Mæla bakkana fyrir nýja arðskrá í Gljúfurá Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. mars 2013 08:00 Kerið er einn af fallegri veiðistöðum Gljúfurár. Mynd / Svavar Hávarðsson. Mæla á upp allar bakkalengdir við Gljúfurá í Borgarfirði vegna nýrrar arðskrár fyrir landeigendur við ánna. Það var félagsfundur í Veiðifélagi Gljúfurár sem ákvað að þessar bakkamælingar verði gerðar. Bakkarnir í hverri jörð fyrir sig við ánna verða mældir og niðurstöðurnar nýttar í nýju arðskránna. Mælingarnar munu fara fram í samstarfi við hvern landeiganda. Birna Konráðsdóttir, formaður Veiðifélags Gljúfurár (og formaður Veiðifélags Norðurár reyndar líka) segir núverandi arðskrá komna vel til ára sinna. Því sé talið eðlilegt að endurnýja matið á hlut hverrar jarðar í veiðiréttindum árinnar. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur Gljúfurá á leigu og selur í hana veiðileyfi. Stangveiði Mest lesið Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði
Mæla á upp allar bakkalengdir við Gljúfurá í Borgarfirði vegna nýrrar arðskrár fyrir landeigendur við ánna. Það var félagsfundur í Veiðifélagi Gljúfurár sem ákvað að þessar bakkamælingar verði gerðar. Bakkarnir í hverri jörð fyrir sig við ánna verða mældir og niðurstöðurnar nýttar í nýju arðskránna. Mælingarnar munu fara fram í samstarfi við hvern landeiganda. Birna Konráðsdóttir, formaður Veiðifélags Gljúfurár (og formaður Veiðifélags Norðurár reyndar líka) segir núverandi arðskrá komna vel til ára sinna. Því sé talið eðlilegt að endurnýja matið á hlut hverrar jarðar í veiðiréttindum árinnar. Stangaveiðifélag Reykjavíkur hefur Gljúfurá á leigu og selur í hana veiðileyfi.
Stangveiði Mest lesið Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Aðeins tvær stangir lausar í Brynjudalsá Veiði