Kanar kaupa lúxusbíla Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2013 11:05 Bandaríkjamenn keyptu 31% fleiri Porsche bíla í febrúar í ár en í fyrra Stóru bandarísku framleiðendurnir allir með aukningu, en Kia, Nissan og Volvo með minnkun. Tölur um sölu nýrra bíla í Bandaríkjunum í febrúar eru nú þegar komnar í ljós. Þar í landi er bílasala góð og þrátt fyrir að söludagar í fyrra hafi verið fleiri sökum hlaupárs er salan nú 3,7% meiri og alls seldust 1,19 milljón bílar. Athygli vekur að í efstu sætunum hvað aukningu í sölu varðar eru margir lúxusbílaframleiðendur. Bentley var með 43% aukningu, Porsche 31%, Audi 28%, Benz 23%, Cadillac 20% og Land Rover einnig með 20% aukningu í sölu. Annað sem vekur einnig furðu er slæmt gengi Kia sem var með 8% minnkun í sölu, sem og 7% minnkun hjá Nissan, Chrysler og Volvo og 16% hjá Jeep. Stóru bandarísku framleiðendurnir seldu allir meira, Ford með 9% aukningu, GM 7% og Chrysler 4%. Toyota var með 4% aukningu en Honda 2% minnkun. Spáð er áframhaldandi góðri sölu bíla vestanhafs og heildarsölu uppá 15,4 milljón bíla. Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent
Stóru bandarísku framleiðendurnir allir með aukningu, en Kia, Nissan og Volvo með minnkun. Tölur um sölu nýrra bíla í Bandaríkjunum í febrúar eru nú þegar komnar í ljós. Þar í landi er bílasala góð og þrátt fyrir að söludagar í fyrra hafi verið fleiri sökum hlaupárs er salan nú 3,7% meiri og alls seldust 1,19 milljón bílar. Athygli vekur að í efstu sætunum hvað aukningu í sölu varðar eru margir lúxusbílaframleiðendur. Bentley var með 43% aukningu, Porsche 31%, Audi 28%, Benz 23%, Cadillac 20% og Land Rover einnig með 20% aukningu í sölu. Annað sem vekur einnig furðu er slæmt gengi Kia sem var með 8% minnkun í sölu, sem og 7% minnkun hjá Nissan, Chrysler og Volvo og 16% hjá Jeep. Stóru bandarísku framleiðendurnir seldu allir meira, Ford með 9% aukningu, GM 7% og Chrysler 4%. Toyota var með 4% aukningu en Honda 2% minnkun. Spáð er áframhaldandi góðri sölu bíla vestanhafs og heildarsölu uppá 15,4 milljón bíla.
Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent