Sígild Dylan-plata í safnið Trausti Júlíusson skrifar 19. september 2012 09:22 Bob Dylan. Tempest er hljóðversplata númer 35 hjá Bob Dylan og hans fyrsta með frumsömdu efni síðan Together Through Life kom út árið 2009. Eins og síðustu plötur er hún tekin upp með tónleikahljómsveitinni hans og Dylan sjálfur stjórnar upptökunum. Og eins og á síðustu plötum þá er tónlistin sígild blanda af rokki, blús og þjóðlagatónlist, með ýmsum afbrigðum. Það er að sjálfsögðu ekkert byltingarkennt við þessa tónlist. Dylan er löngu hættur að leita á nýjar slóðir og aðdáendurnir löngu hættir að búast við því að hann geri það. Það eru tíu lög á Tempest. Þau eru hvert með sínu sniði, en heildarmyndin er sterk. Lagasmíðarnar eru prýðisgóðar, hljómurinn flottur og útsetningarnar óaðfinnanlegar. Dylan er auðvitað einn af merkustu textahöfundum poppsögunnar (sumir segðu sá merkasti) og textarnir á Tempest valda ekki vonbrigðum frekar en tónlistin. Umfjöllunarefnið er af ýmsum toga; Tin Angel fjallar um sjálfsmorðs- og morðmál, titillagið, hið fjórtán mínútna langa Tempest, fjallar um það þegar Titanic sökk og lokalagið, Roll On John, fjallar um John Lennon. Söngurinn er bæði skýr og fullur af tjáningu og tilfinningu, þannig að maður nýtur þess að hlusta á hverja setningu. Textar Dylans eru fullir af tilvísunum. Það er bæði hægt að njóta þeirra eins og þeir koma fyrir eða leggjast yfir þá og rannsaka þá til að virkja allar þær tengingar sem í þeim leynast. Á heildina litið er Tempest fín Dylan-plata. Í sama gæðaflokki og Love And Theft og Modern Times. Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Tempest er hljóðversplata númer 35 hjá Bob Dylan og hans fyrsta með frumsömdu efni síðan Together Through Life kom út árið 2009. Eins og síðustu plötur er hún tekin upp með tónleikahljómsveitinni hans og Dylan sjálfur stjórnar upptökunum. Og eins og á síðustu plötum þá er tónlistin sígild blanda af rokki, blús og þjóðlagatónlist, með ýmsum afbrigðum. Það er að sjálfsögðu ekkert byltingarkennt við þessa tónlist. Dylan er löngu hættur að leita á nýjar slóðir og aðdáendurnir löngu hættir að búast við því að hann geri það. Það eru tíu lög á Tempest. Þau eru hvert með sínu sniði, en heildarmyndin er sterk. Lagasmíðarnar eru prýðisgóðar, hljómurinn flottur og útsetningarnar óaðfinnanlegar. Dylan er auðvitað einn af merkustu textahöfundum poppsögunnar (sumir segðu sá merkasti) og textarnir á Tempest valda ekki vonbrigðum frekar en tónlistin. Umfjöllunarefnið er af ýmsum toga; Tin Angel fjallar um sjálfsmorðs- og morðmál, titillagið, hið fjórtán mínútna langa Tempest, fjallar um það þegar Titanic sökk og lokalagið, Roll On John, fjallar um John Lennon. Söngurinn er bæði skýr og fullur af tjáningu og tilfinningu, þannig að maður nýtur þess að hlusta á hverja setningu. Textar Dylans eru fullir af tilvísunum. Það er bæði hægt að njóta þeirra eins og þeir koma fyrir eða leggjast yfir þá og rannsaka þá til að virkja allar þær tengingar sem í þeim leynast. Á heildina litið er Tempest fín Dylan-plata. Í sama gæðaflokki og Love And Theft og Modern Times.
Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Fleiri fréttir Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira