Hljómfagurt og melódískt Trausti Júlíusson skrifar 9. október 2012 00:01 Biggi Hilmars All We Can Be er fyrsta sólóplata Bigga Hilmars, en hann er þekktastur fyrir að hafa verið forsprakki hljómsveitarinnar Ampop. Undanfarið hefur hann gert tónlist fyrir kvikmyndir og auglýsingar í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Íslandi, en síðustu þrjú ár hefur hann líka notað til að taka upp All We Can Be. Biggi vann nýju plötuna að stærstum hluta sjálfur, hann samdi mikinn meirihluta laga og texta, útsetti, spilaði á ýmis hljóðfæri og söng. Hann fékk svo aðstoð allmargra tónlistarmanna, íslenskra og erlendra í einstökum lögum. Plötur Ampop einkenndust af melódískum lagasmíðum og hljómmiklum og flottum útsetningum. Biggi heldur áfram að vinna með svipaða hluti á All We Can Be en þróar þá áfram. Strengjaútsetningar eru áberandi og píanóið er ráðandi. Mörg laganna hljóma eins og beint framhald af Ampop, en önnur tekur Biggi í nýjar áttir, t.d. hið mjög svo Bítlalega Springflower. Að mestu leyti er Biggi samt á svipuðum slóðum og áður. Það er eitt tökulag á plötunni; Leonard Cohen-lagið Famous Blue Raincoat sem lokar plötunni. Skemmtileg útsetning þar á ferð. Platan hljómar ekkert sérstaklega fersk, en þetta er allt mjög vandað og vel gert og margar lagasmíðanna fínar. Á heildina litið er All We Can Be prýðilega heppnuð plata. Aðdáendur Bigga og Ampops ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum. Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Myrkt ástarljóð til Íslands Menning Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
All We Can Be er fyrsta sólóplata Bigga Hilmars, en hann er þekktastur fyrir að hafa verið forsprakki hljómsveitarinnar Ampop. Undanfarið hefur hann gert tónlist fyrir kvikmyndir og auglýsingar í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Íslandi, en síðustu þrjú ár hefur hann líka notað til að taka upp All We Can Be. Biggi vann nýju plötuna að stærstum hluta sjálfur, hann samdi mikinn meirihluta laga og texta, útsetti, spilaði á ýmis hljóðfæri og söng. Hann fékk svo aðstoð allmargra tónlistarmanna, íslenskra og erlendra í einstökum lögum. Plötur Ampop einkenndust af melódískum lagasmíðum og hljómmiklum og flottum útsetningum. Biggi heldur áfram að vinna með svipaða hluti á All We Can Be en þróar þá áfram. Strengjaútsetningar eru áberandi og píanóið er ráðandi. Mörg laganna hljóma eins og beint framhald af Ampop, en önnur tekur Biggi í nýjar áttir, t.d. hið mjög svo Bítlalega Springflower. Að mestu leyti er Biggi samt á svipuðum slóðum og áður. Það er eitt tökulag á plötunni; Leonard Cohen-lagið Famous Blue Raincoat sem lokar plötunni. Skemmtileg útsetning þar á ferð. Platan hljómar ekkert sérstaklega fersk, en þetta er allt mjög vandað og vel gert og margar lagasmíðanna fínar. Á heildina litið er All We Can Be prýðilega heppnuð plata. Aðdáendur Bigga og Ampops ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum.
Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Myrkt ástarljóð til Íslands Menning Fleiri fréttir Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira