Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar 6. október 2025 16:01 Að undanförnu hefur umræða um fyrirhugaðar breytingar á lögum um tekjuskatt, sem fjalla um samsköttun hjóna og sambúðarfólks vakið athygli, samanber Fimm mál ríkisstjórnarinnar sem gætu haft áhrif á þig,Grafið undan grunnstoð samfélagsins, Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins, Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili, Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? og Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun?. Sumir vilja meina að verið sé að herja á almennt fjölskyldufólk á meðan aðrir horfa á þetta sem afnám sérsniðins skattaafsláttar fyrir hátekjufólk. Samsköttun er hugtak sem á við um möguleika hjóna eða sambúðarfólks að borga skatt í samræmi við tekjur beggja einstaklinganna í stað þess að vera skattlögð í sitthvoru lagi. Í flestum tilvikum þýðir þetta að einstaklingarnir borga samanlagt minni skatt. Fólk í sambúð má til dæmis samnýta persónuafslátt, sem þýðir að ef tekjulægri einstaklingurinn þénar minna en 200.000 kr. á mánuði að meðaltali þá klárar hann ekki allan persónuafsláttinn og getur því tekjuhærri einstaklingurinn nýtt sér hann í staðinn. Þetta er það ákvæði sem margir hafa nýtt sér og kemur sér vel til dæmis ef annar einstaklingurinn er að vinna og hinn ekki. Þá nýtast laun eins aðila betur til að framfleyta fjölskyldunni. Mikilvægt er að hafa í huga að fyrirhuguð lagabreyting mun ekki fella þetta ákvæði niður. Þess vegna er orðalagið “afnám samsköttunar" misvísandi. Samsköttun mun enn gagnast slíkum pörum vegna samnýtingar á persónuafslætti sama hvaða tekjur viðkomandi er með. Annað ákvæði um hjón/sambúðarfólk segir að tekjuhærri einstaklingurinn megi nýta helminginn af ónotuðu skattþrepi 2 hjá tekjulægri einstaklingnum, en bara ef hann hefur tekjur sem lenda í þriðja skattþrepi. Þetta er ákvæðið sem á að leggja niður. Með öðrum orðum þýðir það að tveir einstaklingar borga 37,99% skatt af tekjum í skattþrepi 3 sem þau þyrftu annars að borga 46,29% af. Með því að nota þessa aðferð þá geta þau fengið allt að 424.855 kr. á ári endurgreitt frá Skattinum. Í dæminu hér að neðan geta hjón flutt 212.563 kr. milli skattþrepa, þessi tilfærsla sparar þeim 17.634 kr. á mánuði sem gerir 212.563 kr. á ári. Hverja mun afnám samsköttunar milli skattþrepa hafa áhrif á? Rúv bendir á fimm mál ríkisstjórnarinnar sem gætu haft áhrif á þig. Eitt þeirra er einmitt breytingar á samsköttun. En hverja mun þetta hafa áhrif á? Á vef stjórnarráðsins er reiknivél þar sem þú getur athugað stöðu þína í núverandi kerfi og hvernig hún myndi breytast við fyrirhugaða lagasetningu. Ég hef einnig sett fram þessi gögn myndrænt, á eftirfarandi slóð. Þín staða merkir hvað þú myndir fá endurgreitt frá Skattinum með þessari tilfærsluaðferð. Í tilvikinu á myndinni eru tveir makar með mánaðarlaun upp á 750.000 kr. og 1.100.000 kr. Það sem grafið sýnir er að þessi löggjöf mun aðeins hafa áhrif á hjón eða sambúðarfólk þar sem annar einstaklingurinn hefur meira en 1.325.127 kr. í tekjur á mánuði að meðaltali og hinn minna. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarráði eru um 6% einstaklinga sem eiga kost á slíkri samsköttun. Þetta verður flóknara ef við ætlum að áætla nákvæmlega hverjir geta nýtt sér þessa tilfærslu vegna þess að ekki eru til opinber gögn um það hver er giftur hverjum og hver laun þeirra eru. Við getum hins vegar litið á þessa tilfærslu sem réttindi tekjuhærri einstaklings til að borga minni skatt í gegnum maka sinn af tekjum sem ættu að fara í skattþrep 3. Ef við lítum nú aðeins á einstaklinga sem eru í fullri vinnu þá kemur í ljós að hlutfall einstaklinga sem gætu mögulega nýtt sér þessa tilfærslu með launatekjum sínum á milli skattþrepa er mismunandi eftir stéttum. Það sem kemur í ljós þegar litið er á gögn frá úrtaksrannsókn Hagstofu Íslands frá tekjuárinu 2024 er að þessi löggjöf mun hafa mest áhrif á stjórnendur þar sem 50% af þeim geta hugsanlega nýtt sér þessa tilfærslu. Hlutfall iðnaðarfólks sem gæti nýtt sér þessa tilfærslu er 25% og breytingin mun hafa nær engin áhrif á skrifstofufólk, verkafólk og fólk í þjónustu og umönnun. Ef við lítum svo á hlutfall þeirra sem geta mögulega fullnýtt sér þessa tilfærslu, það er að segja að fá 424.855 kr. endurgreitt frá skattinum á ári, þá kemur í ljós að 27% af stjórnendum geta gert það en minna en 8% af öllum öðrum hópum. Það er gott að hafa í huga að þetta er aðeins úrtak og endurspeglar ekki allan vinnumarkað á Íslandi. Áhugasamir geta skoðað tekjusöguna til að fá betri mynd af heildardreifingu. Að lokum Hvort sem þú horfir á þetta sem skattaafslátt eða eðlilegan hluta af skattkerfinu þá er skýrt út frá þessum gögnum að þessi nýja löggjöf mun ekki hafa áhrif á hina almennu fjölskyldu. Þau hjón/sambúðarfólk sem þetta mun hafa raunveruleg áhrif á eru með tekjur hjá einum einstakling sem jafnast á við þreföld lágmarkslaun (VR, Efiling, SA). Ef fólk hefur áhyggjur af hag almennra fjölskyldna í landinu þá er mun áhrifameira að ræða um hækkun persónuafsláttar, þá geta allar fjölskyldur í landinu notið góðs af auknum skattaafslætti. Flestum finnst leiðinlegt að borga skatta og það má deila um það hversu mikla skattprósentu við eigum að borga af laununum okkar. En að mála upp þessa löggjöf sem afnám samsköttunar eða herferð gegn venjulegu fjölskyldufólki er blekkjandi og miðar að safna saman fólki úr millistéttinni til að berjast fyrir hagsmunum einstaklinga í efsta hluta tekjudreifingarinnar. Höfundur er stærðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur umræða um fyrirhugaðar breytingar á lögum um tekjuskatt, sem fjalla um samsköttun hjóna og sambúðarfólks vakið athygli, samanber Fimm mál ríkisstjórnarinnar sem gætu haft áhrif á þig,Grafið undan grunnstoð samfélagsins, Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins, Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili, Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? og Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun?. Sumir vilja meina að verið sé að herja á almennt fjölskyldufólk á meðan aðrir horfa á þetta sem afnám sérsniðins skattaafsláttar fyrir hátekjufólk. Samsköttun er hugtak sem á við um möguleika hjóna eða sambúðarfólks að borga skatt í samræmi við tekjur beggja einstaklinganna í stað þess að vera skattlögð í sitthvoru lagi. Í flestum tilvikum þýðir þetta að einstaklingarnir borga samanlagt minni skatt. Fólk í sambúð má til dæmis samnýta persónuafslátt, sem þýðir að ef tekjulægri einstaklingurinn þénar minna en 200.000 kr. á mánuði að meðaltali þá klárar hann ekki allan persónuafsláttinn og getur því tekjuhærri einstaklingurinn nýtt sér hann í staðinn. Þetta er það ákvæði sem margir hafa nýtt sér og kemur sér vel til dæmis ef annar einstaklingurinn er að vinna og hinn ekki. Þá nýtast laun eins aðila betur til að framfleyta fjölskyldunni. Mikilvægt er að hafa í huga að fyrirhuguð lagabreyting mun ekki fella þetta ákvæði niður. Þess vegna er orðalagið “afnám samsköttunar" misvísandi. Samsköttun mun enn gagnast slíkum pörum vegna samnýtingar á persónuafslætti sama hvaða tekjur viðkomandi er með. Annað ákvæði um hjón/sambúðarfólk segir að tekjuhærri einstaklingurinn megi nýta helminginn af ónotuðu skattþrepi 2 hjá tekjulægri einstaklingnum, en bara ef hann hefur tekjur sem lenda í þriðja skattþrepi. Þetta er ákvæðið sem á að leggja niður. Með öðrum orðum þýðir það að tveir einstaklingar borga 37,99% skatt af tekjum í skattþrepi 3 sem þau þyrftu annars að borga 46,29% af. Með því að nota þessa aðferð þá geta þau fengið allt að 424.855 kr. á ári endurgreitt frá Skattinum. Í dæminu hér að neðan geta hjón flutt 212.563 kr. milli skattþrepa, þessi tilfærsla sparar þeim 17.634 kr. á mánuði sem gerir 212.563 kr. á ári. Hverja mun afnám samsköttunar milli skattþrepa hafa áhrif á? Rúv bendir á fimm mál ríkisstjórnarinnar sem gætu haft áhrif á þig. Eitt þeirra er einmitt breytingar á samsköttun. En hverja mun þetta hafa áhrif á? Á vef stjórnarráðsins er reiknivél þar sem þú getur athugað stöðu þína í núverandi kerfi og hvernig hún myndi breytast við fyrirhugaða lagasetningu. Ég hef einnig sett fram þessi gögn myndrænt, á eftirfarandi slóð. Þín staða merkir hvað þú myndir fá endurgreitt frá Skattinum með þessari tilfærsluaðferð. Í tilvikinu á myndinni eru tveir makar með mánaðarlaun upp á 750.000 kr. og 1.100.000 kr. Það sem grafið sýnir er að þessi löggjöf mun aðeins hafa áhrif á hjón eða sambúðarfólk þar sem annar einstaklingurinn hefur meira en 1.325.127 kr. í tekjur á mánuði að meðaltali og hinn minna. Samkvæmt upplýsingum frá stjórnarráði eru um 6% einstaklinga sem eiga kost á slíkri samsköttun. Þetta verður flóknara ef við ætlum að áætla nákvæmlega hverjir geta nýtt sér þessa tilfærslu vegna þess að ekki eru til opinber gögn um það hver er giftur hverjum og hver laun þeirra eru. Við getum hins vegar litið á þessa tilfærslu sem réttindi tekjuhærri einstaklings til að borga minni skatt í gegnum maka sinn af tekjum sem ættu að fara í skattþrep 3. Ef við lítum nú aðeins á einstaklinga sem eru í fullri vinnu þá kemur í ljós að hlutfall einstaklinga sem gætu mögulega nýtt sér þessa tilfærslu með launatekjum sínum á milli skattþrepa er mismunandi eftir stéttum. Það sem kemur í ljós þegar litið er á gögn frá úrtaksrannsókn Hagstofu Íslands frá tekjuárinu 2024 er að þessi löggjöf mun hafa mest áhrif á stjórnendur þar sem 50% af þeim geta hugsanlega nýtt sér þessa tilfærslu. Hlutfall iðnaðarfólks sem gæti nýtt sér þessa tilfærslu er 25% og breytingin mun hafa nær engin áhrif á skrifstofufólk, verkafólk og fólk í þjónustu og umönnun. Ef við lítum svo á hlutfall þeirra sem geta mögulega fullnýtt sér þessa tilfærslu, það er að segja að fá 424.855 kr. endurgreitt frá skattinum á ári, þá kemur í ljós að 27% af stjórnendum geta gert það en minna en 8% af öllum öðrum hópum. Það er gott að hafa í huga að þetta er aðeins úrtak og endurspeglar ekki allan vinnumarkað á Íslandi. Áhugasamir geta skoðað tekjusöguna til að fá betri mynd af heildardreifingu. Að lokum Hvort sem þú horfir á þetta sem skattaafslátt eða eðlilegan hluta af skattkerfinu þá er skýrt út frá þessum gögnum að þessi nýja löggjöf mun ekki hafa áhrif á hina almennu fjölskyldu. Þau hjón/sambúðarfólk sem þetta mun hafa raunveruleg áhrif á eru með tekjur hjá einum einstakling sem jafnast á við þreföld lágmarkslaun (VR, Efiling, SA). Ef fólk hefur áhyggjur af hag almennra fjölskyldna í landinu þá er mun áhrifameira að ræða um hækkun persónuafsláttar, þá geta allar fjölskyldur í landinu notið góðs af auknum skattaafslætti. Flestum finnst leiðinlegt að borga skatta og það má deila um það hversu mikla skattprósentu við eigum að borga af laununum okkar. En að mála upp þessa löggjöf sem afnám samsköttunar eða herferð gegn venjulegu fjölskyldufólki er blekkjandi og miðar að safna saman fólki úr millistéttinni til að berjast fyrir hagsmunum einstaklinga í efsta hluta tekjudreifingarinnar. Höfundur er stærðfræðingur.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun