Býr til myndir úr hljóðum og texta fridrikab@frettabladid.is skrifar 18. desember 2012 06:00 Öðruvísi vinna Hrafnhildur segir töluverðan mun á því að skrifa leikrit fyrir útvarp og fyrir svið.Fréttabaðið/Valli Verkið var leiklesið hér heima hjá mér á Listahátíð í vor, í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur, og svo vann ég það áfram fyrir þessa uppfærslu í útvarpinu," segir Hrafnhildur Hagalín um leikrit sitt, Opið hús, sem Útvarpsleikhúsið sendir út á jóladag. „Það breyttist töluvert í vinnslunni og við áttum í ákveðnum díalóg um þróunina, ég og Kristín leikstjóri." Hafa verk þín verið flutt í Útvarpsleikhúsinu fyrr? „Já, fyrir tveimur árum samdi ég verkið Einfarar fyrir nokkra eldri leikara og leikstýrði því sjálf. Þannig að ég kom reynslunni ríkari að þessari vinnu og gat hugsað verkið betur fyrir útvarpsmiðilinn af því ég þekkti hann." Er mikill munur á því að skrifa fyrir útvarp og svið? „Já, það er talsverður munur á því. Í útvarpi þarf að hugsa allt út frá hljóði og að búa til myndir í hugum hlustenda út frá því og textanum eingöngu. Í þessu verki er húsið miðpunkturinn og það er alltaf mikið af mismunandi hljóðum í húsum, þannig að ég byggði verkið dálítið út frá því." Um hvað fjallar verkið? „Það fjallar um fólk sem kemur að skoða hús. Þetta eru tvenn hjón, eldri hjón og yngri hjón, og svo dúkkar þarna upp líka miðaldra karlmaður. Það kemur síðan í ljós þegar líða tekur á verkið að þau tengjast öll á einn eða annan hátt." Hallur Ingólfsson semur tónlistina. Samdi hann hana sérstaklega fyrir þetta verk? „Já, hann gerði það. Hann var ekki með okkur í vor en kom inn í á seinni stigum og samdi tónlistina sérstaklega fyrir þessa útvarpsversjón." Eigum við svo von á sviðsverki frá þér fljótlega? „Já, vonandi. Ég er alveg á fullu að skrifa núna. Tók mér hlé frá þeim samstarfsverkefnum sem ég hef verið á kafi í undanfarin ár. Þannig að ég hef dregið mig dálítið í hlé og er að vinna að verkum sem ég hef beðið eftir að komast í talsvert lengi." Opið hús verður flutt á Rás 1 á jóladag kl. 13. Lífið Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira
Verkið var leiklesið hér heima hjá mér á Listahátíð í vor, í leikstjórn Kristínar Eysteinsdóttur, og svo vann ég það áfram fyrir þessa uppfærslu í útvarpinu," segir Hrafnhildur Hagalín um leikrit sitt, Opið hús, sem Útvarpsleikhúsið sendir út á jóladag. „Það breyttist töluvert í vinnslunni og við áttum í ákveðnum díalóg um þróunina, ég og Kristín leikstjóri." Hafa verk þín verið flutt í Útvarpsleikhúsinu fyrr? „Já, fyrir tveimur árum samdi ég verkið Einfarar fyrir nokkra eldri leikara og leikstýrði því sjálf. Þannig að ég kom reynslunni ríkari að þessari vinnu og gat hugsað verkið betur fyrir útvarpsmiðilinn af því ég þekkti hann." Er mikill munur á því að skrifa fyrir útvarp og svið? „Já, það er talsverður munur á því. Í útvarpi þarf að hugsa allt út frá hljóði og að búa til myndir í hugum hlustenda út frá því og textanum eingöngu. Í þessu verki er húsið miðpunkturinn og það er alltaf mikið af mismunandi hljóðum í húsum, þannig að ég byggði verkið dálítið út frá því." Um hvað fjallar verkið? „Það fjallar um fólk sem kemur að skoða hús. Þetta eru tvenn hjón, eldri hjón og yngri hjón, og svo dúkkar þarna upp líka miðaldra karlmaður. Það kemur síðan í ljós þegar líða tekur á verkið að þau tengjast öll á einn eða annan hátt." Hallur Ingólfsson semur tónlistina. Samdi hann hana sérstaklega fyrir þetta verk? „Já, hann gerði það. Hann var ekki með okkur í vor en kom inn í á seinni stigum og samdi tónlistina sérstaklega fyrir þessa útvarpsversjón." Eigum við svo von á sviðsverki frá þér fljótlega? „Já, vonandi. Ég er alveg á fullu að skrifa núna. Tók mér hlé frá þeim samstarfsverkefnum sem ég hef verið á kafi í undanfarin ár. Þannig að ég hef dregið mig dálítið í hlé og er að vinna að verkum sem ég hef beðið eftir að komast í talsvert lengi." Opið hús verður flutt á Rás 1 á jóladag kl. 13.
Lífið Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið „Hann var bara draumur“ Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Kvefið gengur hraðar yfir með ColdZyme® Lífið samstarf Fleiri fréttir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Sjá meira