður úrskurðar menn til að greiða aukið meðlag. Ákvæðið sem jafnréttisnefndin norska taldi að væri brotið gegn er mjög svipað því íslenska en í 2. grein laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, segir að óbein mismunun sé þegar hlutlaust skilyrði, viðmið eða ráðstöfun kemur hlutfallslega verr við annað kynið nema slíkt sé viðeigandi, nauðsynlegt eða réttlætanlegt vegna hlutlægra þátta óháð kyni. Því leiðir það hugann að því hvort slík óbein mismunun eigi sér stað líka hér á landi þegar meðlagsgreiðendur eru úrskurðaðir til að greiða aukið meðlag. Sérstaklega þar sem nær eingöngu er horft til tekna meðlagsgreiðanda og að jafnaði ekki tekið tillit til annarra skulda meðlagsgreiðanda eða hags meðlagsmóttakanda. Er það óbein mismunun þegar meðlagsgreiðandi er skyldaður til að greiða aukið meðlag með einu barni eða fleiri þegar barnsmóðirin velur það sjálf að minnka við sig vinnu og þar með tekjur, þó svo að meðlagsgreiðandi teljist hafa fjárhagslegt bolmagn til þess samkvæmt viðmiðunarreglum ráðuneytisins? Er það óbein mismunun þegar meðlagsgreiðandi er skyldaður til að greiða aukið meðlag þegar barnsmóðir er komin í nýja sambúð eða hjúskap, eignast fleiri börn og minnkar við sig vinnu eða tekur út fæðingarorlof? Okkur er ekki kunnugt um hvort þessi spurning hafi komið upp í umræðunni um beitingu reglna um viðbótarmeðlag hér á landi, en ef ekki, þá er kannski kominn tími til?
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar