Öruggt húsnæði Mörður Árnason skrifar 14. nóvember 2012 06:00 Ungt fólk á byrjunarreit í húsnæðismálum hefur lengst af átt tvo kosti og hvorugan góðan: Að hrekjast á milli leiguíbúða með öllum þeim óþægindum sem það veldur barnafjölskyldum – eða sökkva sér í skuldir, verðtryggðar eða gengistryggðar, einsog tíðkaðist í hrundansinum. Að hluta liggur skýringin í öfgafullri séreignastefnu sem hægriöflin hafa rekið hér áratugum saman með þeim hörmulegu afleiðingum sem nú koma á daginn skýrar en oftast áður. Hinn hluti skýringarinnar er sú staðreynd að vinstri öflin, verkalýðshreyfingin og lífeyrissjóðirnir hafa ekki barist nógu hart fyrir þessu mikilvæga máli. Í grannlöndunum hefur öruggt húsnæði á hagkvæmum kjörum verið hið klassíska verkefni jafnaðarmanna og verkalýðshreyfingar. Árangurinn þekkja margir sem hafa stundað nám í þessum löndum, leigt námsmannaíbúðir og svo flutt sig yfir í leiguíbúðir á almennum markaði, í kaupleigu- eða búseturéttarkerfi að námi loknu. Stundum er lokastigið séreign, en þá ekki fyrr en fólk hefur komið almennilega undir sig fótunum. Þótt hér hafi eftir hrun verið gert meira en víðast hvar erlendis fyrir húsnæðisskuldara blasir við sú staðreynd að í súpunni situr verulegur hópur fólks sem keypti íbúðir sínar á bóluverði. Er í reynd komið aftur fyrir byrjunarreitinn. Og nú er mætt til leiksins ný kynslóð og við blasa sömu tveir kostir. Þetta fólk veltir auðvitað fyrir sér þriðju leiðinni, að hefja búskap í öðrum löndum – yfirgefa Ísland. Í þessari stöðu hljótum við foreldrar þeirra, afar og ömmur að spyrja þess sama og Sumarhúsabóndinn: Hvað er þá auður og afl og hús? Traustur, almennur leigumarkaður, öflugt búseturéttarkerfi og alvöru kaupleigukerfi er eitt brýnasta verkefni næstu ára. Það er ekki bara hagsmunamál þeirra sem í hlut eiga. Foreldrar sem kynslóð eftir kynslóð hafa þurft að lána börnum sínum veð svo þau geti tekið þátt í hinu íslenska húsnæðiskaupafjárhættuspili eiga hér líka hagsmuna að gæta. Beinir hagsmunir atvinnulífsins, verkalýðshreyfingar, lífeyrissjóða og ríkis af því að ungt fólk fái öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði eru augljósir. Hér má enginn liggja á liði sínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Ungt fólk á byrjunarreit í húsnæðismálum hefur lengst af átt tvo kosti og hvorugan góðan: Að hrekjast á milli leiguíbúða með öllum þeim óþægindum sem það veldur barnafjölskyldum – eða sökkva sér í skuldir, verðtryggðar eða gengistryggðar, einsog tíðkaðist í hrundansinum. Að hluta liggur skýringin í öfgafullri séreignastefnu sem hægriöflin hafa rekið hér áratugum saman með þeim hörmulegu afleiðingum sem nú koma á daginn skýrar en oftast áður. Hinn hluti skýringarinnar er sú staðreynd að vinstri öflin, verkalýðshreyfingin og lífeyrissjóðirnir hafa ekki barist nógu hart fyrir þessu mikilvæga máli. Í grannlöndunum hefur öruggt húsnæði á hagkvæmum kjörum verið hið klassíska verkefni jafnaðarmanna og verkalýðshreyfingar. Árangurinn þekkja margir sem hafa stundað nám í þessum löndum, leigt námsmannaíbúðir og svo flutt sig yfir í leiguíbúðir á almennum markaði, í kaupleigu- eða búseturéttarkerfi að námi loknu. Stundum er lokastigið séreign, en þá ekki fyrr en fólk hefur komið almennilega undir sig fótunum. Þótt hér hafi eftir hrun verið gert meira en víðast hvar erlendis fyrir húsnæðisskuldara blasir við sú staðreynd að í súpunni situr verulegur hópur fólks sem keypti íbúðir sínar á bóluverði. Er í reynd komið aftur fyrir byrjunarreitinn. Og nú er mætt til leiksins ný kynslóð og við blasa sömu tveir kostir. Þetta fólk veltir auðvitað fyrir sér þriðju leiðinni, að hefja búskap í öðrum löndum – yfirgefa Ísland. Í þessari stöðu hljótum við foreldrar þeirra, afar og ömmur að spyrja þess sama og Sumarhúsabóndinn: Hvað er þá auður og afl og hús? Traustur, almennur leigumarkaður, öflugt búseturéttarkerfi og alvöru kaupleigukerfi er eitt brýnasta verkefni næstu ára. Það er ekki bara hagsmunamál þeirra sem í hlut eiga. Foreldrar sem kynslóð eftir kynslóð hafa þurft að lána börnum sínum veð svo þau geti tekið þátt í hinu íslenska húsnæðiskaupafjárhættuspili eiga hér líka hagsmuna að gæta. Beinir hagsmunir atvinnulífsins, verkalýðshreyfingar, lífeyrissjóða og ríkis af því að ungt fólk fái öruggt húsnæði á viðráðanlegu verði eru augljósir. Hér má enginn liggja á liði sínu.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar