Frægir á frumsýningu Mary Poppins Ellý Ármanns skrifar 23. febrúar 2013 09:45 Frumsýningargestir fögnuðu ákaft í lok frumsýningar söngleiksins Mary Poppins í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi en gestir voru sammála um að sýningin hafi verið frábær - töfrum líkust. Eins og sjá má á myndunum mættu fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar á sýninguna.Sýningin er sú viðamesta og flóknasta sem Borgarleikhúsið hefur nokkru sinni ráðist í – mannmörg og krefjandi dans og söngatriði, hraðar og stórar sviðskiptingar, háskaleg flugatriði og ótal tæknibrellur. Alls eru 50 manns á sviði í Mary Poppins og mikill fjöldi á bak við tjöldin.Sagan um Mary Poppins hefur farið sigurför um heiminn og notið mikilla vinsælda og nú er söngleikurinn loksins sýndur á Íslandi og ljóst að margir bíða spenntir eftir því að kynnast konunni sem kann að gera lífið ögn skemmtilegra.Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir verkinu og Gísli Rúnar Jónsson annast þýðingu á lausu og bundnu máli. Tónlistarstjóri er Agnar Már Magnússon en hann leiðir 11 manna hljómsveit sem spilar í sýningunni. Leikmyndahönnuður er Petr Hloušek, en hann hefur hannað fjölmargar stórsýningar víðsvegar um Evrópu og María Ólafsdóttir hannar búninga.Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Guðjón Davíð Karlsson eru í hlutverkum Mary Poppins og sótarans Bert en þau stóðu sig frábærlega vægast sagt.Sakir umfangs uppfærslu söngleiksins er sýningafjöldi takmarkaður en sýnt verður eins þétt og unnt er fram á vor. Þegar er uppselt á 37 sýningar verksins og yfir 21.000 miðar seldir. Alls eru 10 sýningar til viðbótar í plani til loka leikárs að sögn upplýsingafulltrúa Borgarleikhússins.Emilía með pabba sínum Sindra Sindrasyni sjónvarpsmanni.Fólk á öllum aldri lét mynda sig fyrir framan Mary Poppins.Páll Óskar Hjálmtýsson og fögur fljóð.Jóhanna Sigurðardóttir með ömmubarninu sínu.Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fjölmiðlakonur og vinkonur.Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins skemmti sér vel með syni sínum.Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Eyþór, 6 ára, gáfu sér góðan tíma til að ræða saman um ýmis málefni. Skroll-Lífið Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Fleiri fréttir Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Frumsýningargestir fögnuðu ákaft í lok frumsýningar söngleiksins Mary Poppins í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi en gestir voru sammála um að sýningin hafi verið frábær - töfrum líkust. Eins og sjá má á myndunum mættu fjölmargir þjóðþekktir einstaklingar á sýninguna.Sýningin er sú viðamesta og flóknasta sem Borgarleikhúsið hefur nokkru sinni ráðist í – mannmörg og krefjandi dans og söngatriði, hraðar og stórar sviðskiptingar, háskaleg flugatriði og ótal tæknibrellur. Alls eru 50 manns á sviði í Mary Poppins og mikill fjöldi á bak við tjöldin.Sagan um Mary Poppins hefur farið sigurför um heiminn og notið mikilla vinsælda og nú er söngleikurinn loksins sýndur á Íslandi og ljóst að margir bíða spenntir eftir því að kynnast konunni sem kann að gera lífið ögn skemmtilegra.Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir verkinu og Gísli Rúnar Jónsson annast þýðingu á lausu og bundnu máli. Tónlistarstjóri er Agnar Már Magnússon en hann leiðir 11 manna hljómsveit sem spilar í sýningunni. Leikmyndahönnuður er Petr Hloušek, en hann hefur hannað fjölmargar stórsýningar víðsvegar um Evrópu og María Ólafsdóttir hannar búninga.Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Guðjón Davíð Karlsson eru í hlutverkum Mary Poppins og sótarans Bert en þau stóðu sig frábærlega vægast sagt.Sakir umfangs uppfærslu söngleiksins er sýningafjöldi takmarkaður en sýnt verður eins þétt og unnt er fram á vor. Þegar er uppselt á 37 sýningar verksins og yfir 21.000 miðar seldir. Alls eru 10 sýningar til viðbótar í plani til loka leikárs að sögn upplýsingafulltrúa Borgarleikhússins.Emilía með pabba sínum Sindra Sindrasyni sjónvarpsmanni.Fólk á öllum aldri lét mynda sig fyrir framan Mary Poppins.Páll Óskar Hjálmtýsson og fögur fljóð.Jóhanna Sigurðardóttir með ömmubarninu sínu.Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir fjölmiðlakonur og vinkonur.Ólafur Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins skemmti sér vel með syni sínum.Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Eyþór, 6 ára, gáfu sér góðan tíma til að ræða saman um ýmis málefni.
Skroll-Lífið Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Fleiri fréttir Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning