Blómlegt vetrarstarf hjá SVAK Kristján Hjálmarsson skrifar 16. febrúar 2013 17:42 Þessi bleikja er vel væn, um það blandast ekki nokkrum manni hugur. Þær finnast margar svona í Hörgá. Mynd/Guðrún Kristófersdóttir Stangveiðifélag Akureyrar, Flúða og Flugunnar hafa haldið úti blómlegu starfi í vetur til að stytta norðlenskum veiðimönnum biðina þar til veiðitímabilið hefst að nýju. Félögin hafa verið með uppákomur í hverri viku í allan vetur - kynningar á ám, fluguhnýtingarkvöld og ýmis konar fróðleik svo fátt eitt sé nefnt. Afar góð mæting hefur verið á kvöldunum og hafa jafnvel nokkrir tugir veiðimanna lagt leið sína á þau. Á mánudaginn kemur verður Erlendur Steinar Friðriksson, fyrrverandi formaður SVAK, með erindi um bleikjuna en hann er mikil "bleikjuspekúlant" eins og segir á vef SVAK. hann mun meðal ananrs fjalla um heimkynni bleikjunnar og lífshætti, rannsóknir og veiðitölur. Fyrirlesturinn verður haldinn í Amaróhúsinu við Veiðivörur.is og hefst klukkan 20.00. Stangveiði Mest lesið 7 laxar á land við opnun Norðurár Veiði Bjarni vill aftur í formanninn Veiði Vilja rækta Ísafjarðará Veiði Ennþá mikið vatn í Hörgá Veiði Lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Mótorhjólalögga vill verða formaður SVFR Veiði 93 sm lax veiddist í Elliðaánum Veiði Veitt og sleppt á rjúpnaveiðum Veiði
Stangveiðifélag Akureyrar, Flúða og Flugunnar hafa haldið úti blómlegu starfi í vetur til að stytta norðlenskum veiðimönnum biðina þar til veiðitímabilið hefst að nýju. Félögin hafa verið með uppákomur í hverri viku í allan vetur - kynningar á ám, fluguhnýtingarkvöld og ýmis konar fróðleik svo fátt eitt sé nefnt. Afar góð mæting hefur verið á kvöldunum og hafa jafnvel nokkrir tugir veiðimanna lagt leið sína á þau. Á mánudaginn kemur verður Erlendur Steinar Friðriksson, fyrrverandi formaður SVAK, með erindi um bleikjuna en hann er mikil "bleikjuspekúlant" eins og segir á vef SVAK. hann mun meðal ananrs fjalla um heimkynni bleikjunnar og lífshætti, rannsóknir og veiðitölur. Fyrirlesturinn verður haldinn í Amaróhúsinu við Veiðivörur.is og hefst klukkan 20.00.
Stangveiði Mest lesið 7 laxar á land við opnun Norðurár Veiði Bjarni vill aftur í formanninn Veiði Vilja rækta Ísafjarðará Veiði Ennþá mikið vatn í Hörgá Veiði Lokatölur úr laxveiðiánum Veiði Hvítasunnuviðtal: Ýktu veiðisögurnar eru skemmtilegri Veiði Mikið líf í Varmá Veiði Mótorhjólalögga vill verða formaður SVFR Veiði 93 sm lax veiddist í Elliðaánum Veiði Veitt og sleppt á rjúpnaveiðum Veiði