Opið hús hjá SVFR: Leyndardómar Hítarár 1. febrúar 2013 12:13 Mynd/Svavar Hávarðsson Fyrsta opna hús vetrarins hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur (SVFR( verður í kvöld. Þar mun Reynir Þrastarson meðal annars vera með veiðilýsingu um Hítará en hann þekkir betur en flestir leyndardóma árinnar að því er segir á vefnum svfr.is. Opnu húsin hjá SVFR hafa í gegnum árin verið vinsæl.Þar sem höfuðstöðvar félagsins fluttu frá Háaleitisbraut og í Elliðaárdalinn síðasta sumar hefur orðið sú breyting að „opnu húsin" verða ekki lengur haldin í salnum við Háaleitisbraut heldur verða þau í sal Lögreglufélagsins í Brautarholti 30. Auk kynningar Reynis á Hítará mun Hörður Birgir Hafsteinsson, stjórnarmaður SVFR og "mokveiðimaður", segja frá sínum uppáhalds veiðistöðum. Einnig mun Hörður kynna atburðardagatal SVFR. Húsið opnar klukkan 20. Ýmislegt annað verður gert veiðimönnum til skemmtunar. Til dæmis verður verður kynntur nýr liður sem mun reyna á veiðifluguþekkingu veiðimanna. Myndagetraunin verður á sínum stað sem og happahylurinn (happdrætti) en að þessu sinni verða verðlaunin frá veiðibúðinni Veiðivon.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði
Fyrsta opna hús vetrarins hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur (SVFR( verður í kvöld. Þar mun Reynir Þrastarson meðal annars vera með veiðilýsingu um Hítará en hann þekkir betur en flestir leyndardóma árinnar að því er segir á vefnum svfr.is. Opnu húsin hjá SVFR hafa í gegnum árin verið vinsæl.Þar sem höfuðstöðvar félagsins fluttu frá Háaleitisbraut og í Elliðaárdalinn síðasta sumar hefur orðið sú breyting að „opnu húsin" verða ekki lengur haldin í salnum við Háaleitisbraut heldur verða þau í sal Lögreglufélagsins í Brautarholti 30. Auk kynningar Reynis á Hítará mun Hörður Birgir Hafsteinsson, stjórnarmaður SVFR og "mokveiðimaður", segja frá sínum uppáhalds veiðistöðum. Einnig mun Hörður kynna atburðardagatal SVFR. Húsið opnar klukkan 20. Ýmislegt annað verður gert veiðimönnum til skemmtunar. Til dæmis verður verður kynntur nýr liður sem mun reyna á veiðifluguþekkingu veiðimanna. Myndagetraunin verður á sínum stað sem og happahylurinn (happdrætti) en að þessu sinni verða verðlaunin frá veiðibúðinni Veiðivon.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði