Betri bankar Már Wolfgang Mixa skrifar 31. október 2012 08:00 Í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag leggur Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, til í grein sinni að festa í lög forgang sparifjáreiganda í fjármálastofnunum. Þetta eru góð rök í sjálfu sér því þannig er kröfuhöfum ljóst að sparifjáreigendur njóta forgangs komi til gjaldþrots banka. Í framhaldi af þessu er lagt er til að afnema ríkisábyrgð innstæðna. Rök því tengd og önnur rök sem hann leggur fram ganga þó ekki upp. Huginn segir að sparifjáreigendur séu með forgangi krafna í raun tryggðir; slíkt þarf ekki nauðsynlega að vera fyrir hendi enda gæti stofnun að einhverju leyti fjármögnuð með innlánum hæglega tapað meira fé en þeim innstæðum sem eru fyrir hendi. Hann telur að lánveitendur vandi sig betur við lánveitingar til fjármálastofnana ef innstæðueigendur njóta forgangs. Ekkert í fjármálasögunni gefur slíkt til kynna. Miðað við hið litla hlutfall sparifjár Íslendinga í efnahagsreikningi bankanna má spyrja hversu mikið vægi hugsanleg forgangsröðun þeirra hefði haft þegar lánveitingar til banka áttu sér stað. Að lokum segir hann að sparifjáreigendur verði að vanda val sitt á fjármálastofnunum. Hér er skautað fram hjá því hversu langsótt það er að sparifjáreigendur hafi nauðsynlega þekkingu til að vega og meta hversu stöndugir bankar eru hverju sinni. Slæm staða íslensku bankanna var flestum starfsmönnum þeirra hulin fram að 8. október 2008. Það sem meira er, einungis orðrómur um slæma afkomu banka gæti valdið áhlaupi, eins og gerðist í bankahruninu 1907 í Bandaríkjunum, og valdið gjaldþroti. Óttar Guðjónsson bendir samdægurs í Fréttablaðinu einmitt á að lausafjárþurrð fjármagns sé algengasta orsök gjaldþrota fjármálafyrirtækja. Að mati Hugins er erfitt að aðskilja viðskiptabankastarfsemi frá fjárfestingabankastarfsemi en hugmyndir hans geti hugsanlega leyst þau vandamál. Það er rangt í báðum tilvikum. Betri kostur er að bankar borgi árlegt tryggingarfé í ríkissjóð sem hlutfall af innstæðum vegna þeirra trygginga sem viðskiptabankar ættu að njóta, sem eðlilega leiðir til lægri vaxtakjara innstæðueigenda, og aðskilja starfsemi þeirra frá fjárfestingarbönkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Skoðun Mest lesið 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag leggur Huginn Freyr Þorsteinsson, aðstoðarmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, til í grein sinni að festa í lög forgang sparifjáreiganda í fjármálastofnunum. Þetta eru góð rök í sjálfu sér því þannig er kröfuhöfum ljóst að sparifjáreigendur njóta forgangs komi til gjaldþrots banka. Í framhaldi af þessu er lagt er til að afnema ríkisábyrgð innstæðna. Rök því tengd og önnur rök sem hann leggur fram ganga þó ekki upp. Huginn segir að sparifjáreigendur séu með forgangi krafna í raun tryggðir; slíkt þarf ekki nauðsynlega að vera fyrir hendi enda gæti stofnun að einhverju leyti fjármögnuð með innlánum hæglega tapað meira fé en þeim innstæðum sem eru fyrir hendi. Hann telur að lánveitendur vandi sig betur við lánveitingar til fjármálastofnana ef innstæðueigendur njóta forgangs. Ekkert í fjármálasögunni gefur slíkt til kynna. Miðað við hið litla hlutfall sparifjár Íslendinga í efnahagsreikningi bankanna má spyrja hversu mikið vægi hugsanleg forgangsröðun þeirra hefði haft þegar lánveitingar til banka áttu sér stað. Að lokum segir hann að sparifjáreigendur verði að vanda val sitt á fjármálastofnunum. Hér er skautað fram hjá því hversu langsótt það er að sparifjáreigendur hafi nauðsynlega þekkingu til að vega og meta hversu stöndugir bankar eru hverju sinni. Slæm staða íslensku bankanna var flestum starfsmönnum þeirra hulin fram að 8. október 2008. Það sem meira er, einungis orðrómur um slæma afkomu banka gæti valdið áhlaupi, eins og gerðist í bankahruninu 1907 í Bandaríkjunum, og valdið gjaldþroti. Óttar Guðjónsson bendir samdægurs í Fréttablaðinu einmitt á að lausafjárþurrð fjármagns sé algengasta orsök gjaldþrota fjármálafyrirtækja. Að mati Hugins er erfitt að aðskilja viðskiptabankastarfsemi frá fjárfestingabankastarfsemi en hugmyndir hans geti hugsanlega leyst þau vandamál. Það er rangt í báðum tilvikum. Betri kostur er að bankar borgi árlegt tryggingarfé í ríkissjóð sem hlutfall af innstæðum vegna þeirra trygginga sem viðskiptabankar ættu að njóta, sem eðlilega leiðir til lægri vaxtakjara innstæðueigenda, og aðskilja starfsemi þeirra frá fjárfestingarbönkum.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun