Ekkert nautakjöt í nautabökum Gæðakokka 27. febrúar 2013 12:47 Sláturhús í Evrópu. Nautakjötshneykslið ætlar að teygja anga sína víða. Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörutegundir sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. Matvælastofnun lét nýverið rannsaka kjötinnihald 16 íslenskra matvara á markaði til að kanna hvort þær innihéldu hrossakjöt án þess að þess væri getið á umbúðum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að hrossakjöti hafði ekki verið blandað í vörurnar. Hins vegar kom í ljós að engin þessara vara uppfyllti allar kröfur um merkingar og reyndust tvær vörur ekki innihalda nautakjöt þrátt fyrir merkingar þar um. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að Nautabaka frá Gæðakokkum í Borgarnesi sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). Lambahakkbollur framleiddar af sama aðila fyrir Kost og sagðar innihalda lamba- og nautakjöt innihéldu eingöngu lambakjöt. Matvælastofnun hefur vísað þessum málum til rannsóknar og ákvörðunartöku hjá þeim heilbrigðiseftirlitssvæðum sem fara með opinbert eftirlit með viðkomandi fyrirtækjum. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hefur þegar farið fram á innköllun á Nautabökum frá Gæðakokkum og verða frekari aðgerðir vegna málsins teknar í framhaldinu. Engin vara uppfyllti allar kröfur um merkingar, en samkvæmt Matvælastofnun er það alvarlegt þegar neytendur geta ekki treyst því að heiti vöru gefi rétta mynd af samsetningu hennar og það sama á við þegar innihaldslýsingar eru rangar eða veita ekki fullnægjandi upplýsingar um samsetningu matvöru. Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga munu fylgja eftir málum vegna vanmerkinga sem í ljós komu við skoðun umbúða hlutaðeigandi vörutegunda. Rétt er að taka fram að í sumum tilvikum var aðeins um minniháttar athugasemdir að ræða. Í eftirlitsverkefni Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga frá árinu 2011 um innihaldslýsingar matvæla og uppskriftir þeirra kom í ljós að í 16% tilfella komu ekki öll innihaldsefni uppskriftar fram í innihaldslýsingu á umbúðum. Þá voru nýlega birtar niðurstöður norræns eftirlitsverkefnis um merkingar matvæla í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi á tímabilinu 2010 til 2012. Þær sýna að fimmta hver vara var ekki rétt merkt og að innihaldið passaði ekki við innihaldslýsingu í 9% tilfella. Ekki þarf annað en að skoða upplýsingasíðu Matvælastofnunar um innkallanir á vegum stofnunarinnar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga til að sjá að nokkuð skortir á að fyrirtæki hér á landi merki vörur sínar í samræmi við kröfur í löggjöf. Fyrirhugað er að halda málþing um merkingar matvæla víðsvegar um landið í marsmánuði. Matvælafyrirtæki bera ábyrgð á eigin framleiðslu og upplýsingagjöf til neytenda og mun Matvælastofnun taka málið upp við samtök hagsmunaaðila með það fyrir augum að ná fram skjótum úrbótum. Rétt merking matvæla er mikið hagsmunamál fyrir neytendur og geta rangar merkingar m.a. verið varasamar þeim sem eru með matarofnæmi eða óþol. Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Rannsókn Matvælastofnunar á kjötinnihaldi 16 íslenskra matvara sýnir að Gæðakokkar í Borgarnesi hafa framleitt og markaðssett tvær vörutegundir sem sagðar eru innihalda nautakjöt en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að svo er ekki. Engin vara sem skoðuð var í rannsókninni uppfyllti allar kröfur um merkingar. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar. Matvælastofnun lét nýverið rannsaka kjötinnihald 16 íslenskra matvara á markaði til að kanna hvort þær innihéldu hrossakjöt án þess að þess væri getið á umbúðum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að hrossakjöti hafði ekki verið blandað í vörurnar. Hins vegar kom í ljós að engin þessara vara uppfyllti allar kröfur um merkingar og reyndust tvær vörur ekki innihalda nautakjöt þrátt fyrir merkingar þar um. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að Nautabaka frá Gæðakokkum í Borgarnesi sem sögð var innihalda 30% nautahakk í fyllingu, sem átti að vera helmingur af þyngd vörunnar, innihélt ekkert kjöt (ekkert dýraprótein). Lambahakkbollur framleiddar af sama aðila fyrir Kost og sagðar innihalda lamba- og nautakjöt innihéldu eingöngu lambakjöt. Matvælastofnun hefur vísað þessum málum til rannsóknar og ákvörðunartöku hjá þeim heilbrigðiseftirlitssvæðum sem fara með opinbert eftirlit með viðkomandi fyrirtækjum. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hefur þegar farið fram á innköllun á Nautabökum frá Gæðakokkum og verða frekari aðgerðir vegna málsins teknar í framhaldinu. Engin vara uppfyllti allar kröfur um merkingar, en samkvæmt Matvælastofnun er það alvarlegt þegar neytendur geta ekki treyst því að heiti vöru gefi rétta mynd af samsetningu hennar og það sama á við þegar innihaldslýsingar eru rangar eða veita ekki fullnægjandi upplýsingar um samsetningu matvöru. Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga munu fylgja eftir málum vegna vanmerkinga sem í ljós komu við skoðun umbúða hlutaðeigandi vörutegunda. Rétt er að taka fram að í sumum tilvikum var aðeins um minniháttar athugasemdir að ræða. Í eftirlitsverkefni Matvælastofnunar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga frá árinu 2011 um innihaldslýsingar matvæla og uppskriftir þeirra kom í ljós að í 16% tilfella komu ekki öll innihaldsefni uppskriftar fram í innihaldslýsingu á umbúðum. Þá voru nýlega birtar niðurstöður norræns eftirlitsverkefnis um merkingar matvæla í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi á tímabilinu 2010 til 2012. Þær sýna að fimmta hver vara var ekki rétt merkt og að innihaldið passaði ekki við innihaldslýsingu í 9% tilfella. Ekki þarf annað en að skoða upplýsingasíðu Matvælastofnunar um innkallanir á vegum stofnunarinnar og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga til að sjá að nokkuð skortir á að fyrirtæki hér á landi merki vörur sínar í samræmi við kröfur í löggjöf. Fyrirhugað er að halda málþing um merkingar matvæla víðsvegar um landið í marsmánuði. Matvælafyrirtæki bera ábyrgð á eigin framleiðslu og upplýsingagjöf til neytenda og mun Matvælastofnun taka málið upp við samtök hagsmunaaðila með það fyrir augum að ná fram skjótum úrbótum. Rétt merking matvæla er mikið hagsmunamál fyrir neytendur og geta rangar merkingar m.a. verið varasamar þeim sem eru með matarofnæmi eða óþol.
Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira