Undir merkjum Jóhönnu Mörður Árnason skrifar 16. nóvember 2012 06:00 Jóhanna Sigurðardóttir hættir stjórnmálastörfum við lok kjörtímabilsins. Ferill hennar er merkilegur og glæsilegur. Þegar frá líður held ég að menn staldri ekki síst við endurreisnina úr hruninu. Við það erfiða forystuverk hefur Jóhanna haft skýra sýn – sýn jafnaðarstefnunnar. Strax var ljóst að velferðarþjónustunni yrði hlíft eins og hægt var við niðurskurði – öfugt við hörmungar í ýmsum löndum sem lentu í fjármagnskreppu um leið og Ísland. Til að verja þá sem verst voru staddir, en líka atvinnulífinu í hag. Velferðarþjónusta og gott menntakerfi er ekki lúxus sem menn geta því aðeins leyft sér að það veiðist vel og markaðir séu hagstæðir. Velferð og menntir eru lífsgæði – en líka forsenda þess að atvinnufyrirtækin njóti heilbrigðra og hæfra starfsmanna. Það yrði að halda á floti sem flestum fyrirtækjum, til þess að tryggja samfellu í atvinnulífinu og forðast himinhrópandi atvinnuleysi – þar komu meðal annars ráð frá sænskum jafnaðarmönnum, og ekki síður frá Finnum sem á sínum tíma völdu vonda leið gjaldþrotahrinu og fjöldaatvinnuleysis. Atvinnuleysið varð yfir 50% í norðurhéruðum landsins með tilheyrandi eymd og drunga. Jóhanna og hennar fólk lögðu líka áherslu á að hreinsa til í stjórnsýslunni og koma böndum á fjármálakerfið eftir átján ára græðgisvæðingu hægriaflanna. Undir forystu Jóhönnu gáfu stjórnmálamenn sérkjörnum fulltrúum þjóðarinnar svigrúm til að móta nýja stjórnarskrá, sem um daginn sigldi þöndum seglum gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu. Verk að vinna Það hefur ekki allt tekist. Þar ber meðal annars að nefna að þrátt fyrir að hér hafi verið gert meira en nokkurs staðar annars staðar í okkar samtíma til að aðstoða fólk í skuldavanda er víða mikill vandi – einkum hjá lánsveðshópnum og öðrum sem tóku verðtryggð lán rétt fyrir hrun. Þar er verk að vinna. Og víðar er verk að vinna – með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Við þurfum að byggja upp velferðarþjónustuna að nýju – og virða þar meðal annars rétt fólks á „þriðja æviskeiðinu“. Raunar í húsnæðismálunum yfirhöfuð. Eftir sameiginlegt skipbrot okkar í húsnæðisskuldunum – þótt einstaklingarnir hafi sloppið misvel eru í öllum fjölskyldum dæmi um vanda, jafnvel neyð – er kominn tími til að líta upp úr séreignarþrákelkni og líta til annarra þjóða, svo sem jafnaðarsamfélaganna á Norðurlöndum, eftir fyrirmyndum við að koma þaki yfir höfuð nýjum kynslóðum. Margt bendir til þess að nú sé að ljúka stóriðjuöldinni í íslenskri atvinnusögu, rétt eins og skútuöldin rann sitt skeið. Lítið er orðið eftir af virkjanlegri vatnsorku og reynsla liðinna ára sýnir að á jarðvarmann er ekki að stóla. Sovésk einblíning á orkuöflun og stóriðju sem bjargráð er ekki vænleg til árangurs á 21. öld. Nú þarf að sinna öðrum greinum í undirstöðunni: Velrekinni og markvissri ferðaþjónustu, þekkingargreinunum, nýsköpun í iðnaði, sjávarútvegi og landbúnaði. Græna hagkerfið er að koma – ef við kunnum að greiða því leið. Til þess að ná árangri verðum við að temja okkur aga í hagstjórn, og við þurfum að losna við sífelldar sveiflur og óróa. Til þess þurfum við nána samvinnu við grannþjóðir okkar, sem við höfum umgengist í blíðu og stríðu í þúsund ár. Slíkt samstarf hentar vel stoltri og sjálfráða þjóð með góðan menningararf og langa sköpunarhefð. Evrópa endar hér, sagði Hannes Pétursson nokkurn veginn í góðu kvæði. Ég segi: Evrópa byrjar hér. Evrópa, græn framtíð, betri velferðarþjónusta, almennileg húsnæðisstefna, stjórnfesta hjá ríki og sveitarfélögum, markaðurinn notaður sem þjónn en ekki hafður sem húsbóndi. Þessi eru nokkur erindi jafnaðarmanna á næstu árum – með fordæmi Jóhönnu Sigurðardóttur í farteskinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir hættir stjórnmálastörfum við lok kjörtímabilsins. Ferill hennar er merkilegur og glæsilegur. Þegar frá líður held ég að menn staldri ekki síst við endurreisnina úr hruninu. Við það erfiða forystuverk hefur Jóhanna haft skýra sýn – sýn jafnaðarstefnunnar. Strax var ljóst að velferðarþjónustunni yrði hlíft eins og hægt var við niðurskurði – öfugt við hörmungar í ýmsum löndum sem lentu í fjármagnskreppu um leið og Ísland. Til að verja þá sem verst voru staddir, en líka atvinnulífinu í hag. Velferðarþjónusta og gott menntakerfi er ekki lúxus sem menn geta því aðeins leyft sér að það veiðist vel og markaðir séu hagstæðir. Velferð og menntir eru lífsgæði – en líka forsenda þess að atvinnufyrirtækin njóti heilbrigðra og hæfra starfsmanna. Það yrði að halda á floti sem flestum fyrirtækjum, til þess að tryggja samfellu í atvinnulífinu og forðast himinhrópandi atvinnuleysi – þar komu meðal annars ráð frá sænskum jafnaðarmönnum, og ekki síður frá Finnum sem á sínum tíma völdu vonda leið gjaldþrotahrinu og fjöldaatvinnuleysis. Atvinnuleysið varð yfir 50% í norðurhéruðum landsins með tilheyrandi eymd og drunga. Jóhanna og hennar fólk lögðu líka áherslu á að hreinsa til í stjórnsýslunni og koma böndum á fjármálakerfið eftir átján ára græðgisvæðingu hægriaflanna. Undir forystu Jóhönnu gáfu stjórnmálamenn sérkjörnum fulltrúum þjóðarinnar svigrúm til að móta nýja stjórnarskrá, sem um daginn sigldi þöndum seglum gegnum þjóðaratkvæðagreiðslu. Verk að vinna Það hefur ekki allt tekist. Þar ber meðal annars að nefna að þrátt fyrir að hér hafi verið gert meira en nokkurs staðar annars staðar í okkar samtíma til að aðstoða fólk í skuldavanda er víða mikill vandi – einkum hjá lánsveðshópnum og öðrum sem tóku verðtryggð lán rétt fyrir hrun. Þar er verk að vinna. Og víðar er verk að vinna – með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi. Við þurfum að byggja upp velferðarþjónustuna að nýju – og virða þar meðal annars rétt fólks á „þriðja æviskeiðinu“. Raunar í húsnæðismálunum yfirhöfuð. Eftir sameiginlegt skipbrot okkar í húsnæðisskuldunum – þótt einstaklingarnir hafi sloppið misvel eru í öllum fjölskyldum dæmi um vanda, jafnvel neyð – er kominn tími til að líta upp úr séreignarþrákelkni og líta til annarra þjóða, svo sem jafnaðarsamfélaganna á Norðurlöndum, eftir fyrirmyndum við að koma þaki yfir höfuð nýjum kynslóðum. Margt bendir til þess að nú sé að ljúka stóriðjuöldinni í íslenskri atvinnusögu, rétt eins og skútuöldin rann sitt skeið. Lítið er orðið eftir af virkjanlegri vatnsorku og reynsla liðinna ára sýnir að á jarðvarmann er ekki að stóla. Sovésk einblíning á orkuöflun og stóriðju sem bjargráð er ekki vænleg til árangurs á 21. öld. Nú þarf að sinna öðrum greinum í undirstöðunni: Velrekinni og markvissri ferðaþjónustu, þekkingargreinunum, nýsköpun í iðnaði, sjávarútvegi og landbúnaði. Græna hagkerfið er að koma – ef við kunnum að greiða því leið. Til þess að ná árangri verðum við að temja okkur aga í hagstjórn, og við þurfum að losna við sífelldar sveiflur og óróa. Til þess þurfum við nána samvinnu við grannþjóðir okkar, sem við höfum umgengist í blíðu og stríðu í þúsund ár. Slíkt samstarf hentar vel stoltri og sjálfráða þjóð með góðan menningararf og langa sköpunarhefð. Evrópa endar hér, sagði Hannes Pétursson nokkurn veginn í góðu kvæði. Ég segi: Evrópa byrjar hér. Evrópa, græn framtíð, betri velferðarþjónusta, almennileg húsnæðisstefna, stjórnfesta hjá ríki og sveitarfélögum, markaðurinn notaður sem þjónn en ekki hafður sem húsbóndi. Þessi eru nokkur erindi jafnaðarmanna á næstu árum – með fordæmi Jóhönnu Sigurðardóttur í farteskinu.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun