Margrét Lára: Ég hefði ekki viljað missa af þessu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2012 07:00 Stelpurnar fagna hér marki Katrínar Ómarsdóttur sem kom íslenska liðinu í 2-0 eftir aðeins tólf mínútna leik. Mynd/Stefán Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 69. landsliðsmark í gær er Ísland vann 3-2 sigur á Úkraínu og tryggði sér um leið þátttökurétt í úrslitakeppni EM í Svíþjóð næsta sumar. Margrét Lára hefur verið ein allra besta knattspyrnukona landsins og þótt víðar væri leitað um árabil en hún hefur þrátt fyrir það verið að glíma við erfið meiðsli í langan tíma. Hún fékk loks greiningu á meiðslum sínum í sumar en frestaði aðgerð til að geta tekið þátt í umspilsleikjunum gegn Úkraínu. „Ég hefði ekki viljað missa af þessu – það er alveg á hreinu," sagði skælbrosandi Margrét Lára eftir leikinn í gær. „Ég ætla mér nú að nýta tímann til að ná mér að fullu og vonandi tekst það. Ég vil vera 100 prósent næsta sumar." Hún óttast ekki bakslag og lítur jákvæðum augum á framtíðina. „Ég tel að aðgerðin muni hjálpa mér. Ef ekki bít ég bara í það súra epli. Ég ætla samt að halda áfram og er ég hvergi bangin. Þetta hefur verið erfitt í 4-5 ár en á svona stundum er manni alveg sama. Þetta er allt þess virði." Ísland spilaði með á EM 2009 sem haldið var í Finnlandi en þá töpuðu stelpurnar öllum sínum leikjum þrátt fyrir að hafa spilað vel á löngum köflum. „Við höfum verið að bíða eftir þessu augnabliki í fjögur ár og unnið að því síðustu tvö árin að ná þessu markmiði. Við höfum allar lagt á okkur mikla vinnu og því er það frábært að sjá uppskeru erfiðisins," segir hún. „Við verðum líka að átta okkur á því að við erum ekki stórþjóð. Við erum litla Ísland en samt komnar á EM. Við höfum slegið út þjóðir sem eru hærra skrifaðar en við og sýnir árangurinn hversu góður kvennaboltinn er á Íslandi. Við erum með frábært lið." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 69. landsliðsmark í gær er Ísland vann 3-2 sigur á Úkraínu og tryggði sér um leið þátttökurétt í úrslitakeppni EM í Svíþjóð næsta sumar. Margrét Lára hefur verið ein allra besta knattspyrnukona landsins og þótt víðar væri leitað um árabil en hún hefur þrátt fyrir það verið að glíma við erfið meiðsli í langan tíma. Hún fékk loks greiningu á meiðslum sínum í sumar en frestaði aðgerð til að geta tekið þátt í umspilsleikjunum gegn Úkraínu. „Ég hefði ekki viljað missa af þessu – það er alveg á hreinu," sagði skælbrosandi Margrét Lára eftir leikinn í gær. „Ég ætla mér nú að nýta tímann til að ná mér að fullu og vonandi tekst það. Ég vil vera 100 prósent næsta sumar." Hún óttast ekki bakslag og lítur jákvæðum augum á framtíðina. „Ég tel að aðgerðin muni hjálpa mér. Ef ekki bít ég bara í það súra epli. Ég ætla samt að halda áfram og er ég hvergi bangin. Þetta hefur verið erfitt í 4-5 ár en á svona stundum er manni alveg sama. Þetta er allt þess virði." Ísland spilaði með á EM 2009 sem haldið var í Finnlandi en þá töpuðu stelpurnar öllum sínum leikjum þrátt fyrir að hafa spilað vel á löngum köflum. „Við höfum verið að bíða eftir þessu augnabliki í fjögur ár og unnið að því síðustu tvö árin að ná þessu markmiði. Við höfum allar lagt á okkur mikla vinnu og því er það frábært að sjá uppskeru erfiðisins," segir hún. „Við verðum líka að átta okkur á því að við erum ekki stórþjóð. Við erum litla Ísland en samt komnar á EM. Við höfum slegið út þjóðir sem eru hærra skrifaðar en við og sýnir árangurinn hversu góður kvennaboltinn er á Íslandi. Við erum með frábært lið."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira