Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin 11. febrúar 2013 10:49 Kvikmyndahátíðin Rise, sem helguð er fluguveiði, hefst í Bíó Paradís í mars en þetta er þriðja árið í röð sem hátíðin er haldin. Stórir fiskar og svæsin ævintýri spila stóra rulllu í dagskrá Rise, að því er segir á vef hátíðarinnar. Aðalmynd hátíðarinnar í ár er Predator - nýjasta mynd Nick Reygaert hjá Gin-Clear Media en myndin hlaut Drake-verðlaunin fyrir bestu fluguveiðimyndina í fyrra. Í þessari mynd skoðar hann fiska sem éta aðra fiska. Brot úr myndinni má sjá hér að ofan. Í The Arctic er fjallað um bleikjuveiði í Kanada og það engar smábleikjur. Sjá Only the river knows er meðal annars tekin upp við Lethe-ána í Nýja-Sjálandi sem og í Svíþjóð og Noregi. Brot úr myndinni má sjá hér.Jungle fish er stuttmynd um ævintýraferð nokkurra fluguveiðimanna í leit að stærstu ferskvatns fisktegund í heimi. Brot úr myndinni má sjá hér. Styrktaraðilar hátíðarinnar verða með kynningu á vöru og þjónust áður en sýningin hefst auk þess sem dregið verður úr happdrættismiðum í hléi. Miðasala fer fram í Veiðivon, Mörkinni 6 og hefst kl. 11:00 þann 15. Febrúar. Miðaverð er kr. 2.300. Helstu styrktaraðilar hátíðarinnar eru Veiðiþjónustan Strengir, Veiðikortið, Veiðivon, Bókamarkaður í Perlunni, Veiðifélagið Hreggnasi, Lax-á, Servida & Besta, Hafið-Fiskiprinsinn, IG Veiðivörur og English Pub. Frekari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu hátíðarinnar http://www.rise.is/ Stangveiði Mest lesið Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Hljótum að geta sett í einn eða tvo Veiði 55 fiskar á land á einum degi Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Enn ein áin í útboð Veiði
Kvikmyndahátíðin Rise, sem helguð er fluguveiði, hefst í Bíó Paradís í mars en þetta er þriðja árið í röð sem hátíðin er haldin. Stórir fiskar og svæsin ævintýri spila stóra rulllu í dagskrá Rise, að því er segir á vef hátíðarinnar. Aðalmynd hátíðarinnar í ár er Predator - nýjasta mynd Nick Reygaert hjá Gin-Clear Media en myndin hlaut Drake-verðlaunin fyrir bestu fluguveiðimyndina í fyrra. Í þessari mynd skoðar hann fiska sem éta aðra fiska. Brot úr myndinni má sjá hér að ofan. Í The Arctic er fjallað um bleikjuveiði í Kanada og það engar smábleikjur. Sjá Only the river knows er meðal annars tekin upp við Lethe-ána í Nýja-Sjálandi sem og í Svíþjóð og Noregi. Brot úr myndinni má sjá hér.Jungle fish er stuttmynd um ævintýraferð nokkurra fluguveiðimanna í leit að stærstu ferskvatns fisktegund í heimi. Brot úr myndinni má sjá hér. Styrktaraðilar hátíðarinnar verða með kynningu á vöru og þjónust áður en sýningin hefst auk þess sem dregið verður úr happdrættismiðum í hléi. Miðasala fer fram í Veiðivon, Mörkinni 6 og hefst kl. 11:00 þann 15. Febrúar. Miðaverð er kr. 2.300. Helstu styrktaraðilar hátíðarinnar eru Veiðiþjónustan Strengir, Veiðikortið, Veiðivon, Bókamarkaður í Perlunni, Veiðifélagið Hreggnasi, Lax-á, Servida & Besta, Hafið-Fiskiprinsinn, IG Veiðivörur og English Pub. Frekari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu hátíðarinnar http://www.rise.is/
Stangveiði Mest lesið Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Hljótum að geta sett í einn eða tvo Veiði 55 fiskar á land á einum degi Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Enn ein áin í útboð Veiði