Saga raftónlistarinnar 27. september 2012 08:00 SÍÐUSTU FORVÖÐ Bleep-safnið er aðeins selt í takmarkaðan tíma. Plötuútgáfa á stafrænu formi er alltaf að aukast. Bæði tónlistarútgáfur og tónlistarveitur eru duglegar að bjóða upp á efni sem er eingöngu fáanlegt sem niðurhal. Nýlega gaf til dæmis Hellcat-útgáfan út 57 laga safnið The Hellcat Years í tilefni af því að Joe Strummer hefði orðið sextugur. Útgáfan spannar það efni sem Strummer gerði með hljómsveitinni Mescaleros. Flott safn með ýmsu áður óútgefnu efni og eingöngu fáanlegt stafrænt. Önnur ekki síður merkileg útgáfa er safnið A Guide to Electronic Music sem Bleep-tónlistarveitan setti saman. Sú útgáfa er aðeins seld til og með 27. september, þannig að áhugasamir ættu að skella sér á Bleep.com án tafar. Bleep sérhæfir sig í raftónlist, þó að veitan selji fleiri tegundir tónlistar. Fyrrnefnt safn rekur sögu raftónlistarinnar í 55 lögum. Þetta er magnað safn sem hefst á Olivier Messaien, Pierre Shaeffer, John Cage, Pierre Henry og Karlheinz Stockhausen og endar á Burial, Actress og James Blake. Þar á milli er svo fullt af flottri tónlist: Jean-Jacques Perrey, Popol Vuh, Jean Michel Jarre, Throbbing Gristle, Africa Bambaataa, Model 500, 4 Hero, LFO, Autechre, Aphex Twin, Four Tet… Þegar maður hlustar á alla þessa tónlist gerir maður sér grein fyrir því hvað allir þessir tónlistarmenn eiga í raun mikið sameiginlegt, þó að bakgrunnurinn sé ólíkur. Það eru endalausar tengingar á milli framúrstefnutónskáldanna, danstónlistarliðsins og taktasmiða hipphoppsins. Mjög flott safn þó að það vanti eðlilega nokkra mikilvæga raftónlistarmenn, til dæmis Giorgio Moroder og Kraftwerk, þó að þeir síðarnefndu séu þarna reyndar í lagi Afrika Bambaataa, Planet Rock. Lífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Plötuútgáfa á stafrænu formi er alltaf að aukast. Bæði tónlistarútgáfur og tónlistarveitur eru duglegar að bjóða upp á efni sem er eingöngu fáanlegt sem niðurhal. Nýlega gaf til dæmis Hellcat-útgáfan út 57 laga safnið The Hellcat Years í tilefni af því að Joe Strummer hefði orðið sextugur. Útgáfan spannar það efni sem Strummer gerði með hljómsveitinni Mescaleros. Flott safn með ýmsu áður óútgefnu efni og eingöngu fáanlegt stafrænt. Önnur ekki síður merkileg útgáfa er safnið A Guide to Electronic Music sem Bleep-tónlistarveitan setti saman. Sú útgáfa er aðeins seld til og með 27. september, þannig að áhugasamir ættu að skella sér á Bleep.com án tafar. Bleep sérhæfir sig í raftónlist, þó að veitan selji fleiri tegundir tónlistar. Fyrrnefnt safn rekur sögu raftónlistarinnar í 55 lögum. Þetta er magnað safn sem hefst á Olivier Messaien, Pierre Shaeffer, John Cage, Pierre Henry og Karlheinz Stockhausen og endar á Burial, Actress og James Blake. Þar á milli er svo fullt af flottri tónlist: Jean-Jacques Perrey, Popol Vuh, Jean Michel Jarre, Throbbing Gristle, Africa Bambaataa, Model 500, 4 Hero, LFO, Autechre, Aphex Twin, Four Tet… Þegar maður hlustar á alla þessa tónlist gerir maður sér grein fyrir því hvað allir þessir tónlistarmenn eiga í raun mikið sameiginlegt, þó að bakgrunnurinn sé ólíkur. Það eru endalausar tengingar á milli framúrstefnutónskáldanna, danstónlistarliðsins og taktasmiða hipphoppsins. Mjög flott safn þó að það vanti eðlilega nokkra mikilvæga raftónlistarmenn, til dæmis Giorgio Moroder og Kraftwerk, þó að þeir síðarnefndu séu þarna reyndar í lagi Afrika Bambaataa, Planet Rock.
Lífið Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun „Hann var bara draumur“ Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira